Heilbrigðismál

Fréttamynd

Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið.

Innherji
Fréttamynd

Landlækni gert að greiða sekt vegna milljarðsviðskipta án útboðs

Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í gær, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Innherji hefur úrskurðinn undir höndum.

Innherji
Fréttamynd

Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er HPV?

Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining.

Skoðun
Fréttamynd

Tjáningarfrelsið okkar allra

Tjáningarfrelsi er af hinu góða. Um það getum við öll verið sammála. Þetta tjáningarfrelsi leiðir til þess að við fréttum af ýmsu sem við hefðum annars ekki frétt af.

Skoðun
Fréttamynd

Biðlista barna burt

Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019.

Skoðun
Fréttamynd

Skellti á Neyðar­línuna í miðju hjarta­á­falli

Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi á Neyðarlínuna í byrjun febrúar vegna gruns um að hann væri að fá fyrir hjartað. Hann fór fljótt að efast um þá ákvörðun og skellti á áður en honum var svarað. Grunurinn reyndist hins vegar á rökum reistur og hann hné niður skömmu seinna.

Innlent
Fréttamynd

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda

Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. 

Skoðun
Fréttamynd

Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi:

Skoðun
Fréttamynd

„Veikindarétturinn verður ekki brotinn“

Veikindarétturinn verður ekki brotinn. Þetta segir formaður Félags hjúkrunarfræðinga um þau ummæli að mögulega þurfi að kalla covid smitað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunarvanda. Félagið mun bregðast við því ef stofnanir brjóti á veikindarétti hjúkrunarfræðinga.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni

Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast.

Erlent
Fréttamynd

Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni

Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir.

Innlent
Fréttamynd

Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar

Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja með al­var­lega blæðingu eftir háls­kirtla­töku, er hætt að sækja heil­brigðis­þjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með að­gerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Á gæða­eftir­litið ekki við um fólk?

Ég naut þeirra forréttinda að fá að alast upp á heimili þar sem afi minn og amma bjuggu einnig. Ég man eftir því að hafa læðst upp í rúm til þeirra og hjúfrað mig að ömmu, stungið tánum á milli fótanna á henni en þá sagði hún ,, Ó þetta eru eins og frostkúlur.”

Skoðun
Fréttamynd

Sonur Lilju Rannveigar við góða heilsu eftir slys

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir betur hafa farið en á horfðist þegar sonur hennar slasaðist í fjárhúsum í gær. Hún segir það helst hafa verið áfall en strákurinn er nú við góða heilsu.

Innlent
Fréttamynd

Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum

Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti.

Innlent
Fréttamynd

„Það verður partý í kvöld, það verður veisla“

Einn eigenda skemmtistaðarins Priksins er spenntur fyrir því að geta haft opið til klukkan eitt í nótt, en reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum tekur gildi á miðnætti. Þrátt fyrir þakklæti fyrir auka klukkustund má heyra á veitingamönnum að þeir telji tilslakanir ganga frekar hægt.

Innlent