Erlent

Yfir hundrað hand­teknir grunaðir um að skipu­leggja á­rásir á gaml­árs­dag

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Yfir hundrað voru handteknir í Istanbúl.
Yfir hundrað voru handteknir í Istanbúl. Getty

Tyrknesk yfirvöld hafa handtekið yfir hundrað manns, grunaðir um að skipuleggja árásir á jólunum og gamlárskvöld gegn fólki sem er ekki af múslimatrú.

Stjórnvöld fóru í skyndiárásir á 124 stöðum víðs vegar um Istanbúl. Saksóknari staðfesti við BBC að lagt hefði verið hald á skotvopn, skotfæri og skjöl sem varða skipulagningu á árásunum. Alls voru 115 grunaðir um aðild en enn er leitað að öðrum 22.

Þeir grunuðu voru á vegum hópsins Islamic State, IS, og ætluðu að gera árásir út um allt landið, sérstaklega beint að þeim sem eru ekki múslimstrúar. Skipulagningin var unnin í samstarfi við aðra meðlimi IS fyrir utan landsteina Tyrklands.

Tilkynningin um handtökurnar kemur tveimur dögum eftir að tyrkneskir leyniþjónustumenn gerðu skyndiárás á sama hóp sem voru á landamærum Afganistan og Pakistan. Talið er að tyrki hafi verið hátt settur innan hópsins og að hann hafi staðið á bak við skipulagningu árásarinnar.

IS hópurinn starfar víða um Sýrland, sem á landamæri við Tyrkland. Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands, hefur lofað tyrkneskum yfirvöldum að vinna með Bandaríkjunum og Evrópu til að uppræta hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×