Bretland

Fréttamynd

Stjórn­endur Love Is­land hafi meinað sér að tala

Mitch Taylor, einn af kepp­endum í tíundu seríunni af Love Is­land, segir að sér hafi verið meinað að tjá sig af stjórn­endum þáttanna í sér­stökum endur­funda­þætti sem sýndur var síðast­liðinn mánu­dag.

Lífið
Fréttamynd

Spacey grét er hann var sýknaður

Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Geor­ge A­lagiah látinn

Breski fréttamaðurinn George Alagiah er látinn, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein.

Erlent
Fréttamynd

Love Is­land stjörnur trú­lofaðar

Love Island stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury eru trúlofuð. Tommy fór á skeljarar á spænsku eyjunni Ibiza um helgina en fjögur ár eru síðan þau kynntust í raunveruleikaþáttunum. 

Lífið
Fréttamynd

Hyggjast rann­saka fanga­búðir nas­ista á breskri grundu

Bresk stjórn­völd hyggjast í fyrsta sinn rann­saka til hlýtar einu fanga­búðir nas­ista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Ald­er­n­ey í Erma­sundi. Er það gert eftir að ný sönnunar­gögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdar­verk nas­ista á eyjunni.

Erlent
Fréttamynd

„Ef ekki væri fyrir þessa ís­lensku fjöl­skyldu þá væri ég ekki til“

„Með því að hjálpa þeim er ég í raun að endurgjalda þeim mitt eigið líf,“ segir hin breska Sue Frecklington í samtali við Vísi. Á hernámssárunum var faðir Sue heimtur úr helju af íslenskum bónda hér á landi. Mennirnir tveir þróuðu í kjölfarið með sér vináttu sem átti eftir að spanna marga áratugi og ná þvert yfir fjórar kynslóðir.

Innlent
Fréttamynd

Peysa Díönu prinsessu á upp­­­boði

Peysa sem Díana prinsessa klæddist í upphafi níunda áratugar síðustu aldar er nú til sölu á uppboði. Um er að ræða rauða peysu með mynstri af hvítum kindum. Ein kindin er þó svört og er talið að Díana hafi þess vegna verið hrifin af peysunni.

Lífið
Fréttamynd

Hadid hand­tekin í fríinu

Fyrirsætan Gigi Hadid var handtekin ásamt vinkonu sinni þegar þær mættu til Cayman-eyja á dögunum. Vinkonurnar ferðuðust með einkaflugvél og voru með í fórum sínum kannabis og áhöld til að neyta þess. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn

Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. 

Lífið
Fréttamynd

Jane Birkin fannst látin á heimili sínu

Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. 

Erlent
Fréttamynd

Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu

Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er mikill daðrari“

Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum.

Erlent
Fréttamynd

Love Is­land stjarna rýfur þögnina um hvíta duftið

Davi­de Sancli­menti, sam­fé­lags­miðla­stjarna sem gerði garðinn frægan í Love Is­land, hefur rofið þögnina eftir að mynd­band birtist af honum á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann virtist neyta eitur­lyfja á skemmti­stað á I­biza.

Lífið