Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 13:16 Huw Edwards fyrir utan dómshús í morgun, þar sem hann var dæmdur í skilborðsbundið fangelsi vegna vörslu barnaníðsefnis. EPA/TOLGA AKMEN Sjónvarpsmaðurinn Huw Edwards, 63 ára, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslu barnakláms. Edwards, sem starfaði hjá breska ríkisútvarpinu (BBC), játaði brot sín eftir að hann fékk senda 41 mynd og myndband frá dæmdum barnaníðing. Edwards greiddi manninum allt að fimmtán hundruð pund fyrir myndirnar frá desember 2020 til ágúst 2021. Sjö af ljósmyndunum eru flokkaðar sem sérstaklega alvarlegar. Flest börnin á myndunum voru þrettán til fimmtán ára gömul en eitt þeirra var talið sjö til níu ára. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðningu í morgun að þó brot Edwards hefði verið alvarlegt benti ekkert til þess að hann ógnaði börnum á nokkurn hátt. Þá gerði hann sjónvarpsmanninum að sækja meðferð og verða skráður á lista kynferðisbrotamanna, samkvæmt frétt Sky News. Edwards starfaði hjá BBC í fjóra áratugi en við réttarhöldin kom fram að hann hefði lengi glímt við kynhneigð sína og að talið væri að hætt væri á því að hann myndi fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Guardian. Sjá einnig: Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð Edwards talaði við Alex Williams, áðurnefndan barnaníðing, gegnum Whatsapp. Í febrúar 2010 sendi Williams myndband til Edwards sem sýndi barn sem var töluvert yngra en önnur í myndefninu sem gekk þeirra á milli. Edwards svaraði ekki og viku síðar sendi Williams honum meira myndefni af börnum og spurði svo í kjölfarið hvort þetta væri „of ungt“ fyrir hann. Edwards svaraði og bað Williams ekki um að senda sér myndefni af börnum undir lögaldri. Skömmu síðar spurði Williams hvort hann vildi „dónalegt“ myndefni af einhverjum ungum, sagði Edwards: „Já XXX“. Lögmaður Edwards sagði eftir dómsuppkvaðninguna að það að hann hefði beðið Williams um að senda sér ekki myndefni af of ungum börnum hefði skipt miklu máli varðandi það að skjólstæðingur hans myndi ekki sitja inni. Edwards er skilinn en hann á fimm uppkomin börn og kom lögmaður hans á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hann hefði skaðað. Hann áttaði sigi á því að hann hefði svikið traust margra og sært fjölskyldu sína og aðra. Bretland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Edwards greiddi manninum allt að fimmtán hundruð pund fyrir myndirnar frá desember 2020 til ágúst 2021. Sjö af ljósmyndunum eru flokkaðar sem sérstaklega alvarlegar. Flest börnin á myndunum voru þrettán til fimmtán ára gömul en eitt þeirra var talið sjö til níu ára. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðningu í morgun að þó brot Edwards hefði verið alvarlegt benti ekkert til þess að hann ógnaði börnum á nokkurn hátt. Þá gerði hann sjónvarpsmanninum að sækja meðferð og verða skráður á lista kynferðisbrotamanna, samkvæmt frétt Sky News. Edwards starfaði hjá BBC í fjóra áratugi en við réttarhöldin kom fram að hann hefði lengi glímt við kynhneigð sína og að talið væri að hætt væri á því að hann myndi fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Guardian. Sjá einnig: Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð Edwards talaði við Alex Williams, áðurnefndan barnaníðing, gegnum Whatsapp. Í febrúar 2010 sendi Williams myndband til Edwards sem sýndi barn sem var töluvert yngra en önnur í myndefninu sem gekk þeirra á milli. Edwards svaraði ekki og viku síðar sendi Williams honum meira myndefni af börnum og spurði svo í kjölfarið hvort þetta væri „of ungt“ fyrir hann. Edwards svaraði og bað Williams ekki um að senda sér myndefni af börnum undir lögaldri. Skömmu síðar spurði Williams hvort hann vildi „dónalegt“ myndefni af einhverjum ungum, sagði Edwards: „Já XXX“. Lögmaður Edwards sagði eftir dómsuppkvaðninguna að það að hann hefði beðið Williams um að senda sér ekki myndefni af of ungum börnum hefði skipt miklu máli varðandi það að skjólstæðingur hans myndi ekki sitja inni. Edwards er skilinn en hann á fimm uppkomin börn og kom lögmaður hans á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hann hefði skaðað. Hann áttaði sigi á því að hann hefði svikið traust margra og sært fjölskyldu sína og aðra.
Bretland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04