Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 09:55 Nóbelverðlaunahafarnir í eðlisfræði árið 2024 eru John Hopfield og Geoffrey Hinton. Sænska vísindaakademían Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. John J. Hopfield, eðlisfræðingur frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og Geoffrey E. Hinton, bresk-kanadískur tölvunarfræðingur frá Toronto-háskóla í Kanada, hlutu verðlaunin sameiginlega. Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú klukkan 9:45. BREAKING NEWSThe Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2024 #NobelPrize in Physics to John J. Hopfield and Geoffrey E. Hinton “for foundational discoveries and inventions that enable machine learning with artificial neural networks.” pic.twitter.com/94LT8opG79— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2024 Í tilkynningu frá Sænsku vísindaakademíunni segir að báðir vísindamennirnir hafi notað tól eðlisfræðinnar til þess að þróað aðferðir sem lögðu grunninn að öflugu vélrænu námi samtímans. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir að Hopfield og Hinton virðist fá Nóbelsverðlaunin sem viðurkenningu á að þeir hafi verið á meðal þeirra sem tóku fyrstu skrefin að því sem varð að gervigreinarfræðum. „Þeir hafa báðir haft gífurleg áhrif. Báðir voru að vinna að gervigreindartengdum hlutum mjög snemma í fæðingu þessa gervigreindarsviðs,“ segir Hafsteinn. Sérstaklega er vísað til svonefnds Hopfield-nets sem kennt er við Hopfield. Hafsteinn lýsir því sem fræðilegu neti gervitauganóða þar sem hægt er að vista og kalla fram minningar í frjálslegum skilningi þess orðs. „Þau hafa haft gífurleg áhrif, sérstaklega í tölvunarfræði og gervigreind. Fólk hefur í seinni tíð verið að þróa nýrri og öflugri gervigreindarlíkön sem meðal annars byggja á Hopfield-netum. Þau eru ekki aðalundirstaðan í þeirri gervigreind sem er verið að nota í dag en það er ákveðnar tengingar á milli,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2 Hinton, sem Hafsteinn segir að sé kallaður einn þriggja guðfeðra gervigreindartækninnar, er þekktastur fyrir að hafa þróað reiknirit sem er notað til þess að þjálfa djúptauganet. Nóbelsnefndin talar um Boltzmann-vélar sem Hinton þróaði og byggði á Hopfield-neti. Hafsteinn segir Boltzmann-vélina tauganetsnálgun til þess að læra tengingar á milli gagna. Djúptauganet eru sögð henta vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á flóknu og miklu gagnamagni, í grein sem birtist á Vísindavefnum um vélrænt nám í fyrra. Slík gervitauganet virki einkum vel þegar óljóst sé hvaða reglum og aðferðum mætti beita við að finna ákveðin merki í gögnum, til dæmis hvort ákveðna hluti megi finna á myndum eða hvort hljóðupptökusafn innihaldi ákveðin hljóð eða orð. Þá séu gervitauganetin mótuð með völdu safni gagna með þar til gerðum reikniaðgerðum, og sé það kallað „nám“ eða „þjálfun“ gervitauganetsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Kanada Bretland Tengdar fréttir Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
John J. Hopfield, eðlisfræðingur frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og Geoffrey E. Hinton, bresk-kanadískur tölvunarfræðingur frá Toronto-háskóla í Kanada, hlutu verðlaunin sameiginlega. Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú klukkan 9:45. BREAKING NEWSThe Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2024 #NobelPrize in Physics to John J. Hopfield and Geoffrey E. Hinton “for foundational discoveries and inventions that enable machine learning with artificial neural networks.” pic.twitter.com/94LT8opG79— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2024 Í tilkynningu frá Sænsku vísindaakademíunni segir að báðir vísindamennirnir hafi notað tól eðlisfræðinnar til þess að þróað aðferðir sem lögðu grunninn að öflugu vélrænu námi samtímans. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir að Hopfield og Hinton virðist fá Nóbelsverðlaunin sem viðurkenningu á að þeir hafi verið á meðal þeirra sem tóku fyrstu skrefin að því sem varð að gervigreinarfræðum. „Þeir hafa báðir haft gífurleg áhrif. Báðir voru að vinna að gervigreindartengdum hlutum mjög snemma í fæðingu þessa gervigreindarsviðs,“ segir Hafsteinn. Sérstaklega er vísað til svonefnds Hopfield-nets sem kennt er við Hopfield. Hafsteinn lýsir því sem fræðilegu neti gervitauganóða þar sem hægt er að vista og kalla fram minningar í frjálslegum skilningi þess orðs. „Þau hafa haft gífurleg áhrif, sérstaklega í tölvunarfræði og gervigreind. Fólk hefur í seinni tíð verið að þróa nýrri og öflugri gervigreindarlíkön sem meðal annars byggja á Hopfield-netum. Þau eru ekki aðalundirstaðan í þeirri gervigreind sem er verið að nota í dag en það er ákveðnar tengingar á milli,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2 Hinton, sem Hafsteinn segir að sé kallaður einn þriggja guðfeðra gervigreindartækninnar, er þekktastur fyrir að hafa þróað reiknirit sem er notað til þess að þjálfa djúptauganet. Nóbelsnefndin talar um Boltzmann-vélar sem Hinton þróaði og byggði á Hopfield-neti. Hafsteinn segir Boltzmann-vélina tauganetsnálgun til þess að læra tengingar á milli gagna. Djúptauganet eru sögð henta vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á flóknu og miklu gagnamagni, í grein sem birtist á Vísindavefnum um vélrænt nám í fyrra. Slík gervitauganet virki einkum vel þegar óljóst sé hvaða reglum og aðferðum mætti beita við að finna ákveðin merki í gögnum, til dæmis hvort ákveðna hluti megi finna á myndum eða hvort hljóðupptökusafn innihaldi ákveðin hljóð eða orð. Þá séu gervitauganetin mótuð með völdu safni gagna með þar til gerðum reikniaðgerðum, og sé það kallað „nám“ eða „þjálfun“ gervitauganetsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Kanada Bretland Tengdar fréttir Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent