Danmörk

Fréttamynd

For­setinn sendir skeyti en mæting afþökkuð

Ekki er gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa erlendra ríkja til Danmerkur á sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur krúnuna í hendur Friðriks sonar síns. Forseti Íslands mun þó senda heillaskeyti til Danaveldis.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir morðið á Emilie Meng

Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar.

Erlent
Fréttamynd

Partýprinsinn sem verður Dana­konungur

„Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar.

Lífið
Fréttamynd

Snjóstormur gerir Skandinövum lífið leitt

Snjó hefur kyngt niður í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi og stormur fylgt snjónum með tilheyrandi samgöngutruflunum. Talað er um metmagn af snjó í Noregi og þá hafa þúsundir bíla setið fastir í Svíþjóð og í Danmörku. Tveir létust í snjóflóði í Finnlandi.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin hafi varpað sprengju í danskt sam­fé­lag

Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið.

Erlent
Fréttamynd

Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir á­varpið

Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Danir senda freigátu í Rauða­hafið

Danir ætla að senda freigátu í Rauðahafið og Adenflóa sem öryggisráðstöfun í kjölfar fjöldamargra árása Húta á svæðinu. Þetta segja utanríkisráðherra Lars Løkke Rasmussen og varnamálaráðherra Troels Lund Poulsen.

Erlent
Fréttamynd

Grænir skattar sagðir bitna hart á Græn­landi

Fraktgjöld til Grænlands munu hækka frá og með nýári þegar Evrópusambandið tekur upp kolefnisskatt á skipaumferð og árið 2025 verður flugumferð til Grænlands fyrir áhrifum af nýjum dönskum skatti á flugfarþega. ​Svo segir í úttekt grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq undir fyrirsögninni: „Verðhækkanir: Grænir skattar bitna hart á Grænlandi.“

Erlent
Fréttamynd

Dönsk börn: Undskyld!

Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð.

Skoðun
Fréttamynd

Mette aldrei verið ó­vin­sælli

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Ó­ska­­mót­herji Orra í sex­tán liða úr­­slitum Meistara­­deildarinnar

Orri Steinn Óskars­son náði þeim merka á­fanga með fé­lags­liði sínu FC Kaup­manna­höfn að tryggja sér sæti í sex­tán liða úr­slitum Meistara­deildar Evrópu á dögunum. Liðið hefur lagt af velli stór­lið á borð við Manchester United og Gala­tasaray á leið sinni þangað og vill Orri Steinn mæta einu til­teknu stór­liði í sex­tán liða úr­slitunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Grunur um að hinir hand­teknu tengist Hamas

Þýskir saksóknarar fullyrða að þeir þrír sem voru handteknir í Þýskalandi í dag og sá fjórði í Hollandi að beiðni þýskri yfirvalda hafi tengsl við Hamas-samtökin. Þrír til viðbótar voru handteknir í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í Danmörku. Allir sjö eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka.

Erlent
Fréttamynd

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á dreng

Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kára­son og unnusta hans Dórót­hea Jó­hann­es­dótt­ir eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið tilkynnti á Instgram í gær að von sé á dreng. 

Lífið
Fréttamynd

Danir banna kóranbrennur

Danska þingið samþykkti í dag lög sem banna „óviðeigandi meðferð“ á trúarritum. Fjöldi hægri öfgamanna hefur brennt trúarrit múslima, Kóraninn, á götum úti síðustu misseri. 

Erlent