Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2025 09:15 Herdís Rós og Jón Marinó ætluðu í átta daga golfferð í lok október en komust ekki í ferðina vegna falls Play. Þau hafa ekki enn fengið endurgreitt. Bylgjan Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. Ferðin átti að vera í lok október og átti að fara til Belek í Tyrklandi í átta daga ferð. Ferðin kostaði um 928 þúsund krónur. Þau eiga enn eftir að fá endurgreitt þrátt fyrir að í lögum segi að endurgreiða eigi innan 14 daga ef ekki er farið í ferð. Jón Marinó og Herdís Rós ræddu málið í Bítinu. Þegar Play varð gjaldþrota í lok september voru þau búin að greiða fyrir ferðina en fengu póst um að það væri verið að vinna í málinu. Um viku síðar fengu þau annan póst um að ferðinni væri aflýst og vísað í lög 95/2018 um að ferðaskrifstofa eigi að endurgreiða innan 14 daga. „Þau ítreka alltaf að þessir peningar séu gulltryggðir, þið fáið þennan pening, þið fáið þennan pening,“ segir Herdís Rós. Nú séu sex vikur frá því að þau áttu að fá peninginn en hann hefur ekki enn skilað sér. Þau segjast hafa fengið pósta og svör frá þeim um að það sé verið að vinna í þessu og að það sé verið að vinna í því að fá peninginn frá Play til baka. „Ég held að þau hafi ekki verið búin að greiða fyrir hótelið,“ segir hún en að það hafi ekki verið tilfellið hjá öðrum hópi sem átti að fara á undan þeim. Sá hópur hafi enda farið út með öðru flugfélagi. „Þegar maður leggur saman er þetta ansi há upphæð. Okkar ferð kostaði 928 þúsund, fyrir okkur tvö,“ segir Herdís Rós. Jón Marinó segist vita af öðrum hópum, tólf og sextán manna, sem séu í sömu stöðu. Fyrst hafi verið talað um að endurgreiða í lok október, svo um miðjan nóvember og svo síðasti póstur að þetta ætti að leysast fljótlega. Þau hafa ekki fengið boð um að fara í aðra ferð með fyrirtækinu og Herdís segist ekki endilega til í það, á meðan staðan er svona. „Það er eitthvað verið að vinna í þessu en nú er maður, allavega ég, bara búinn að missa þolinmæðina,“ segir Herdís Rós. Jón Marinó hefur einnig leitað til Ferðamálastofu og fékk þau skilaboð þaðan að þau gætu ekkert gert á meðan fyrirtækið er með starfsleyfi. Tango Travel hætti til dæmis starfsemi í kjölfar falls Play og vísaði á sjóðinn en Ferðamálastofa benti á að enginn gæti fengið greitt úr sjóðnum þegar fyrirtækið hætti starfsemi en varð ekki gjaldþrota. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu þann 29. september sagði þetta: „Ferðatryggingasjóður endurgreiðir hvorki staka flugmiða né aflýstar pakkaferðir vegna gjaldþrotsins. Sjóðurinn endurgreiðir eingöngu greiðslur vegna pakkaferða eða heimflutnings þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota eða missir leyfi sitt. Play seldi ekki pakkaferðir og var því ekki leyfisskylt sem ferðaskrifstofa og ekki aðili að Ferðatryggingasjóði. Ferðaskrifstofur eru hvattar til að kynna sér flugframboð annarra ferðaskrifstofa og flugfélaga við útvegun á nýju flugi.“ Eiga milljón inni Jón Marinó og Herdís Rós eru sammála um að það þurfi að skoða regluverkið. Fyrirtækinu sé settur þröngur rammi með því að fá aðeins 14 daga til að endurgreiða og þau hafi skilning og samúð með þeim en á sama tíma sé þeirra þolinmæðin þrotin. „Þarna eigum við tæpa milljón, við viljum bara fá þennan pening til baka,“ segir Herdís Rós. Það er eins og enginn grípi þessi lög ef þeim er ekki framfylgt,“ segir Jón Marinó og Herdís tekur undir það. Þau segjast hafa reynt ýmislegt til að fá peninginn til baka. Þau hafa haft samband við Neytendastofu sem sagði þeim að senda formlegt kröfubréf, þá töluðu þau við bankann, vegna þess að ferðin var greidd með kreditkorti, en þau sögðust ekki geta bakfært. Einnig hafi þeim verið bent á að tala við kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem þau hafi ekki enn gert. Herdís segir þau nú skoða að fá lögfræðing í málið og hreinlega setja peninginn í innheimtu en þau viti ekki hvort það skili einhverju. „Stutta svarið er að það vísa allir á ferðaskrifstofuna,“ segir Jón Marinó. Fall Play hafi sett starfsemi í algjört uppnám Jón Marinó setti færslu á Facebook-síðu sína þann 20. nóvember og birti færsluna einnig í hópnum Kylfingar á Íslandi. Í kjölfarið birtu Eagle golfferðir tilkynningu á Facebook-síðu sína fyrir helgi þar sem kom fram að fall Play hefði sett starfsemina í algjört uppnám. Þar segir að viðskiptavinir eigi rétt á endurgreiðslu frá þeim eða frá Ferðatryggingasjóði. „Rekstrar- og fjárhagsstaða Eagle golfferða er því miður sú, vegna þess áfalls sem gjaldþrot Play Air var og fjárhagslegra skakkafalla sem af þessu hlutust, að félagið getur ekki tryggt öllum viðskiptavinum fulla endurgreiðslu á jafnræðisgrundvelli innan þess 14 daga frests sem félagið hefur til þess,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að unnið hafi verið hörðum höndum að því að halda áætlun og takmarka tjón og endurheimta peninga frá Play. „Óskastaðan væri sú að viðskiptavinir gætu strax sótt endurgreiðslur sínar til ferðatryggingasjóðs. Afstaða sjóðsins, sem byggir á þeim lagaákvæðum sem um hann gilda, hefur hins vegar verið sú að viðskiptavinir geti ekki gert kröfur sínar til sjóðsins fyrr en ferðaskrifstofa sem aflýsir ferð hefur formlega verið lýst ógjaldfær og/eða leyfi hennar afturkallað af hálfu Ferðamálastofu. Í báðum tilvikum þarf fyrst að eiga sér stað lögformlegur ferill sem líka tekur tíma,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þar segir að óskastaðan væri auðvitað sú að viðskiptavinir gætu sótt endurgreiðslur í sjóðinn en að afstaða sjóðsins sé að ferðaskrifstofan þurfi að vera gjaldþrota eða leyfislaus. Í báðum tilvikum þurfi fyrst að eiga sér stað lögformlegur ferill sem taki tíma. Að lokum er ítrekað að endurgreiðslur séu tryggðar en það geti tekið tíma. „Við viljum þó árétta, sem vonandi skiptir á endanum mestu máli, að endurgreiðsluréttur farþega er að fullu tryggður, í síðasta lagi í gegnum ferðatryggingasjóð, og ásetningur okkar er að öll endurgreiðslumál verði komin í fullnægjandi farveg innan daga frekar en vikna,“ segir að lokum en undir tilkynninguna skrifaði Árni Freyr Hallgrímsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Golf Tyrkland Bítið Neytendur Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Ferðin átti að vera í lok október og átti að fara til Belek í Tyrklandi í átta daga ferð. Ferðin kostaði um 928 þúsund krónur. Þau eiga enn eftir að fá endurgreitt þrátt fyrir að í lögum segi að endurgreiða eigi innan 14 daga ef ekki er farið í ferð. Jón Marinó og Herdís Rós ræddu málið í Bítinu. Þegar Play varð gjaldþrota í lok september voru þau búin að greiða fyrir ferðina en fengu póst um að það væri verið að vinna í málinu. Um viku síðar fengu þau annan póst um að ferðinni væri aflýst og vísað í lög 95/2018 um að ferðaskrifstofa eigi að endurgreiða innan 14 daga. „Þau ítreka alltaf að þessir peningar séu gulltryggðir, þið fáið þennan pening, þið fáið þennan pening,“ segir Herdís Rós. Nú séu sex vikur frá því að þau áttu að fá peninginn en hann hefur ekki enn skilað sér. Þau segjast hafa fengið pósta og svör frá þeim um að það sé verið að vinna í þessu og að það sé verið að vinna í því að fá peninginn frá Play til baka. „Ég held að þau hafi ekki verið búin að greiða fyrir hótelið,“ segir hún en að það hafi ekki verið tilfellið hjá öðrum hópi sem átti að fara á undan þeim. Sá hópur hafi enda farið út með öðru flugfélagi. „Þegar maður leggur saman er þetta ansi há upphæð. Okkar ferð kostaði 928 þúsund, fyrir okkur tvö,“ segir Herdís Rós. Jón Marinó segist vita af öðrum hópum, tólf og sextán manna, sem séu í sömu stöðu. Fyrst hafi verið talað um að endurgreiða í lok október, svo um miðjan nóvember og svo síðasti póstur að þetta ætti að leysast fljótlega. Þau hafa ekki fengið boð um að fara í aðra ferð með fyrirtækinu og Herdís segist ekki endilega til í það, á meðan staðan er svona. „Það er eitthvað verið að vinna í þessu en nú er maður, allavega ég, bara búinn að missa þolinmæðina,“ segir Herdís Rós. Jón Marinó hefur einnig leitað til Ferðamálastofu og fékk þau skilaboð þaðan að þau gætu ekkert gert á meðan fyrirtækið er með starfsleyfi. Tango Travel hætti til dæmis starfsemi í kjölfar falls Play og vísaði á sjóðinn en Ferðamálastofa benti á að enginn gæti fengið greitt úr sjóðnum þegar fyrirtækið hætti starfsemi en varð ekki gjaldþrota. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu þann 29. september sagði þetta: „Ferðatryggingasjóður endurgreiðir hvorki staka flugmiða né aflýstar pakkaferðir vegna gjaldþrotsins. Sjóðurinn endurgreiðir eingöngu greiðslur vegna pakkaferða eða heimflutnings þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota eða missir leyfi sitt. Play seldi ekki pakkaferðir og var því ekki leyfisskylt sem ferðaskrifstofa og ekki aðili að Ferðatryggingasjóði. Ferðaskrifstofur eru hvattar til að kynna sér flugframboð annarra ferðaskrifstofa og flugfélaga við útvegun á nýju flugi.“ Eiga milljón inni Jón Marinó og Herdís Rós eru sammála um að það þurfi að skoða regluverkið. Fyrirtækinu sé settur þröngur rammi með því að fá aðeins 14 daga til að endurgreiða og þau hafi skilning og samúð með þeim en á sama tíma sé þeirra þolinmæðin þrotin. „Þarna eigum við tæpa milljón, við viljum bara fá þennan pening til baka,“ segir Herdís Rós. Það er eins og enginn grípi þessi lög ef þeim er ekki framfylgt,“ segir Jón Marinó og Herdís tekur undir það. Þau segjast hafa reynt ýmislegt til að fá peninginn til baka. Þau hafa haft samband við Neytendastofu sem sagði þeim að senda formlegt kröfubréf, þá töluðu þau við bankann, vegna þess að ferðin var greidd með kreditkorti, en þau sögðust ekki geta bakfært. Einnig hafi þeim verið bent á að tala við kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem þau hafi ekki enn gert. Herdís segir þau nú skoða að fá lögfræðing í málið og hreinlega setja peninginn í innheimtu en þau viti ekki hvort það skili einhverju. „Stutta svarið er að það vísa allir á ferðaskrifstofuna,“ segir Jón Marinó. Fall Play hafi sett starfsemi í algjört uppnám Jón Marinó setti færslu á Facebook-síðu sína þann 20. nóvember og birti færsluna einnig í hópnum Kylfingar á Íslandi. Í kjölfarið birtu Eagle golfferðir tilkynningu á Facebook-síðu sína fyrir helgi þar sem kom fram að fall Play hefði sett starfsemina í algjört uppnám. Þar segir að viðskiptavinir eigi rétt á endurgreiðslu frá þeim eða frá Ferðatryggingasjóði. „Rekstrar- og fjárhagsstaða Eagle golfferða er því miður sú, vegna þess áfalls sem gjaldþrot Play Air var og fjárhagslegra skakkafalla sem af þessu hlutust, að félagið getur ekki tryggt öllum viðskiptavinum fulla endurgreiðslu á jafnræðisgrundvelli innan þess 14 daga frests sem félagið hefur til þess,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að unnið hafi verið hörðum höndum að því að halda áætlun og takmarka tjón og endurheimta peninga frá Play. „Óskastaðan væri sú að viðskiptavinir gætu strax sótt endurgreiðslur sínar til ferðatryggingasjóðs. Afstaða sjóðsins, sem byggir á þeim lagaákvæðum sem um hann gilda, hefur hins vegar verið sú að viðskiptavinir geti ekki gert kröfur sínar til sjóðsins fyrr en ferðaskrifstofa sem aflýsir ferð hefur formlega verið lýst ógjaldfær og/eða leyfi hennar afturkallað af hálfu Ferðamálastofu. Í báðum tilvikum þarf fyrst að eiga sér stað lögformlegur ferill sem líka tekur tíma,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þar segir að óskastaðan væri auðvitað sú að viðskiptavinir gætu sótt endurgreiðslur í sjóðinn en að afstaða sjóðsins sé að ferðaskrifstofan þurfi að vera gjaldþrota eða leyfislaus. Í báðum tilvikum þurfi fyrst að eiga sér stað lögformlegur ferill sem taki tíma. Að lokum er ítrekað að endurgreiðslur séu tryggðar en það geti tekið tíma. „Við viljum þó árétta, sem vonandi skiptir á endanum mestu máli, að endurgreiðsluréttur farþega er að fullu tryggður, í síðasta lagi í gegnum ferðatryggingasjóð, og ásetningur okkar er að öll endurgreiðslumál verði komin í fullnægjandi farveg innan daga frekar en vikna,“ segir að lokum en undir tilkynninguna skrifaði Árni Freyr Hallgrímsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Golf Tyrkland Bítið Neytendur Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira