Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 09:55 Nóbelverðlaunahafarnir í eðlisfræði árið 2024 eru John Hopfield og Geoffrey Hinton. Sænska vísindaakademían Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. John J. Hopfield, eðlisfræðingur frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og Geoffrey E. Hinton, bresk-kanadískur tölvunarfræðingur frá Toronto-háskóla í Kanada, hlutu verðlaunin sameiginlega. Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú klukkan 9:45. BREAKING NEWSThe Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2024 #NobelPrize in Physics to John J. Hopfield and Geoffrey E. Hinton “for foundational discoveries and inventions that enable machine learning with artificial neural networks.” pic.twitter.com/94LT8opG79— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2024 Í tilkynningu frá Sænsku vísindaakademíunni segir að báðir vísindamennirnir hafi notað tól eðlisfræðinnar til þess að þróað aðferðir sem lögðu grunninn að öflugu vélrænu námi samtímans. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir að Hopfield og Hinton virðist fá Nóbelsverðlaunin sem viðurkenningu á að þeir hafi verið á meðal þeirra sem tóku fyrstu skrefin að því sem varð að gervigreinarfræðum. „Þeir hafa báðir haft gífurleg áhrif. Báðir voru að vinna að gervigreindartengdum hlutum mjög snemma í fæðingu þessa gervigreindarsviðs,“ segir Hafsteinn. Sérstaklega er vísað til svonefnds Hopfield-nets sem kennt er við Hopfield. Hafsteinn lýsir því sem fræðilegu neti gervitauganóða þar sem hægt er að vista og kalla fram minningar í frjálslegum skilningi þess orðs. „Þau hafa haft gífurleg áhrif, sérstaklega í tölvunarfræði og gervigreind. Fólk hefur í seinni tíð verið að þróa nýrri og öflugri gervigreindarlíkön sem meðal annars byggja á Hopfield-netum. Þau eru ekki aðalundirstaðan í þeirri gervigreind sem er verið að nota í dag en það er ákveðnar tengingar á milli,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2 Hinton, sem Hafsteinn segir að sé kallaður einn þriggja guðfeðra gervigreindartækninnar, er þekktastur fyrir að hafa þróað reiknirit sem er notað til þess að þjálfa djúptauganet. Nóbelsnefndin talar um Boltzmann-vélar sem Hinton þróaði og byggði á Hopfield-neti. Hafsteinn segir Boltzmann-vélina tauganetsnálgun til þess að læra tengingar á milli gagna. Djúptauganet eru sögð henta vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á flóknu og miklu gagnamagni, í grein sem birtist á Vísindavefnum um vélrænt nám í fyrra. Slík gervitauganet virki einkum vel þegar óljóst sé hvaða reglum og aðferðum mætti beita við að finna ákveðin merki í gögnum, til dæmis hvort ákveðna hluti megi finna á myndum eða hvort hljóðupptökusafn innihaldi ákveðin hljóð eða orð. Þá séu gervitauganetin mótuð með völdu safni gagna með þar til gerðum reikniaðgerðum, og sé það kallað „nám“ eða „þjálfun“ gervitauganetsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Kanada Bretland Tengdar fréttir Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
John J. Hopfield, eðlisfræðingur frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og Geoffrey E. Hinton, bresk-kanadískur tölvunarfræðingur frá Toronto-háskóla í Kanada, hlutu verðlaunin sameiginlega. Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú klukkan 9:45. BREAKING NEWSThe Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2024 #NobelPrize in Physics to John J. Hopfield and Geoffrey E. Hinton “for foundational discoveries and inventions that enable machine learning with artificial neural networks.” pic.twitter.com/94LT8opG79— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2024 Í tilkynningu frá Sænsku vísindaakademíunni segir að báðir vísindamennirnir hafi notað tól eðlisfræðinnar til þess að þróað aðferðir sem lögðu grunninn að öflugu vélrænu námi samtímans. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir að Hopfield og Hinton virðist fá Nóbelsverðlaunin sem viðurkenningu á að þeir hafi verið á meðal þeirra sem tóku fyrstu skrefin að því sem varð að gervigreinarfræðum. „Þeir hafa báðir haft gífurleg áhrif. Báðir voru að vinna að gervigreindartengdum hlutum mjög snemma í fæðingu þessa gervigreindarsviðs,“ segir Hafsteinn. Sérstaklega er vísað til svonefnds Hopfield-nets sem kennt er við Hopfield. Hafsteinn lýsir því sem fræðilegu neti gervitauganóða þar sem hægt er að vista og kalla fram minningar í frjálslegum skilningi þess orðs. „Þau hafa haft gífurleg áhrif, sérstaklega í tölvunarfræði og gervigreind. Fólk hefur í seinni tíð verið að þróa nýrri og öflugri gervigreindarlíkön sem meðal annars byggja á Hopfield-netum. Þau eru ekki aðalundirstaðan í þeirri gervigreind sem er verið að nota í dag en það er ákveðnar tengingar á milli,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2 Hinton, sem Hafsteinn segir að sé kallaður einn þriggja guðfeðra gervigreindartækninnar, er þekktastur fyrir að hafa þróað reiknirit sem er notað til þess að þjálfa djúptauganet. Nóbelsnefndin talar um Boltzmann-vélar sem Hinton þróaði og byggði á Hopfield-neti. Hafsteinn segir Boltzmann-vélina tauganetsnálgun til þess að læra tengingar á milli gagna. Djúptauganet eru sögð henta vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á flóknu og miklu gagnamagni, í grein sem birtist á Vísindavefnum um vélrænt nám í fyrra. Slík gervitauganet virki einkum vel þegar óljóst sé hvaða reglum og aðferðum mætti beita við að finna ákveðin merki í gögnum, til dæmis hvort ákveðna hluti megi finna á myndum eða hvort hljóðupptökusafn innihaldi ákveðin hljóð eða orð. Þá séu gervitauganetin mótuð með völdu safni gagna með þar til gerðum reikniaðgerðum, og sé það kallað „nám“ eða „þjálfun“ gervitauganetsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Kanada Bretland Tengdar fréttir Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40