Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2025 09:10 Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar segir óhjákvæmilegt að skipulögð brotastarfsemi eins og þekkist á Norðurlöndum muni koma til Íslands. vísir/vilhelm Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera. Í nýju viðtali hlaðvarpsins Ein Pæling en í samtali við Þórarinn Hjartarson lýsir Grímur yfir áhyggjum af vaxandi afbrotaþróun sem hann segir hafa breiðst út frá Svíþjóð og nú til annarra nágrannaríkja. „Sænskir afbrotamenn eru að nota mikið unga krakka eða ungt fólk til að fremja afbrot,“ segir Grímur. Hann útskýrir að þetta sé gert til að komast hjá þyngri refsingum, enda séu dómar yfir ungmennum vægari. Nú standi Norðurlöndin öll frammi fyrir þessum nýja veruleika. „Þessi sænski veruleiki, hann hefur verið að færast til hinna Norðurlandanna. Fyrst Danmörk, svo Noregur og Finnland. Þau hafa öll fundið verulega fyrir þessum sænska veruleika.“ Menn keyptir til að fremja tiltekin brot Grímur segir þessar breytingar hafa orðið vegna þess að glæpamenn nýti sér landamæralaust samstarf innan Evrópu. „Þetta er það sem Europol kallar „crime service“ og það eru keyptir einhverjir til að fremja tiltekin brot.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessa þróun hér á landi telur hann það ólíklegt. „Jafnvel þó við sem eyja norður í hafi, þá er auðvelt að komast hingað og Norðurlandabúar geta komið hér á þess að þurfa neina sérstaka heimild. Allir íbúar Shengen-svæðisins geta komist hingað án þess.“ Bendir hann einnig á að á Íslandi sé þessi þróun farin að gera vart um sig. „Á Íslandi höfum við dæmi þar sem þetta tengist, einhver svona afbrot með tengsl til Svíþjóðar og til hinna Norðurlandanna. Það er ekki að mjög mikið um það en það eru dæmi um það.“ Uggvænleg þróun en óumflýjanleg Þó svo að Grímur telji þróunina óumflýjanlega upp að vissu marki segir hann að hægt sé að draga úr áhrifunum með aðgerðum. „Ég held að við náum ekki að koma í veg fyrir það að við færumst nær þeim veruleika sem er á Norðurlöndunum, en við getum hins vegar reynt að koma málum þannig fyrir að við hægjum á því og sköpum betra ástand hér heldur en þar.“ Grímur telur þessa uggvænlegu þróunin fyrirsjáanlega: Við getum sagt, ens og stundum er varðandi Ísland og hin Norðurlöndin, að það eru einhver ár sem líða og þá er veruleikinn orðinn svipaður hér og annars staðar.“ Lögreglan Alþingi Hlaðvörp Viðreisn Danmörk Svíþjóð Noregur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Í nýju viðtali hlaðvarpsins Ein Pæling en í samtali við Þórarinn Hjartarson lýsir Grímur yfir áhyggjum af vaxandi afbrotaþróun sem hann segir hafa breiðst út frá Svíþjóð og nú til annarra nágrannaríkja. „Sænskir afbrotamenn eru að nota mikið unga krakka eða ungt fólk til að fremja afbrot,“ segir Grímur. Hann útskýrir að þetta sé gert til að komast hjá þyngri refsingum, enda séu dómar yfir ungmennum vægari. Nú standi Norðurlöndin öll frammi fyrir þessum nýja veruleika. „Þessi sænski veruleiki, hann hefur verið að færast til hinna Norðurlandanna. Fyrst Danmörk, svo Noregur og Finnland. Þau hafa öll fundið verulega fyrir þessum sænska veruleika.“ Menn keyptir til að fremja tiltekin brot Grímur segir þessar breytingar hafa orðið vegna þess að glæpamenn nýti sér landamæralaust samstarf innan Evrópu. „Þetta er það sem Europol kallar „crime service“ og það eru keyptir einhverjir til að fremja tiltekin brot.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessa þróun hér á landi telur hann það ólíklegt. „Jafnvel þó við sem eyja norður í hafi, þá er auðvelt að komast hingað og Norðurlandabúar geta komið hér á þess að þurfa neina sérstaka heimild. Allir íbúar Shengen-svæðisins geta komist hingað án þess.“ Bendir hann einnig á að á Íslandi sé þessi þróun farin að gera vart um sig. „Á Íslandi höfum við dæmi þar sem þetta tengist, einhver svona afbrot með tengsl til Svíþjóðar og til hinna Norðurlandanna. Það er ekki að mjög mikið um það en það eru dæmi um það.“ Uggvænleg þróun en óumflýjanleg Þó svo að Grímur telji þróunina óumflýjanlega upp að vissu marki segir hann að hægt sé að draga úr áhrifunum með aðgerðum. „Ég held að við náum ekki að koma í veg fyrir það að við færumst nær þeim veruleika sem er á Norðurlöndunum, en við getum hins vegar reynt að koma málum þannig fyrir að við hægjum á því og sköpum betra ástand hér heldur en þar.“ Grímur telur þessa uggvænlegu þróunin fyrirsjáanlega: Við getum sagt, ens og stundum er varðandi Ísland og hin Norðurlöndin, að það eru einhver ár sem líða og þá er veruleikinn orðinn svipaður hér og annars staðar.“
Lögreglan Alþingi Hlaðvörp Viðreisn Danmörk Svíþjóð Noregur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira