Fastir í helli í Taílandi

Fréttamynd

Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út

Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi.

Erlent
Fréttamynd

Fimmti drengurinn kominn út

Fjölmargir heimildarmenn erlendra miðla, sem nú sitja um hellinn þar sem hópur fótboltadrengja situr fastur, segja að búið sé að bjarga fimmta drengnum úr prísundinni.

Erlent
Fréttamynd

Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga

Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar.

Erlent
Fréttamynd

Fótboltastrákunum ekki bjargað í kvöld

Ekki verður reynt að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum í Tælandi í kvöld. Þeir eru ekki reiðubúnir til þess að kafa þá vegalengd sem þarf til þess að ná þeim úr hellinum.

Erlent
Fréttamynd

FIFA býður tælensku drengjunum á úrslitaleik HM

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð.

Erlent
Fréttamynd

Kafari lést í hellinum

Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands.

Erlent
Fréttamynd

Heimt úr helju í fjölmiðlafári

Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi.

Erlent
Fréttamynd

Á lífi

Það var líkt heimsbyggðin gæfi frá sér feginsandvarp þegar fréttir bárust af því að tólf fótboltadrengir og þjálfari þeirra sem lokuðust af inni í helli í Taílandi hefðu fundist á lífi eftir níu daga vist.

Skoðun