Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 14:45 Utanaðkomandi var vísað frá svæðinu þegar björgunaraðgerðirnar hófust. Vísir/EPA Fjórum drengjum af tólf var bjargað úr Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands í aðgerðum kafara sem stóðu yfir í hátt í hálfan sólahring í dag. Aðgerðirnar gengu hraðar en búist hafði verið við en átta drengir og þjálfari þeirra eru enn í hellinum þar sem þeir hafa verið fastir í tvær vikur. Aðgerðum er lokið í bili en verður haldið áfram á morgun. Alþjóðlegur hópur kafara lagði af stað inn í hellana kl. 10 í morgun að staðartíma, kl. 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við því að það tæki ellefu tíma að ná hverjum dreng út og að aðgerðirnar gætu tekið nokkra daga. Fréttir bárust hins vegar af því að fyrstu drengirnir væru komnir upp á yfirborðið um tveimur klukkustundum áður en búist var við því að það gæti gerst í fyrsta lagi. Svo virðist sem að aðstæður í hellunum hafi verið betri en talið var. Ákveðið hafði verið að ráðast í aðgerðirnar nú vegna þess að vatnsborðið í hellunum hafði fallið nokkuð frá því að flóðavatn festi hópinn inni. Spáð er úrhellisrigningu í vikunni við upphaf monsúntímabilsins og því sögðu yfirmenn aðgerðanna að þeir væru í keppni við vatnið um að ná drengjunum út. Yfirmaður aðgerðanna sagði á blaðamannafundi að drengirnir fjórir væru við góða heilsu og að aðgerðirnar hefðu gengið vel. Drengirnir fjórir eru allir komnir á sjúkrahús. Alls hafi níutíu kafarar tekið þátt í þeim, fimmtíu erlendir og fjörutíu taílenskir. Kafararnir hafa leitt drengina í gegnum myrkrið og þröngar glufur. Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng en hver þeirra fékk súrefnisgrímu yfir allt andlitið. Boðaði yfirmaður aðgerðanna tíu til tuttugu klukkustunda hlé á þeim, meðal annars vegna þess að súrefnisbirgðirnar hefðu klárast. Til stendur að hefja þær aftur kl. 8 að staðartíma á morgun, kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Fjórum drengjum af tólf var bjargað úr Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands í aðgerðum kafara sem stóðu yfir í hátt í hálfan sólahring í dag. Aðgerðirnar gengu hraðar en búist hafði verið við en átta drengir og þjálfari þeirra eru enn í hellinum þar sem þeir hafa verið fastir í tvær vikur. Aðgerðum er lokið í bili en verður haldið áfram á morgun. Alþjóðlegur hópur kafara lagði af stað inn í hellana kl. 10 í morgun að staðartíma, kl. 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við því að það tæki ellefu tíma að ná hverjum dreng út og að aðgerðirnar gætu tekið nokkra daga. Fréttir bárust hins vegar af því að fyrstu drengirnir væru komnir upp á yfirborðið um tveimur klukkustundum áður en búist var við því að það gæti gerst í fyrsta lagi. Svo virðist sem að aðstæður í hellunum hafi verið betri en talið var. Ákveðið hafði verið að ráðast í aðgerðirnar nú vegna þess að vatnsborðið í hellunum hafði fallið nokkuð frá því að flóðavatn festi hópinn inni. Spáð er úrhellisrigningu í vikunni við upphaf monsúntímabilsins og því sögðu yfirmenn aðgerðanna að þeir væru í keppni við vatnið um að ná drengjunum út. Yfirmaður aðgerðanna sagði á blaðamannafundi að drengirnir fjórir væru við góða heilsu og að aðgerðirnar hefðu gengið vel. Drengirnir fjórir eru allir komnir á sjúkrahús. Alls hafi níutíu kafarar tekið þátt í þeim, fimmtíu erlendir og fjörutíu taílenskir. Kafararnir hafa leitt drengina í gegnum myrkrið og þröngar glufur. Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng en hver þeirra fékk súrefnisgrímu yfir allt andlitið. Boðaði yfirmaður aðgerðanna tíu til tuttugu klukkustunda hlé á þeim, meðal annars vegna þess að súrefnisbirgðirnar hefðu klárast. Til stendur að hefja þær aftur kl. 8 að staðartíma á morgun, kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira