„Ertu kannski Íslendingur?“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 10:55 Systurmálin danska og íslenska eru jú ekki harla ólík og leggi Danir það á sig geta þeir alveg skilið hið ástkæra, ylhýra. Skjáskot Keppandi í danska skemmtiþættinum Stormester fékk það verkefni að skilja íslensku. Bundið er fyrir augun á honum og honum gert að hlýða fyrirmælum íslensks stráks að nafni Óskars og það er túlkunaratriði hversu vel honum gengur við að skilja málið ylhýra. Um er að ræða misheppinn keppanda í skemmtiþættinum Stormester á TV2. Þátturinn er dönsk stæling á breska skemmtiþættinum sívinsæla Taskmaster þar sem keppendur eru látnir leysa fáránlegar og skemmtilegar þrautir fyrir stig og til að skemmta áhorfendum. „En aflagt økse?“ Meðal þess sem keppandinn er látinn gera er að henda öðrum af skónum sínum upp á þak á gömlu húsi í dönskum sveitarstíl. Það vefst hins vegar fyrir honum hvað íslenska orðið henda er líkt danska orðinu hente sem þýðir að sækja og er komið af orðinu að heimta í því fornmáli sem Íslendingar og Danir eiga sameiginlegt. „Ég á að sækja skó?“ spyr hann og hinn íslenski Óskar bregst við með hikhljóðum eins og til að gefa til kynna að hann sé ekki alveg á réttri slóð. @tv2playdk "Jeg troede, da jeg bad om en islænding, at det ville være en hest" 🐴🤷🏻 #Stormester ♬ original sound - TV 2 Play Loks áttar keppandinn sig á því að hann eigi ekki að sækja eitt né neitt heldur henda því og fleygir skó sínum upp á þakið, eða næstum því. Hann drífur nefnilega ekki alveg. Því næst biður Óskar hann um að leggja höfuðið í bleyti eða hugsa. Þetta nær Daninn ekki alveg vegna þess að hugsa svarar jú til hins danska at huske sem þýðir að muna. Daninn heyrir hins vegar ekkert annað en økse, öxi og spyr Óskar hvort hann sé beðinn um að gera eitthvað við notaða öxi. Laumu-Íslendingur Þegar hingað er komið er Daninn kominn á lagið og er farinn að skilja íslensku ágætlega, enda eru þessi systurmál ekki svo ólík hvort öðru. Þetta fer heldur ekki fram hjá Óskari sem spyr Danann hvort hann sé kannski Íslendingur í laumi. Næsta þraut felur í sér að draga ruslatunnu út á stétt og árangurinn í öríslenskukennslunni sést grannt í myndbandinu. Bíó og sjónvarp Danmörk Íslensk tunga Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira
Um er að ræða misheppinn keppanda í skemmtiþættinum Stormester á TV2. Þátturinn er dönsk stæling á breska skemmtiþættinum sívinsæla Taskmaster þar sem keppendur eru látnir leysa fáránlegar og skemmtilegar þrautir fyrir stig og til að skemmta áhorfendum. „En aflagt økse?“ Meðal þess sem keppandinn er látinn gera er að henda öðrum af skónum sínum upp á þak á gömlu húsi í dönskum sveitarstíl. Það vefst hins vegar fyrir honum hvað íslenska orðið henda er líkt danska orðinu hente sem þýðir að sækja og er komið af orðinu að heimta í því fornmáli sem Íslendingar og Danir eiga sameiginlegt. „Ég á að sækja skó?“ spyr hann og hinn íslenski Óskar bregst við með hikhljóðum eins og til að gefa til kynna að hann sé ekki alveg á réttri slóð. @tv2playdk "Jeg troede, da jeg bad om en islænding, at det ville være en hest" 🐴🤷🏻 #Stormester ♬ original sound - TV 2 Play Loks áttar keppandinn sig á því að hann eigi ekki að sækja eitt né neitt heldur henda því og fleygir skó sínum upp á þakið, eða næstum því. Hann drífur nefnilega ekki alveg. Því næst biður Óskar hann um að leggja höfuðið í bleyti eða hugsa. Þetta nær Daninn ekki alveg vegna þess að hugsa svarar jú til hins danska at huske sem þýðir að muna. Daninn heyrir hins vegar ekkert annað en økse, öxi og spyr Óskar hvort hann sé beðinn um að gera eitthvað við notaða öxi. Laumu-Íslendingur Þegar hingað er komið er Daninn kominn á lagið og er farinn að skilja íslensku ágætlega, enda eru þessi systurmál ekki svo ólík hvort öðru. Þetta fer heldur ekki fram hjá Óskari sem spyr Danann hvort hann sé kannski Íslendingur í laumi. Næsta þraut felur í sér að draga ruslatunnu út á stétt og árangurinn í öríslenskukennslunni sést grannt í myndbandinu.
Bíó og sjónvarp Danmörk Íslensk tunga Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira