Segist í engum hefndarhug og aðeins reyna að vinna vinnuna sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2020 13:25 Harpa Ólafsdóttir starfaði hjá Eflingu í fimmtán ár á sviði kjaramála. Nú stýrir hún kjaraviðræðum við Eflingu fyrir hönd borgarinnar. Vísir Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018. Formannsskiptin hjá Eflingu fóru fram hjá fæstum. Hörð átök urðu á skrifstofu Eflingar, starfsfólk fór í veikindaleyfi og enn standa yfir deilur vegna krafna fyrrverandi starfsfólks. Meðal starfsfólks sem yfirgaf Eflingu við þessi tímamót var Harpa sem var í júní 2018 ráðin deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári Egilsson, er afar gagnrýninn á borgina í viðræðum við Eflingu.visir/vilhelm Gunnar Smári tjáir sig í Facebook-hópnum Stéttabaráttan en tilefnið var fyrirhugaður langþráður fundur samninganefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í morgun. „Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það?“ segir Gunnar Smári og beinir sjónum sínum að Hörpu. „Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna.“ Það hafi mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra. „...sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá á að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn).“ Alls ekki í hefnarhug Fólkið í meirihlutanum hafi margsannað að það sé ekki í standi til að reka jafn stóra einingu og Reykjavíkurborg er. „Framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það er skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“ Gunnar Smári skrifar erindi sitt í Facebook-hópinn Stéttabaráttan. Harpa hafði ekki heyrt af ummælum Gunnars Smára þegar blaðamaður náði stuttlega af henni tali. „Ég er einhvern veginn alveg á fullu að reyna að vinna vinnuna mína,“ segir Harpa. Aðspurð hvort hún sé í hefndarhug er hún fljót og afdráttarlaus til svars og má greina að henni finnist spurningin kjánaleg. „Nei nei nei,“ segir Harpa. Hún geti lítið brugðist við orðum Gunnars Smára. Tjáningarfrelsið sé fyrir hendi og hann verði að fá að segja sína skoðun. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018. Formannsskiptin hjá Eflingu fóru fram hjá fæstum. Hörð átök urðu á skrifstofu Eflingar, starfsfólk fór í veikindaleyfi og enn standa yfir deilur vegna krafna fyrrverandi starfsfólks. Meðal starfsfólks sem yfirgaf Eflingu við þessi tímamót var Harpa sem var í júní 2018 ráðin deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári Egilsson, er afar gagnrýninn á borgina í viðræðum við Eflingu.visir/vilhelm Gunnar Smári tjáir sig í Facebook-hópnum Stéttabaráttan en tilefnið var fyrirhugaður langþráður fundur samninganefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í morgun. „Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það?“ segir Gunnar Smári og beinir sjónum sínum að Hörpu. „Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna.“ Það hafi mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra. „...sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá á að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn).“ Alls ekki í hefnarhug Fólkið í meirihlutanum hafi margsannað að það sé ekki í standi til að reka jafn stóra einingu og Reykjavíkurborg er. „Framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það er skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“ Gunnar Smári skrifar erindi sitt í Facebook-hópinn Stéttabaráttan. Harpa hafði ekki heyrt af ummælum Gunnars Smára þegar blaðamaður náði stuttlega af henni tali. „Ég er einhvern veginn alveg á fullu að reyna að vinna vinnuna mína,“ segir Harpa. Aðspurð hvort hún sé í hefndarhug er hún fljót og afdráttarlaus til svars og má greina að henni finnist spurningin kjánaleg. „Nei nei nei,“ segir Harpa. Hún geti lítið brugðist við orðum Gunnars Smára. Tjáningarfrelsið sé fyrir hendi og hann verði að fá að segja sína skoðun.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira