Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 10:20 Frá mótmælunum á Jafnréttisþinginu sem eru þögul. Vísir/Þórir Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla „virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. Blaðamaður Vísis á svæðinu segir liðsmönnum Eflingar hafa verið fagnað með lófataki við komuna. Starfsfólk Eflingar í Reykjavík er sem kunnugt er í verkfallsaðgerðum sem meðal annars hafa leitt til þess að kennsla hefur verið felld niður í Réttarholtsskóla í dag og á morgun þar sem allir sem sinna þrifum í skólanum eru í verkfalli. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í morgun.Vísir/Þórir Eflingarfólk hittist við Eflingarhúsið við Guðrúnartún klukkan 9:30 og hélt þaðan niður að Hörpu. „Myndum órjúfanlega blokk. Tryggjum að ráðamenn horfi ekki lengur í gegnum okkur. Samstaða er okkar beittasta vopn! Saman breytum við samfélaginu!“ sagði í hvatningarskilaboðum til félagsmanna á vefsíðu Eflingar í gær. Mótmælin voru þögul framan af en að lokinni ræðu forsætisráðherra hófust köll frá Eflingarfólki.Vísir/Sigurjón Fundi samningarnefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í gær lauk án árangurs. Efling lýsti því að enn á ný hefði borgin slegið á sáttahönd láglaunafólks. Borgarstjóri segir tilboð upp á 420 þúsund króna grunnlaun fyrir ófaglærða starfsmenn á borðinu og að auki 40 þúsund króna álagsgreiðsla. Líklega væri um að ræða mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um. Að lokinni ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í upphafi þingsins stýrði Sólveig Anna hrópum. Spurði fylgisfólk sitt hvað þau vildu og allir hrópuðu „leiðréttingu“. Myndskeið frá mótmælunum má sjá hér að neðan. Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla „virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. Blaðamaður Vísis á svæðinu segir liðsmönnum Eflingar hafa verið fagnað með lófataki við komuna. Starfsfólk Eflingar í Reykjavík er sem kunnugt er í verkfallsaðgerðum sem meðal annars hafa leitt til þess að kennsla hefur verið felld niður í Réttarholtsskóla í dag og á morgun þar sem allir sem sinna þrifum í skólanum eru í verkfalli. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í morgun.Vísir/Þórir Eflingarfólk hittist við Eflingarhúsið við Guðrúnartún klukkan 9:30 og hélt þaðan niður að Hörpu. „Myndum órjúfanlega blokk. Tryggjum að ráðamenn horfi ekki lengur í gegnum okkur. Samstaða er okkar beittasta vopn! Saman breytum við samfélaginu!“ sagði í hvatningarskilaboðum til félagsmanna á vefsíðu Eflingar í gær. Mótmælin voru þögul framan af en að lokinni ræðu forsætisráðherra hófust köll frá Eflingarfólki.Vísir/Sigurjón Fundi samningarnefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í gær lauk án árangurs. Efling lýsti því að enn á ný hefði borgin slegið á sáttahönd láglaunafólks. Borgarstjóri segir tilboð upp á 420 þúsund króna grunnlaun fyrir ófaglærða starfsmenn á borðinu og að auki 40 þúsund króna álagsgreiðsla. Líklega væri um að ræða mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um. Að lokinni ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í upphafi þingsins stýrði Sólveig Anna hrópum. Spurði fylgisfólk sitt hvað þau vildu og allir hrópuðu „leiðréttingu“. Myndskeið frá mótmælunum má sjá hér að neðan. Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi
Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira