Frekir, tengdir og ríkir fram fyrir röð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 11. maí 2023 08:00 Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. Sú bið mun hafa áhrif á líðan stráksins drjúgan hluta skólagöngu hans. Enn önnur kona sagði mér frá aldraðri móður hennar sem kemst ekki á hjúkrunarheimili heldur fer reglulega inn á Landspítala en er svo send heim um leið og færi gefst. Dóttirin veitir mömmu sinni þá aðstoð sem heilbrigðiskerfið gerir ekki. Saga þessara þriggja kvenna er spegill á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þessi veruleiki biðlista fólksins sem þarfnast heilbrigðisþjónustu. Það á að byggja hús, en hvað svo? Ríkisstjórnin kynnti nýlega nokkuð það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Ofboðslega stórt nafn um að byggja nýtt hús. Allir eru sammála um að byggja þurfi nýjan Landspítala. En við þekkjum öll hvað verður um hús sem byggð eru á sandi. Það þarf pólítíska forystu og heildarsýn í heilbrigðismálum því annars mega metnaðarfullar byggingar sín lítils. Steinsteypan ein og sér leysir ekki úr þeim alvarlega vanda að fólk sem þarf til heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu getur fengið næsta lausa tíma í september eða að á landsbyggðinni séu svæði sem er útlit fyrir að verði heimilislæknislaus með öllu. Húsið sjálft mun ekki heldur leysa þá stöðu að amma og afi liggi inni á Landspítala því hjúkrunarrými eru einfaldlega ekki til. Og ekki heldur leysa þá erfiðu stöðu að börn dúsa á biðlistum svo árum skiptir. Steinsteypan leysir heldur ekki málin fyrir fólkið leitar á bráðamóttöku þar sem það bíður klukkustundum saman. Og nýtt hús mun ekki breyta þeirri stöðu að starfsfólkið er örmagna. Biðlistastjórnin Höfuðsóttin í heilbrigðismálum hér á landi felst í því að fólkið fær ekki bót sinna meina. Ekki nema það búi yfir þeim mun meiri sannfæringarkrafti, þekki einhvern innan kerfisins eða geti borgað fyrir þjónustu í öðru landi. Með öðrum orðum fá frekir, tengdir og ríkir betri þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Sterkt heilbrigðiskerfi byggir á því að veita góða heilbrigðisþjónustu og ekki síður á því að sú þjónusta sé aðgengileg. Góð heilbrigðisþjónusta er samspil opinberra stofnana, almannaheillasamtaka og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það þarf að búa vel um starfsfólk í greininni, leyfa og ýta undir fjölbreytta þjónustu og vinnustaði innan heilbrigðiskerfisins, hlúa að nýsköpun og umfram allt; veita fólkinu í landinu heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg óháð stétt og stöðu. Alvarleg aukaverkun þess að gera ekkert Eftir sex ára samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja er að verða ljós að heilbrigðismálin eru þeim ofviða í stefnumótun. Sú kyrrstaða hefur því miður þá alvarlegu aukaverkun að biðlistarnir bara lengjast og fólk finnur betur og betur að við erum sem þjóð að færast frá þeim grunngildum sem við viljum að gildi um aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Biðlistarnir eru orðnir helsta vörumerki ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. Sú bið mun hafa áhrif á líðan stráksins drjúgan hluta skólagöngu hans. Enn önnur kona sagði mér frá aldraðri móður hennar sem kemst ekki á hjúkrunarheimili heldur fer reglulega inn á Landspítala en er svo send heim um leið og færi gefst. Dóttirin veitir mömmu sinni þá aðstoð sem heilbrigðiskerfið gerir ekki. Saga þessara þriggja kvenna er spegill á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þessi veruleiki biðlista fólksins sem þarfnast heilbrigðisþjónustu. Það á að byggja hús, en hvað svo? Ríkisstjórnin kynnti nýlega nokkuð það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Ofboðslega stórt nafn um að byggja nýtt hús. Allir eru sammála um að byggja þurfi nýjan Landspítala. En við þekkjum öll hvað verður um hús sem byggð eru á sandi. Það þarf pólítíska forystu og heildarsýn í heilbrigðismálum því annars mega metnaðarfullar byggingar sín lítils. Steinsteypan ein og sér leysir ekki úr þeim alvarlega vanda að fólk sem þarf til heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu getur fengið næsta lausa tíma í september eða að á landsbyggðinni séu svæði sem er útlit fyrir að verði heimilislæknislaus með öllu. Húsið sjálft mun ekki heldur leysa þá stöðu að amma og afi liggi inni á Landspítala því hjúkrunarrými eru einfaldlega ekki til. Og ekki heldur leysa þá erfiðu stöðu að börn dúsa á biðlistum svo árum skiptir. Steinsteypan leysir heldur ekki málin fyrir fólkið leitar á bráðamóttöku þar sem það bíður klukkustundum saman. Og nýtt hús mun ekki breyta þeirri stöðu að starfsfólkið er örmagna. Biðlistastjórnin Höfuðsóttin í heilbrigðismálum hér á landi felst í því að fólkið fær ekki bót sinna meina. Ekki nema það búi yfir þeim mun meiri sannfæringarkrafti, þekki einhvern innan kerfisins eða geti borgað fyrir þjónustu í öðru landi. Með öðrum orðum fá frekir, tengdir og ríkir betri þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Sterkt heilbrigðiskerfi byggir á því að veita góða heilbrigðisþjónustu og ekki síður á því að sú þjónusta sé aðgengileg. Góð heilbrigðisþjónusta er samspil opinberra stofnana, almannaheillasamtaka og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það þarf að búa vel um starfsfólk í greininni, leyfa og ýta undir fjölbreytta þjónustu og vinnustaði innan heilbrigðiskerfisins, hlúa að nýsköpun og umfram allt; veita fólkinu í landinu heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg óháð stétt og stöðu. Alvarleg aukaverkun þess að gera ekkert Eftir sex ára samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja er að verða ljós að heilbrigðismálin eru þeim ofviða í stefnumótun. Sú kyrrstaða hefur því miður þá alvarlegu aukaverkun að biðlistarnir bara lengjast og fólk finnur betur og betur að við erum sem þjóð að færast frá þeim grunngildum sem við viljum að gildi um aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Biðlistarnir eru orðnir helsta vörumerki ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun