Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 22:15 Björgunarmenn hafa fengið hvíld áður en haldið verður áfram. Vísir/Getty Fastlega er gert ráð fyrir því að reynt verði að ná þeim níu sem eftir eru í hellinum í Chiang Rai héraði Taílands þaðan út í nótt að íslenskum tíma. Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst.Fjórum drengjumvar bjargað fyrr í dag í aðgerð sem björgunarmenn segja að hafi tekist fullkomlega. Vegna lítillar úrkomu síðustu daga var aðgerðin ekki jafn flókin og talið var að hún yrði í fyrstu og gátu drengirnir fjórir gengið eða vaðið stóran hluta leiðarinnar.Hlé var gert á aðgerðunum þar sem fylla þarf tanka kafaranna af lofti áður en haldið verður áfram. Drengirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir vera við ágæta heilsu. Yfirvöld hafa þó ekki gefið út nöfn þeirra sem komust út í dag ogbíða foreldrar drengjanna í ofvæni eftir fregnum.Tímalína sem sýnir hvað hefur gerst frá því að drengirnir fóru inn í hellinn.Mynd/GvendurMikil rigning framundan „Við glímum við tvær hindranir. Vatnið og tímann,“ sagði héraðsstjóri Chiang Rai héraðs, Narongsak Osotthanakorn, fyrr í dag en eftir smá hlé byrjaði aftur að rigna í dag.Monsoon-tímabilið er við það að hefjast í Taílandi og byrji að rigna af krafti gætu drengirnir þurft að dúsa í hellinum þangað til því lýkur, eða í október, og því er allt kapp lagt á að reyna ná þeim sem eftir sitja út sem fyrst.Yfirgnæfandi líkur eru á því að það rigni næstu daga og samkvæmt veðurkortum má gera ráð fyrir rigningu næstu tíu daga.Drengirnir níu sem eftir sitja og þjálfari þeirra eru um fjóra kílómetra inn í hellinum og er erfiðasti hluti leiðarinnar fyrsti kílómetrinn frá þeim. Þar þurfa þeir að fara í gegnum afar þröng rými sem sum hver eru full af vatni. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng út. Þegar það er að baki tekur sérstakt teymi við strákunum sem leiðir þá út en vegna þess hversu lítið hefur rignt hefur vatnshæðin þar minnkað og því er hægt að vaða á löngum köflum.Skýringarmynd sem sýnir stöðu mála í hellinum.Mynd/Gvendur Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að reynt verði að ná þeim níu sem eftir eru í hellinum í Chiang Rai héraði Taílands þaðan út í nótt að íslenskum tíma. Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst.Fjórum drengjumvar bjargað fyrr í dag í aðgerð sem björgunarmenn segja að hafi tekist fullkomlega. Vegna lítillar úrkomu síðustu daga var aðgerðin ekki jafn flókin og talið var að hún yrði í fyrstu og gátu drengirnir fjórir gengið eða vaðið stóran hluta leiðarinnar.Hlé var gert á aðgerðunum þar sem fylla þarf tanka kafaranna af lofti áður en haldið verður áfram. Drengirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir vera við ágæta heilsu. Yfirvöld hafa þó ekki gefið út nöfn þeirra sem komust út í dag ogbíða foreldrar drengjanna í ofvæni eftir fregnum.Tímalína sem sýnir hvað hefur gerst frá því að drengirnir fóru inn í hellinn.Mynd/GvendurMikil rigning framundan „Við glímum við tvær hindranir. Vatnið og tímann,“ sagði héraðsstjóri Chiang Rai héraðs, Narongsak Osotthanakorn, fyrr í dag en eftir smá hlé byrjaði aftur að rigna í dag.Monsoon-tímabilið er við það að hefjast í Taílandi og byrji að rigna af krafti gætu drengirnir þurft að dúsa í hellinum þangað til því lýkur, eða í október, og því er allt kapp lagt á að reyna ná þeim sem eftir sitja út sem fyrst.Yfirgnæfandi líkur eru á því að það rigni næstu daga og samkvæmt veðurkortum má gera ráð fyrir rigningu næstu tíu daga.Drengirnir níu sem eftir sitja og þjálfari þeirra eru um fjóra kílómetra inn í hellinum og er erfiðasti hluti leiðarinnar fyrsti kílómetrinn frá þeim. Þar þurfa þeir að fara í gegnum afar þröng rými sem sum hver eru full af vatni. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng út. Þegar það er að baki tekur sérstakt teymi við strákunum sem leiðir þá út en vegna þess hversu lítið hefur rignt hefur vatnshæðin þar minnkað og því er hægt að vaða á löngum köflum.Skýringarmynd sem sýnir stöðu mála í hellinum.Mynd/Gvendur
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45
Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent