„Mikilvægt skref“ að veita Bandaríkjunum aðgang að dönskum herstöðvum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 12:08 Þorgerður Katrín segir Dani stíga jákvætt skref. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Dani hafa stigið mikilvægt og jákvætt skref fyrir Atlantshafsbandalagið með því að lögleiða samning við Bandaríkin sem veitir þeim nær óhindraðan aðgang að dönskum herstöðvum. Lögleiðing samningsins var samþykkt með stórum meirihluta á danska þinginu í gær. Samkvæmt honum fær bandaríski herinn aðgang að flugherstöðvunum í Karup, Skydstrup og Álaborg en Karup er miðstöð danska flughersins. Samkvæmt dönskum miðlum munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir þeim hermönnum sem hafa viðveru í dönskum herstöðvum. Ólíkar meiningar Varnarsamningurinn var samþykktur í desember 2023 en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins og voru óvægin í gagnrýni sinni á hann. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, sagði samninginn svik við dönsku þjóðina og aðrir fulltrúar flokksins hafa sagt fullveldisafsalið sem felst í samningnum brjóta í bága við stjórnarskrá Danmerkur. „Mér finnst þetta jákvætt merki fyrir Atlantshafsbandalagið og samstarf bæði vina- og bandalagsþjóða. Varðandi Ísland er aðeins önnur staða núna,“ segir Þorgerður Katrín. Fleiri norrænir þjóðir hafa verið að gera álíka varnarsamstarfssamninga við Bandaríkin nýverið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru öll mislangt komin í lögleiðingaferli líks samnings. Samræming varna yfir Norðurlöndin Þorgerður Katrín segir það skýrt að í slíkum samningi felist samstarf sem er ekki einhliða. „Eftir að Bandaríkin fóru með herlið sitt 2006 þá byggir þetta á gagnkvæmni og við tökum að okkur að vera gestaríki. Bandaríkin geta komið hingað en þau geta ekki komið hingað fyrirvaralaust heldur bara eftir samtal. Þessar heimildir eru til staðar hér og það undirstrikar það að við erum í góðu samtali og samstarfi við Bandaríkin eiginlega á hverjum degi,“ segir hún. Ráðherrann segir að með samningunum sé verið að samræma varnarsamstarf Bandaríkjanna þvert yfir Norðurlöndin. Þá ítrekar hún að bandaríski herinn geti ekki komið sér fyrirvaralaust í samstarfslöndum heldur eigi að vera virkt samtal þjóðanna á milli. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir Atlantshafsbandalagið að það er verið að klára ákveðna samfellu og Danir eru að taka mjög mikilvægt skref með því að lögleiða þetta en þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum þegar lögleitt,“ segir Þorgerður. Sterkari saman en í sundur Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði í gær að það væri afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkin, ekki síst á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Tekur þú undir með forsætisráðherranum? „Ég er sammála Mette í þessu. Ég hef lagt mikla áherslu á það að samtalið við Bandaríkin sé sterkt og gott eins og það hefur verið í gegnum tíðina. Það sjá allir að Bandaríkin og Evrópa eru sterkari saman en í sundur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Danmörk Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Lögleiðing samningsins var samþykkt með stórum meirihluta á danska þinginu í gær. Samkvæmt honum fær bandaríski herinn aðgang að flugherstöðvunum í Karup, Skydstrup og Álaborg en Karup er miðstöð danska flughersins. Samkvæmt dönskum miðlum munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir þeim hermönnum sem hafa viðveru í dönskum herstöðvum. Ólíkar meiningar Varnarsamningurinn var samþykktur í desember 2023 en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins og voru óvægin í gagnrýni sinni á hann. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, sagði samninginn svik við dönsku þjóðina og aðrir fulltrúar flokksins hafa sagt fullveldisafsalið sem felst í samningnum brjóta í bága við stjórnarskrá Danmerkur. „Mér finnst þetta jákvætt merki fyrir Atlantshafsbandalagið og samstarf bæði vina- og bandalagsþjóða. Varðandi Ísland er aðeins önnur staða núna,“ segir Þorgerður Katrín. Fleiri norrænir þjóðir hafa verið að gera álíka varnarsamstarfssamninga við Bandaríkin nýverið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru öll mislangt komin í lögleiðingaferli líks samnings. Samræming varna yfir Norðurlöndin Þorgerður Katrín segir það skýrt að í slíkum samningi felist samstarf sem er ekki einhliða. „Eftir að Bandaríkin fóru með herlið sitt 2006 þá byggir þetta á gagnkvæmni og við tökum að okkur að vera gestaríki. Bandaríkin geta komið hingað en þau geta ekki komið hingað fyrirvaralaust heldur bara eftir samtal. Þessar heimildir eru til staðar hér og það undirstrikar það að við erum í góðu samtali og samstarfi við Bandaríkin eiginlega á hverjum degi,“ segir hún. Ráðherrann segir að með samningunum sé verið að samræma varnarsamstarf Bandaríkjanna þvert yfir Norðurlöndin. Þá ítrekar hún að bandaríski herinn geti ekki komið sér fyrirvaralaust í samstarfslöndum heldur eigi að vera virkt samtal þjóðanna á milli. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir Atlantshafsbandalagið að það er verið að klára ákveðna samfellu og Danir eru að taka mjög mikilvægt skref með því að lögleiða þetta en þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum þegar lögleitt,“ segir Þorgerður. Sterkari saman en í sundur Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði í gær að það væri afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkin, ekki síst á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Tekur þú undir með forsætisráðherranum? „Ég er sammála Mette í þessu. Ég hef lagt mikla áherslu á það að samtalið við Bandaríkin sé sterkt og gott eins og það hefur verið í gegnum tíðina. Það sjá allir að Bandaríkin og Evrópa eru sterkari saman en í sundur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent