Dagur segir tilboð borgarinnar líklega mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 21:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram tilboð borgarinnar. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Hann segir að grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur myndu hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur samkvæmt þeim kjarasamningi sem borgin hefur boðið. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónu ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld. Dagur segist hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið sé að skrifa undir lífskjarasamninginn, samnings á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið kom að. Segir ekki ganga að tala um tilboðið sem ekki neitt „Þær launahækkanir sem svigrúm væri fyrir myndu númer eitt ganga fyrst og fremst til tekjulægsta hópsins og aðrar aðgerðir, í gegnum skattkerfi, barnabætur og svo framvegis myndu auka kaupmátt þessara hópa,“ segir Dagur. Þá segir hann að stundum þegar hann heyrði fullyrðingar forsvarsmanna Eflingar um tilboð borgarinnar efaðist hann að tilboðið hafi verið nægilega vel kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er líklega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tíma hefur verið samið um í kjarasamningum á Íslandi.“ Þá greindi hann frá því að laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla myndu hækka úr 417 þúsund krónum í grunnlaun upp í 520 þúsund krónur á mánuði. Ofan á það myndu bætast álagsgreiðslur svo að dagvinnulaun yrðu í grunnin 572 þúsund krónur á mánuði.Sjá einnig: „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur var ekki boðaður og heldur því ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni áfram. Stuttu eftir að fundi lauk lýsti samninganefnd félagsins yfir vonbrigðum á Facebook-síðu Eflingar og segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttarhönd láglaunafólks.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Hann segir að grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur myndu hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur samkvæmt þeim kjarasamningi sem borgin hefur boðið. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónu ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld. Dagur segist hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið sé að skrifa undir lífskjarasamninginn, samnings á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið kom að. Segir ekki ganga að tala um tilboðið sem ekki neitt „Þær launahækkanir sem svigrúm væri fyrir myndu númer eitt ganga fyrst og fremst til tekjulægsta hópsins og aðrar aðgerðir, í gegnum skattkerfi, barnabætur og svo framvegis myndu auka kaupmátt þessara hópa,“ segir Dagur. Þá segir hann að stundum þegar hann heyrði fullyrðingar forsvarsmanna Eflingar um tilboð borgarinnar efaðist hann að tilboðið hafi verið nægilega vel kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er líklega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tíma hefur verið samið um í kjarasamningum á Íslandi.“ Þá greindi hann frá því að laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla myndu hækka úr 417 þúsund krónum í grunnlaun upp í 520 þúsund krónur á mánuði. Ofan á það myndu bætast álagsgreiðslur svo að dagvinnulaun yrðu í grunnin 572 þúsund krónur á mánuði.Sjá einnig: „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur var ekki boðaður og heldur því ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni áfram. Stuttu eftir að fundi lauk lýsti samninganefnd félagsins yfir vonbrigðum á Facebook-síðu Eflingar og segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttarhönd láglaunafólks.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47
Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28