Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 22:15 Björgunarmenn hafa fengið hvíld áður en haldið verður áfram. Vísir/Getty Fastlega er gert ráð fyrir því að reynt verði að ná þeim níu sem eftir eru í hellinum í Chiang Rai héraði Taílands þaðan út í nótt að íslenskum tíma. Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst.Fjórum drengjumvar bjargað fyrr í dag í aðgerð sem björgunarmenn segja að hafi tekist fullkomlega. Vegna lítillar úrkomu síðustu daga var aðgerðin ekki jafn flókin og talið var að hún yrði í fyrstu og gátu drengirnir fjórir gengið eða vaðið stóran hluta leiðarinnar.Hlé var gert á aðgerðunum þar sem fylla þarf tanka kafaranna af lofti áður en haldið verður áfram. Drengirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir vera við ágæta heilsu. Yfirvöld hafa þó ekki gefið út nöfn þeirra sem komust út í dag ogbíða foreldrar drengjanna í ofvæni eftir fregnum.Tímalína sem sýnir hvað hefur gerst frá því að drengirnir fóru inn í hellinn.Mynd/GvendurMikil rigning framundan „Við glímum við tvær hindranir. Vatnið og tímann,“ sagði héraðsstjóri Chiang Rai héraðs, Narongsak Osotthanakorn, fyrr í dag en eftir smá hlé byrjaði aftur að rigna í dag.Monsoon-tímabilið er við það að hefjast í Taílandi og byrji að rigna af krafti gætu drengirnir þurft að dúsa í hellinum þangað til því lýkur, eða í október, og því er allt kapp lagt á að reyna ná þeim sem eftir sitja út sem fyrst.Yfirgnæfandi líkur eru á því að það rigni næstu daga og samkvæmt veðurkortum má gera ráð fyrir rigningu næstu tíu daga.Drengirnir níu sem eftir sitja og þjálfari þeirra eru um fjóra kílómetra inn í hellinum og er erfiðasti hluti leiðarinnar fyrsti kílómetrinn frá þeim. Þar þurfa þeir að fara í gegnum afar þröng rými sem sum hver eru full af vatni. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng út. Þegar það er að baki tekur sérstakt teymi við strákunum sem leiðir þá út en vegna þess hversu lítið hefur rignt hefur vatnshæðin þar minnkað og því er hægt að vaða á löngum köflum.Skýringarmynd sem sýnir stöðu mála í hellinum.Mynd/Gvendur Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að reynt verði að ná þeim níu sem eftir eru í hellinum í Chiang Rai héraði Taílands þaðan út í nótt að íslenskum tíma. Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst.Fjórum drengjumvar bjargað fyrr í dag í aðgerð sem björgunarmenn segja að hafi tekist fullkomlega. Vegna lítillar úrkomu síðustu daga var aðgerðin ekki jafn flókin og talið var að hún yrði í fyrstu og gátu drengirnir fjórir gengið eða vaðið stóran hluta leiðarinnar.Hlé var gert á aðgerðunum þar sem fylla þarf tanka kafaranna af lofti áður en haldið verður áfram. Drengirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir vera við ágæta heilsu. Yfirvöld hafa þó ekki gefið út nöfn þeirra sem komust út í dag ogbíða foreldrar drengjanna í ofvæni eftir fregnum.Tímalína sem sýnir hvað hefur gerst frá því að drengirnir fóru inn í hellinn.Mynd/GvendurMikil rigning framundan „Við glímum við tvær hindranir. Vatnið og tímann,“ sagði héraðsstjóri Chiang Rai héraðs, Narongsak Osotthanakorn, fyrr í dag en eftir smá hlé byrjaði aftur að rigna í dag.Monsoon-tímabilið er við það að hefjast í Taílandi og byrji að rigna af krafti gætu drengirnir þurft að dúsa í hellinum þangað til því lýkur, eða í október, og því er allt kapp lagt á að reyna ná þeim sem eftir sitja út sem fyrst.Yfirgnæfandi líkur eru á því að það rigni næstu daga og samkvæmt veðurkortum má gera ráð fyrir rigningu næstu tíu daga.Drengirnir níu sem eftir sitja og þjálfari þeirra eru um fjóra kílómetra inn í hellinum og er erfiðasti hluti leiðarinnar fyrsti kílómetrinn frá þeim. Þar þurfa þeir að fara í gegnum afar þröng rými sem sum hver eru full af vatni. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng út. Þegar það er að baki tekur sérstakt teymi við strákunum sem leiðir þá út en vegna þess hversu lítið hefur rignt hefur vatnshæðin þar minnkað og því er hægt að vaða á löngum köflum.Skýringarmynd sem sýnir stöðu mála í hellinum.Mynd/Gvendur
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45
Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27