Tyrkland

Fréttamynd

Fyrsti tyrkneski bíllinn kynntur og það er rafbíll

Tyrkland er ekki þekkt fyrir framleiðslu bíla. Nú hefur breyting orðið á. TOGG, Türkiye'nin Otomobili Grişim Grubu er fyrsti tyrkenski bíllinn. Hann var frumsýndur á viðburði í Tyrklandi á dögunum, meðal gesta var forseti Tyrklands Tayyip Erdoğan.

Bílar
Fréttamynd

Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar.

Erlent
Fréttamynd

Banni við notkun Wikipedia í Tyrklandi aflétt

Sérstakur stjórnarskrárdómstóll í Tyrklandi hefur fyrirskipað að banni við notkun netalfræðiritsins Wikipedia verði aflétt. Tíu dómarar af sextán töldu bannið, sem sett var árið 2017, brjóta í bága við stjórnarskrá Tyrklands.

Erlent
Fréttamynd

Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi

Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst.

Erlent
Fréttamynd

Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar

Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland

Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Esper segir að her­sveitir Banda­ríkjanna gætu verið á­fram í Sýr­landi

Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands

Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum

Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja.

Erlent
Fréttamynd

Banda­rískar her­sveitir fara frá Sýr­landi til vestur­hluta Írak

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki vopnahlé“

Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja.

Innlent
Fréttamynd

Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans

Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti.

Erlent