Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 22:25 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er á fundi leiðtoga í Norður-Atlantshafi um öryggis- og varnarmál. Mette Frederiksen Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Norður-Atlantshafsþjóðirnar sýni sterka forystu. Allir sem horfi á sjónvarp horfi upp á breytta heimsmynd. Mikilvægt sé að viðhalda og bæta samstarf Íslands og Færeyja. Kristrún ræddi við blaðamann færeyska ríkisútvarpsins í Þórshöfn í dag þar sem hún er stödd á fundi um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar og Aksel Johannesen lögmaður Færeyja sitja fundinn og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Hún segir mikilvægt að Norðuratlantshafsþjóðir séu í stanslausum samskiptum og séu undirbúnir fyrir þær hættur sem kunna að steðja að þeim. „Ég held að það hafi margt breyst í alþjóðastjórnmálunum. Ég held að allir sem horfi á sjónvarp sjái það glöggt. Mér finnst það mjög mikilvægt að við tölum saman í hverjum mánuði, á hverjum degi, í hverri viku,“ segir hún. Kristrún segir fundinn haldinn til að sýna umheiminum að Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar séu að fylgjast með og séu við stjórnvölinn. Öryggis- og varnarmál eigi erindi við þessar þjóðir og þau þurfi að ræða, því „ef við gerum það ekki, gera það stórveldin.“ „Ættum við að vera á einhvern hátt áhyggjufull?“ spyr blaðamaðurinn færeyski hana þá. „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið en við þurfum að sýna umheiminum að við séum að fylgjast með og að það sé ekkert um okkur án okkar. Við þurfum að sýna, eins og ég hef sagt, forystu í nærumhverfi okkar,“ segir Kristrún. Um hvað? „Um varnarmál en ég er líka hér í Færeyjum til að hitta góða vini. Það hefur ríkt góð vinátta á milli Færeyja og Íslands í langan tíma. Við þurfum að þróa viðskiptasamband okkar, vináttu okkar og samskipti á sviði menningar,“ segir Kristrún. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Grænland Danmörk Noregur Utanríkismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Kristrún ræddi við blaðamann færeyska ríkisútvarpsins í Þórshöfn í dag þar sem hún er stödd á fundi um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar og Aksel Johannesen lögmaður Færeyja sitja fundinn og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Hún segir mikilvægt að Norðuratlantshafsþjóðir séu í stanslausum samskiptum og séu undirbúnir fyrir þær hættur sem kunna að steðja að þeim. „Ég held að það hafi margt breyst í alþjóðastjórnmálunum. Ég held að allir sem horfi á sjónvarp sjái það glöggt. Mér finnst það mjög mikilvægt að við tölum saman í hverjum mánuði, á hverjum degi, í hverri viku,“ segir hún. Kristrún segir fundinn haldinn til að sýna umheiminum að Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar séu að fylgjast með og séu við stjórnvölinn. Öryggis- og varnarmál eigi erindi við þessar þjóðir og þau þurfi að ræða, því „ef við gerum það ekki, gera það stórveldin.“ „Ættum við að vera á einhvern hátt áhyggjufull?“ spyr blaðamaðurinn færeyski hana þá. „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið en við þurfum að sýna umheiminum að við séum að fylgjast með og að það sé ekkert um okkur án okkar. Við þurfum að sýna, eins og ég hef sagt, forystu í nærumhverfi okkar,“ segir Kristrún. Um hvað? „Um varnarmál en ég er líka hér í Færeyjum til að hitta góða vini. Það hefur ríkt góð vinátta á milli Færeyja og Íslands í langan tíma. Við þurfum að þróa viðskiptasamband okkar, vináttu okkar og samskipti á sviði menningar,“ segir Kristrún.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Grænland Danmörk Noregur Utanríkismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira