Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 23:46 Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í dag. AP/Utanríkisráðuneyti Tyrklands Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. Fundurinn var sá fyrsti í þrjú ár þar sem fulltrúar Rússa og Úkraínumanna mætast. Segja má að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, fór fyrir sendinefnd sinni en einn ráðgjafa Rússlandsforseta, Vladimir Medinsky, fór fyrir rússnesku sendinefndinni. Utanríkisráðherra Tyrklands stýrði fundinum. „Það er mikilvægt að þessi fundur leggi grunninn að fundi leiðtoganna. Við trúum því að það sé mögulegt að ná friði með uppbyggilegum skilningi og samningum,“ sagði Hakan Fidan utanríkisráðherra Tyrklands við upphaf fundarins. Samkvæmt heimildamönnum Reuters varð fljótt ljóst að gjáin milli sendinefnda sé mjög breið. Kröfur Rússa hafi verið þess eðlis að ekki kæmi til greina að ræða þær af neinni alvöru. Rússar eru meðal annars sagðir hafa krafist þess að Úkraínumenn létu eftir fjögur af héruðum landsins, sem Rússar vilja hertaka. Fyrr væri ekki hægt að koma á vopnahléi. „Síðustu klukkutímar hafa sýnt að Rússar vilja ekki vopnahlé og að ef það verður ekki aukinn þrýstingur frá Evrópu og Bandaríkjunum um að ná þeirri niðurstöðu þá gerist það ekki sjálfkrafa,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti, að loknum fundinum, en hann var ásamt öðrum Evrópuleiðtogum á fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Albaníu. Sendinefndirnar ákváðu þó að gera fangaskipti á næstu dögum. Þúsund rússneskir stríðsfangar fyrir þúsund úkraínska. Báðar hliðar eru reiðubúnar að halda samtalinu áfram og vilja Úkraínumenn að leiðtogar ríkjanna fundi, sem Rússar hafa nú til skoðunar. „Við samþykktum að hvor aðili setji fram hugmyndir sínar um hugsanlegt vopnahlé og skili ýtarlegum tillögum skriflega. Þegar þessar hugmyndir hafa verið settar fram teljum við viðeigandi, um það vorum við sammála, að halda samninga- viðræðunum áfram,“ sagði Vladimír Medinsky, formaður Rússnesku sendinefndarinnar. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Fundurinn var sá fyrsti í þrjú ár þar sem fulltrúar Rússa og Úkraínumanna mætast. Segja má að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, fór fyrir sendinefnd sinni en einn ráðgjafa Rússlandsforseta, Vladimir Medinsky, fór fyrir rússnesku sendinefndinni. Utanríkisráðherra Tyrklands stýrði fundinum. „Það er mikilvægt að þessi fundur leggi grunninn að fundi leiðtoganna. Við trúum því að það sé mögulegt að ná friði með uppbyggilegum skilningi og samningum,“ sagði Hakan Fidan utanríkisráðherra Tyrklands við upphaf fundarins. Samkvæmt heimildamönnum Reuters varð fljótt ljóst að gjáin milli sendinefnda sé mjög breið. Kröfur Rússa hafi verið þess eðlis að ekki kæmi til greina að ræða þær af neinni alvöru. Rússar eru meðal annars sagðir hafa krafist þess að Úkraínumenn létu eftir fjögur af héruðum landsins, sem Rússar vilja hertaka. Fyrr væri ekki hægt að koma á vopnahléi. „Síðustu klukkutímar hafa sýnt að Rússar vilja ekki vopnahlé og að ef það verður ekki aukinn þrýstingur frá Evrópu og Bandaríkjunum um að ná þeirri niðurstöðu þá gerist það ekki sjálfkrafa,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti, að loknum fundinum, en hann var ásamt öðrum Evrópuleiðtogum á fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Albaníu. Sendinefndirnar ákváðu þó að gera fangaskipti á næstu dögum. Þúsund rússneskir stríðsfangar fyrir þúsund úkraínska. Báðar hliðar eru reiðubúnar að halda samtalinu áfram og vilja Úkraínumenn að leiðtogar ríkjanna fundi, sem Rússar hafa nú til skoðunar. „Við samþykktum að hvor aðili setji fram hugmyndir sínar um hugsanlegt vopnahlé og skili ýtarlegum tillögum skriflega. Þegar þessar hugmyndir hafa verið settar fram teljum við viðeigandi, um það vorum við sammála, að halda samninga- viðræðunum áfram,“ sagði Vladimír Medinsky, formaður Rússnesku sendinefndarinnar.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42
„Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45
Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42