Drengirnir í hellinum segja foreldrum sínum að hafa ekki áhyggjur Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 08:32 Fótboltaskór og bolti eins drengjanna sem er fastur ofan í hellinum. Vísir/EPA Kafarar hafa komið bréfum á milli taílensku drengjanna sem eru innilokaðir í helli og foreldra þeirra í fyrsta skipti frá því að þeir festust fyrir tveimur vikum. „Ekki hafa áhyggjur, við erum allir sterkir,“ skrifaði einn drengur til foreldra sinna. Þjálfari drengjanna bað foreldrana afsökunar í bréfi sem hann sendi þeim.Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir kafarar hafi farið með handskrifuð bréfin í gær. Þau voru birt á Facebook-síðu sérsveitar taílenska sjóhersins. „Kennari, ekki láta okkur fá mikla heimavinnu!“ skrifaði einn drengjanna. Þjálfari drengjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leitt þá niður í hellana þar sem þeir festust vegna flóðvatns 23. júní. Foreldrarnir svöruðu afsökunarbeiðni hans með því að segja honum að kenna sjálfum sér ekki um. „Mömmur og pabbar eru ekki reiðir við þig. Takk fyrir að hjálpa við að annast krakkana,“ skrifaði eitt foreldrið. Hugmyndir voru á lofti um að reyna að koma drengjunum úr hellinum í gærkvöldi en hætt var við það þar sem þeir voru taldir of veikburða. Spáð er frekari rigningu á svæðinu um helgina sem gæti þrengt stöðu þeirra í hellinum enn frekar og torveldað björgunaraðgerðir. Kafarar halda áfram að kenna drengjunum að kafa og anda. Margir þeirra eru þó ekki syndir. Einn taílenskur kafarari lést í vikunni við undirbúning björgunaraðgerðanna. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Kafarar hafa komið bréfum á milli taílensku drengjanna sem eru innilokaðir í helli og foreldra þeirra í fyrsta skipti frá því að þeir festust fyrir tveimur vikum. „Ekki hafa áhyggjur, við erum allir sterkir,“ skrifaði einn drengur til foreldra sinna. Þjálfari drengjanna bað foreldrana afsökunar í bréfi sem hann sendi þeim.Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir kafarar hafi farið með handskrifuð bréfin í gær. Þau voru birt á Facebook-síðu sérsveitar taílenska sjóhersins. „Kennari, ekki láta okkur fá mikla heimavinnu!“ skrifaði einn drengjanna. Þjálfari drengjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leitt þá niður í hellana þar sem þeir festust vegna flóðvatns 23. júní. Foreldrarnir svöruðu afsökunarbeiðni hans með því að segja honum að kenna sjálfum sér ekki um. „Mömmur og pabbar eru ekki reiðir við þig. Takk fyrir að hjálpa við að annast krakkana,“ skrifaði eitt foreldrið. Hugmyndir voru á lofti um að reyna að koma drengjunum úr hellinum í gærkvöldi en hætt var við það þar sem þeir voru taldir of veikburða. Spáð er frekari rigningu á svæðinu um helgina sem gæti þrengt stöðu þeirra í hellinum enn frekar og torveldað björgunaraðgerðir. Kafarar halda áfram að kenna drengjunum að kafa og anda. Margir þeirra eru þó ekki syndir. Einn taílenskur kafarari lést í vikunni við undirbúning björgunaraðgerðanna.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38
Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15