Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 19:30 Nýtt myndband af strákunum innan úr hellinum var birt í dag. vísir/ap Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. Það gæti því reynst nokkuð erfitt að koma drengjunum úr hellinum með því að kenna þeim köfun. „Það er eitt að kenna óvönum að kafa en svo eru aðstæðurnar sem þeir eru í, þetta er lokað rými og myrkur og straumar þannig að þetta eru ekki aðstæður sem að vanir kafarar færu í alla jafna nema þeir hafi þá einhverja sérþjálfun eða menntun í þetta,“ sagði Jónas Karl í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðstæðurnar í hellinum eru þannig að aðeins er hægt að komast út í eina átt. „Það er ekkert loft, þú ferð ekkert upp, þú verður að fara út.“Að sögn Jónasar er misjafnt hvernig fólk höndlar það að kafa í fyrsta sinn. Það verði ekki auðvelt að koma drengjunum út úr hellinum með köfun en Jónas segir það gerlegt ef rétt er staðið að málum. Spurður að því hvort að straumarnir við hellinn séu varhugaverðir segir Jónas svo vera. „Já, í raun alltaf þegar þú ert lokaður inn í rými þar sem þú ert bara með eina útgönguleið og ert með straum á móti þér eða á eftir þér þá er alltaf erfitt að berjast við strauminn og hafa stjórn á sér í því. Eins upp á það að festa þig ekki einhvers staðar í grjóti.“ Nýtt myndband innan úr hellinum var birt í dag. Heilbrigðisstarfsmenn sjást gera að sárum drengjanna og þá kynna þeir sig líka fyrir myndavélinni. Einn þeirra segir að hann hafi það gott og annar þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með leitinni og björgunaraðgerðum.Greint var frá því í fjölmiðlum í dag að reyna á að kenna drengjunum köfun svo að þeir komist út úr hellinum. Von er á úrhellisrigningu á svæðinu og þá gætu björgunaraðstæður enn erfiðari en þær eru nú; drengirnir gætu setið fastir í hellinum í marga mánuði en einnig óttast menn að vatn taki að flæða inn á svæðið þar sem þeir eru. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. Það gæti því reynst nokkuð erfitt að koma drengjunum úr hellinum með því að kenna þeim köfun. „Það er eitt að kenna óvönum að kafa en svo eru aðstæðurnar sem þeir eru í, þetta er lokað rými og myrkur og straumar þannig að þetta eru ekki aðstæður sem að vanir kafarar færu í alla jafna nema þeir hafi þá einhverja sérþjálfun eða menntun í þetta,“ sagði Jónas Karl í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðstæðurnar í hellinum eru þannig að aðeins er hægt að komast út í eina átt. „Það er ekkert loft, þú ferð ekkert upp, þú verður að fara út.“Að sögn Jónasar er misjafnt hvernig fólk höndlar það að kafa í fyrsta sinn. Það verði ekki auðvelt að koma drengjunum út úr hellinum með köfun en Jónas segir það gerlegt ef rétt er staðið að málum. Spurður að því hvort að straumarnir við hellinn séu varhugaverðir segir Jónas svo vera. „Já, í raun alltaf þegar þú ert lokaður inn í rými þar sem þú ert bara með eina útgönguleið og ert með straum á móti þér eða á eftir þér þá er alltaf erfitt að berjast við strauminn og hafa stjórn á sér í því. Eins upp á það að festa þig ekki einhvers staðar í grjóti.“ Nýtt myndband innan úr hellinum var birt í dag. Heilbrigðisstarfsmenn sjást gera að sárum drengjanna og þá kynna þeir sig líka fyrir myndavélinni. Einn þeirra segir að hann hafi það gott og annar þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með leitinni og björgunaraðgerðum.Greint var frá því í fjölmiðlum í dag að reyna á að kenna drengjunum köfun svo að þeir komist út úr hellinum. Von er á úrhellisrigningu á svæðinu og þá gætu björgunaraðstæður enn erfiðari en þær eru nú; drengirnir gætu setið fastir í hellinum í marga mánuði en einnig óttast menn að vatn taki að flæða inn á svæðið þar sem þeir eru.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18