Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. maí 2023 06:01 Kristján Ernir segir það sorglegt að fólk þurfi að deyja vegna skaðlegrar löggjafar og sinnuleysis stjórnvalda. Hann telur viðbragðsaðgerðir við ópíóðafaraldrinum sem heilbrigðisráðherra kynnti á dögunum ekki ganga nógu langt. Aðsent Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. Ópíóðafaraldur hefur geisað undanfarin ár á Íslandi en hefur verið sérstaklega mikið í fréttum upp á síðkastið vegna aukins fjölda ofskammtana á árinu. Landlæknir greindi frá því að 35 einstaklingar undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hefðu látið lífið. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, lýsti því yfir að það þyrfti að skera upp herör gegn faraldrinum. Þann 27. apríl greindi Willum síðan frá því að hann myndi ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta heldur yrði einblínt á skaðaminnkandi úrræði. Daginn eftir birtist fjögurra þátta aðgerðaráætlun sem fól í sér 170 milljóna fjárveitingu í málaflokkinn. Vísir ræddi við Kristján Erni Björgvinsson, skaðaminnkunaraðgerðarsinna og fyrrum vímuefnaneytanda, um ópíóðafaraldurinn, aðgerðir stjórnvalda og hvað sé hægt að taka til bragðs. „Það hefur bara ekkert verið hlustað“ Kristján hefur reynslu af vímuefnum bæði sem notandi ungur að árum og síðar meir sem starfsmaður innan kerfisins frá ýmsum öngum. Hann hefur barist fyrir skaðaminnkun undanfarin ár og stofnaði meðal annars Viðmót, samtök um mannúðlega vímuefnastefnu. „Við höfum verið að tala fyrir bættri vímuefnastefnu og auknu öryggi notenda. Betri umgjörð og lífsgæðabreytingu hjá vímuefnaneytendum,“ segir Kristján um yfirlýst markmið Viðmóts sem hann segir stofnuð á grunni „ekkert um okkur, án okkar“-hugarfars. „Það er alltaf bara talað við SÁÁ en sérfræðiþekkingin á líka að liggja hjá notendum, okkar rödd á að skipta máli,“ segir Kristján um tildrögin að stofnun samtakanna. Hvernig blasir ópíóðafaraldurinn við þér sem fyrrum neytenda og aðgerðasinna í málaflokknum? „Maður finnur fyrir því að það hefur verið rosalega mikil aukning á ópíóðum síðustu ár. Og maður er búin að reyna að vekja athygli á því í langan tíma,“ segir hann. „Þetta er tölfræði sem er kannski ekki að skila sér inn í kerfið fyrr en núna. Maður er hins vegar búinn að vera að reyna að berjast fyrir auknum öryggismálum notenda morfínsskyldra lyfja í þó nokkurn tíma. Það hefur bara ekkert verið hlustað,“ bætir Kristján við. Lögreglan taldi afglæpavæðingu ómögulega frá upphafi Kristján situr einnig í starfshóp heilbrigðisráðuneytisins um afglæpavæðingu neysluskammta sem var skipaður 22. febrúar 2022. Hópurinn átti að vinna að endurbættu frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta og sérstaklega skilgreina neysluskammt sem fyrirbæri. Á sínum tíma sárnaði Kristjáni að það væri enginn fulltrúi vímuefnanotenda í starfshópnum. Hann hafði því samband og narraði sig inn í hópinn. Eftir nokkra fundi fannst Kristjáni meginmarkmið hópsins ganga brösulega, að skilgreina neysluskammt. Kristján Ernir hefur reynslu af vímuefnum, bæði sem ungur maður sem hefur náð bata við alvarlegum fíknivanda og sem starfsmaður í skaðaminnkun innan kerfisins.Aðsent Einnig var honum ljóst að hann væri í ákveðnum minnihluta hvað varðaði skoðanir á málaflokknum. Fulltrúi lögreglunnar í hópnum sagði til að mynda strax í upphafi að afglæpavæðing væri ómöguleg. Aftur á móti talaði Kristján sérstaklega fyrir því innan starfshópsins að lögreglan myndi minnka afskipti sín af ofskömmtunartilfellum. Kristján segir að lögregla þurfi ekki alltaf að mæta þegar það er hringt vegna ofskömmtunar „af því fólk veigrar sér við að leita aðstoðar neyðarþjónusta þegar þau eru hrædd við að efni séu gerð upptæk og afleiðingar þess að lögreglan mæti.“ Starfshópurinn er núna búinn að komast að lokaniðurstöðu og lagði til við heilbrigðisráðherra að mótuð yrði heildræn stefna í skaðaminnkun og aðgerðaráætlun byggð á henni. Smeyk við að fara í raunverulegar aðgerðir Eins og kom fram að ofan ákvað heilbrigðisráðherra að leggja ekki fram frumvarp um afglæpavæðingu. Í staðinn kynnti hann fjórar tillögur að aðgerðum á ríkisstjórnarfundi 28. apríl. Á vef Stjórnarráðsins segir að þær verðir ræddar í ráðherranefnd áður en ríkisstjórnin fjallar um niðurstöður hennar. Fyrsta tillagan lagði til þróun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda yrði tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu. Önnur tillagan var að naloxón-úði yrði aðgengilegur á landsvísu endurgjaldslaust. Sú þriðja að úrræði á vegum frjálsra félagasamtaka yrðu efld. Loks að tryggt yrði greitt aðgengi notenda að gagnreyndri lyfjameðferð við ópíóðafíkn með fjölbreyttari ópíóðalyfjum. Aðspurður út í þessar tillögur sagðist Kristján vera ánægður með að naloxón yrði aðgengilegt endurgjaldslaust og að boðið yrði upp á fjölbreyttari viðhaldsmeðferðir. Hins vegar væru það mikil vonbrigði að ekki yrði af afglæpavæðingu. „Við erum alltaf föst í því að vera að taka hálf skref frekar en heil skref. Við erum smeyk við að fara í raunverulegar aðgerðir,“ sagði Kristján og bætti við að margar rannsóknir sýndu að löggjöfin eins og hún er núna væri skaðleg fyrir bæði vímuefnanotendur og hinn almenna borgara. Hann nefnir sérstaklega rannsókn sem Ögmundur Þorgrímsson vann fyrir meistararitgerð sína í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknar Ögmundar bentu „sterklega“ til þess að tilraunir íslenskra stjórnvalda við að hefta neyslu ólöglegra vímuefna gætu haft skaðleg áhrif á fólk. „Þessar 170 milljónir gera ekkert í líkingu við það sem afglæpavæðing og þær aðgerðir sem henni fylgja gætu haft með í för með sér. Ekki það að þetta fari til einskis en ég held að það sé ekki verið að eyða peningunum alveg rétt,“ segir Kristján. Mestar líkur á að rekast á æskuvinina í jarðarförum Kristján sem er 24 ára hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í gegnum það að eiga við alvarlegan vímuefnavanda og ná bata af honum. Það eigi þó alls ekki við um fjölda fólks í kringum hann, sérstaklega drengi á hans aldri. Flestir þeir sem hann þekkir sem eru í mikilli vímuefnaneyslu eru farnir að nota morfín. Það feli í sér að fleiri eru farnir að ofskammta oftar, fólk hefur þurft að leita sér enn meiri aðstoðar og það er almennt þyngri andi yfir vímuefnaneytendum. „Það er mjög oft sem vinir mínir heyra í mér núna sem hafa þurft að fara í fleiri innlagnir. Maður heyrir og sér að þetta er búið að vera alvarlegt í langan tíma,“ segir Kristján og bætir við „það eru fleiri ofskammtanir og notendurnir sjálfir hafa meiri áhyggjur.“ Kristján hefur fundið fyrir þessum auknu ofskömmtunum og andlátum af þeirra völdum á eigin skinni. Hann hefur þurft að fara í fjölda jarðarfara hjá vinum undanfarið og lýsir því þannig að hann sjái æskuvini sína aðallega í svörtum fötum. „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir.“ Naloxón eigi að vera aðgengilegt alls staðar Kristján bendir á að undanfarið hafi notendur lagt mikla áherslu á öryggisráðstafanir á borð við fentanýl-próf og naloxon-úða. „Það kemur beint frá notendum.“ Naloxón er nefúði sem inniheldur mótefni við ópíóðum. Hann getur því skipt sköpum ef fólk lendir í því að ofskammta við neyslu ópíóða. Talsmenn skaðaminnkunarúrræða hafa lengi barist fyrir því að naloxón verði gert að lausasölulyfi. Sú vinna virðist ætla að skila sér ef marka má tillögur ráðuneytisins. Kristján segir að taka þurfi mun heildstæðar á ópíóðafaraldrinum en gert er núna. Hann sé aðeins birtingarmynd stærri vanda.Aðsent Kristján vill þó ganga enn lengra en í tillögum ráðuneytisins. Hann segist persónulega vilja sjá naloxón „inni á öllum skemmtistöðum, sjoppum og verslunum og helst á sem flestum stöðum í sjúkrakössum.“ „Þetta snýst svo mikið um að ná til hópsins sem er fyrir utan kerfin, hópsins sem kerfið nær ekki til. Þeirra sem eiga erfitt með að sækja sér aðstoðar vegna félagslegrar stöðu,“ segir Kristján. Honum finnst því að fólk ætti að geta sótt sér naloxón-úða hvar sem er án þess að þurfa að gefa upp persónulegar upplýsingar. Jafnframt finnst honum að það ætti að vera „miklu greiðara aðgengi að Fentanýl-prófum. Þau ættu að vera aðgengileg og niðurgreidd.“ Með því er átt við próf þar sem fólk getur sannreynt hreinleika vímuefna til að sjá hvort þau séu menguð af fentanýli. Undanfarið hafa borist sögur af vímuefnum sem hafa verið blönduð með fentanýli og eru því mun hættulegri en þau ættu að vera. Nýlega stofnuðu tveir vinir sem höfðu báðir unnið í neyðarskýlum fyrir heimilislausa fyrirtækið Varlega sem selur ýmiss konar vímuefnapróf sem gera fólki kleift að athuga sín eigin vímuefni. Vantar fjölbreyttari viðhaldsmeðferðir og meðferðarnálganir „SÁÁ hefur fengið að vera dómínerandi sérfræðivald í langan tíma og mér finnst þurfa að bjóða upp á fjölbreyttari meðferðarnálgun og aðgengi að fjölbreyttari viðhaldsmeðferðum,“ segir Kristján og nefnir að notendur sjálfir hafi kallað eftir því. Eina viðhaldsmeðferðin sem er í boði núna við ópíóðafíkn sé framkvæmd með Suboxone. „Það er meðferðarlyfið sem SÁÁ er með og þau eru með einkaleyfi á því. Það eru margir búnir að vera að berjast fyrir öðruvísi viðhaldsmeðferðum með methodone-i eða contalgin-i,“ segir Kristján. Undanfarið segist Kristján aðallega hafa hitt vini sína í jarðarförum. Hann telur heilbrigðisþjónustu þurfa að vera miklu framvirkari en hún sé núna. Hann sjái unga menn sem þurfi hjálp en séu ófærir um að sækja hana sjálfir.Aðsent Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón og eru notaðar til að halda niðri fráhvörfum. Búprenorfínið blekkir heilinn til þess að halda að hann sé að fá heilan ópíóðaskammt á meðan naloxónið bælir niður ópíóða-viðtakana. Það er misjafnt hvernig Suboxone-meðferð verkar á fólk, sumir hafa lýst því að hún virki alls ekki fyrir þá á meðan hún fer jafnvel illa í aðra. Kristján telur einnig að aðferðarfræði SÁÁ við viðhaldsmeðferðirnar sé ábótavant. „Maður þekkir til þess að ungir strákar sem eru í kringum mann sem hafa verið á Suboxone-meðferð lenda í því að fá bakslag og taka önnur efni. Þá eru þeir komnir í hættu að missa aðgang að meðferðinni,“ segir Kristján. „Það þarf þess vegna fjölbreyttari viðhaldsmeðferðir og meðferðir við vímuefnavanda. En líka greiðara aðgengi að skaðaminnkandi úrræðum og bjargráðum,“ segir Kristján og bætir við að skaðlega löggjöfin sé stærsti þátturinn í ástandinu. „Á meðan þessi efni eru svona ólögleg þá gerast hlutirnir svona.“ Fólk eigi ekki að vera refsað af því það leitar sér aðstoðar Kristján nefni í því samhengi vin sinn sem lést nýlega úr ofskammti og aðdragandann að andláti hans. „Hann var það sem samfélagið myndi kalla fúnkerandi vímuefnanotanda. Hann var hræddur við að leita sér aðstoðar af því hann var hræddur við viðbrögð samfélagsins. Þetta þarf að breytast.“ „Þú átt ekki að vera brennimerktur í kerfinu og þér refsað af því þú leitaðir þér aðstoðar,“ segir Kristján. „Svo finnst mér líka að fíkni- og áfallameðferð ætti að vera meira niðurgreidd. Ég finn fyrir því núna eftir að hafa misst þennan æskuvin minn nýverið. Það er fullt af strákum í kringum hann sem þurfa gríðarlega mikið á áfallameðferð að halda en eiga ekki efni á henni,“ segir Kristján. „Ópíóðafaraldurinn er líka birtingarmynd á einhverju öðru,“ segir Kristján og finnst þess vegna þurfa að taka á þessu heildrænt. Það þurfi að reyna að komast til botns í því hvers vegna svona mikið af ungu fólki, sérstaklega drengjum leiðist út í svona mikla vímuefnaneyslu. Vantar framvirka þjónustu sem grípi fólk betur Kristján segir þörf á breytingum á löggjöfinni og vitundavakningu meðal fólks. Það sem þurfi líka að breytast sé heilbrigðisþjónustan, geðheilbrigðiskerfið og það hvernig kerfið bregst við ofskömmtunum fólks. Þjónustan verði að vera framvirk og niðurgreidd. „Eins og þetta er núna þarft þú að sækja þér þjónustuna en hún ætti í rauninni að koma til þín,“ segir Kristján um það hvernig heilbrigðisþjónustan virkar í dag. Hann tekur æskuvin sinn sem lést nýlega aftur sem dæmi. „Hérna er ungur maður sem lést vegna ofskömmtunar. Nú þurfum við að skoða nærumhverfi hans og hjálpa þeim sem standa í kringum í hann. Þeir þurfa áfallameðferð núna. Og þeir eiga ekki að þurfa að sækja sér hana sjálfir. Nærumhverfið hefur ekkert endilega færnina eða hæfnina til að sækja sér aðstoðina,“ segir Kristján. Þess vegna þurfi þjónustan að vera „framvirk, niðurgreidd, aðgengileg og ekki síður viðurkennd“. Aðeins þannig sé hægt að bregðast við ástandinu. Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Tengdar fréttir „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 „Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00 Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27 Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. 27. apríl 2023 12:04 Hefur sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu Bubbi Morthens segist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári þar sem allir látnu hafi fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir ópíóðafaraldur geisa hér á landi. 23. apríl 2023 17:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Ópíóðafaraldur hefur geisað undanfarin ár á Íslandi en hefur verið sérstaklega mikið í fréttum upp á síðkastið vegna aukins fjölda ofskammtana á árinu. Landlæknir greindi frá því að 35 einstaklingar undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hefðu látið lífið. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, lýsti því yfir að það þyrfti að skera upp herör gegn faraldrinum. Þann 27. apríl greindi Willum síðan frá því að hann myndi ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta heldur yrði einblínt á skaðaminnkandi úrræði. Daginn eftir birtist fjögurra þátta aðgerðaráætlun sem fól í sér 170 milljóna fjárveitingu í málaflokkinn. Vísir ræddi við Kristján Erni Björgvinsson, skaðaminnkunaraðgerðarsinna og fyrrum vímuefnaneytanda, um ópíóðafaraldurinn, aðgerðir stjórnvalda og hvað sé hægt að taka til bragðs. „Það hefur bara ekkert verið hlustað“ Kristján hefur reynslu af vímuefnum bæði sem notandi ungur að árum og síðar meir sem starfsmaður innan kerfisins frá ýmsum öngum. Hann hefur barist fyrir skaðaminnkun undanfarin ár og stofnaði meðal annars Viðmót, samtök um mannúðlega vímuefnastefnu. „Við höfum verið að tala fyrir bættri vímuefnastefnu og auknu öryggi notenda. Betri umgjörð og lífsgæðabreytingu hjá vímuefnaneytendum,“ segir Kristján um yfirlýst markmið Viðmóts sem hann segir stofnuð á grunni „ekkert um okkur, án okkar“-hugarfars. „Það er alltaf bara talað við SÁÁ en sérfræðiþekkingin á líka að liggja hjá notendum, okkar rödd á að skipta máli,“ segir Kristján um tildrögin að stofnun samtakanna. Hvernig blasir ópíóðafaraldurinn við þér sem fyrrum neytenda og aðgerðasinna í málaflokknum? „Maður finnur fyrir því að það hefur verið rosalega mikil aukning á ópíóðum síðustu ár. Og maður er búin að reyna að vekja athygli á því í langan tíma,“ segir hann. „Þetta er tölfræði sem er kannski ekki að skila sér inn í kerfið fyrr en núna. Maður er hins vegar búinn að vera að reyna að berjast fyrir auknum öryggismálum notenda morfínsskyldra lyfja í þó nokkurn tíma. Það hefur bara ekkert verið hlustað,“ bætir Kristján við. Lögreglan taldi afglæpavæðingu ómögulega frá upphafi Kristján situr einnig í starfshóp heilbrigðisráðuneytisins um afglæpavæðingu neysluskammta sem var skipaður 22. febrúar 2022. Hópurinn átti að vinna að endurbættu frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta og sérstaklega skilgreina neysluskammt sem fyrirbæri. Á sínum tíma sárnaði Kristjáni að það væri enginn fulltrúi vímuefnanotenda í starfshópnum. Hann hafði því samband og narraði sig inn í hópinn. Eftir nokkra fundi fannst Kristjáni meginmarkmið hópsins ganga brösulega, að skilgreina neysluskammt. Kristján Ernir hefur reynslu af vímuefnum, bæði sem ungur maður sem hefur náð bata við alvarlegum fíknivanda og sem starfsmaður í skaðaminnkun innan kerfisins.Aðsent Einnig var honum ljóst að hann væri í ákveðnum minnihluta hvað varðaði skoðanir á málaflokknum. Fulltrúi lögreglunnar í hópnum sagði til að mynda strax í upphafi að afglæpavæðing væri ómöguleg. Aftur á móti talaði Kristján sérstaklega fyrir því innan starfshópsins að lögreglan myndi minnka afskipti sín af ofskömmtunartilfellum. Kristján segir að lögregla þurfi ekki alltaf að mæta þegar það er hringt vegna ofskömmtunar „af því fólk veigrar sér við að leita aðstoðar neyðarþjónusta þegar þau eru hrædd við að efni séu gerð upptæk og afleiðingar þess að lögreglan mæti.“ Starfshópurinn er núna búinn að komast að lokaniðurstöðu og lagði til við heilbrigðisráðherra að mótuð yrði heildræn stefna í skaðaminnkun og aðgerðaráætlun byggð á henni. Smeyk við að fara í raunverulegar aðgerðir Eins og kom fram að ofan ákvað heilbrigðisráðherra að leggja ekki fram frumvarp um afglæpavæðingu. Í staðinn kynnti hann fjórar tillögur að aðgerðum á ríkisstjórnarfundi 28. apríl. Á vef Stjórnarráðsins segir að þær verðir ræddar í ráðherranefnd áður en ríkisstjórnin fjallar um niðurstöður hennar. Fyrsta tillagan lagði til þróun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda yrði tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu. Önnur tillagan var að naloxón-úði yrði aðgengilegur á landsvísu endurgjaldslaust. Sú þriðja að úrræði á vegum frjálsra félagasamtaka yrðu efld. Loks að tryggt yrði greitt aðgengi notenda að gagnreyndri lyfjameðferð við ópíóðafíkn með fjölbreyttari ópíóðalyfjum. Aðspurður út í þessar tillögur sagðist Kristján vera ánægður með að naloxón yrði aðgengilegt endurgjaldslaust og að boðið yrði upp á fjölbreyttari viðhaldsmeðferðir. Hins vegar væru það mikil vonbrigði að ekki yrði af afglæpavæðingu. „Við erum alltaf föst í því að vera að taka hálf skref frekar en heil skref. Við erum smeyk við að fara í raunverulegar aðgerðir,“ sagði Kristján og bætti við að margar rannsóknir sýndu að löggjöfin eins og hún er núna væri skaðleg fyrir bæði vímuefnanotendur og hinn almenna borgara. Hann nefnir sérstaklega rannsókn sem Ögmundur Þorgrímsson vann fyrir meistararitgerð sína í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknar Ögmundar bentu „sterklega“ til þess að tilraunir íslenskra stjórnvalda við að hefta neyslu ólöglegra vímuefna gætu haft skaðleg áhrif á fólk. „Þessar 170 milljónir gera ekkert í líkingu við það sem afglæpavæðing og þær aðgerðir sem henni fylgja gætu haft með í för með sér. Ekki það að þetta fari til einskis en ég held að það sé ekki verið að eyða peningunum alveg rétt,“ segir Kristján. Mestar líkur á að rekast á æskuvinina í jarðarförum Kristján sem er 24 ára hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í gegnum það að eiga við alvarlegan vímuefnavanda og ná bata af honum. Það eigi þó alls ekki við um fjölda fólks í kringum hann, sérstaklega drengi á hans aldri. Flestir þeir sem hann þekkir sem eru í mikilli vímuefnaneyslu eru farnir að nota morfín. Það feli í sér að fleiri eru farnir að ofskammta oftar, fólk hefur þurft að leita sér enn meiri aðstoðar og það er almennt þyngri andi yfir vímuefnaneytendum. „Það er mjög oft sem vinir mínir heyra í mér núna sem hafa þurft að fara í fleiri innlagnir. Maður heyrir og sér að þetta er búið að vera alvarlegt í langan tíma,“ segir Kristján og bætir við „það eru fleiri ofskammtanir og notendurnir sjálfir hafa meiri áhyggjur.“ Kristján hefur fundið fyrir þessum auknu ofskömmtunum og andlátum af þeirra völdum á eigin skinni. Hann hefur þurft að fara í fjölda jarðarfara hjá vinum undanfarið og lýsir því þannig að hann sjái æskuvini sína aðallega í svörtum fötum. „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir.“ Naloxón eigi að vera aðgengilegt alls staðar Kristján bendir á að undanfarið hafi notendur lagt mikla áherslu á öryggisráðstafanir á borð við fentanýl-próf og naloxon-úða. „Það kemur beint frá notendum.“ Naloxón er nefúði sem inniheldur mótefni við ópíóðum. Hann getur því skipt sköpum ef fólk lendir í því að ofskammta við neyslu ópíóða. Talsmenn skaðaminnkunarúrræða hafa lengi barist fyrir því að naloxón verði gert að lausasölulyfi. Sú vinna virðist ætla að skila sér ef marka má tillögur ráðuneytisins. Kristján segir að taka þurfi mun heildstæðar á ópíóðafaraldrinum en gert er núna. Hann sé aðeins birtingarmynd stærri vanda.Aðsent Kristján vill þó ganga enn lengra en í tillögum ráðuneytisins. Hann segist persónulega vilja sjá naloxón „inni á öllum skemmtistöðum, sjoppum og verslunum og helst á sem flestum stöðum í sjúkrakössum.“ „Þetta snýst svo mikið um að ná til hópsins sem er fyrir utan kerfin, hópsins sem kerfið nær ekki til. Þeirra sem eiga erfitt með að sækja sér aðstoðar vegna félagslegrar stöðu,“ segir Kristján. Honum finnst því að fólk ætti að geta sótt sér naloxón-úða hvar sem er án þess að þurfa að gefa upp persónulegar upplýsingar. Jafnframt finnst honum að það ætti að vera „miklu greiðara aðgengi að Fentanýl-prófum. Þau ættu að vera aðgengileg og niðurgreidd.“ Með því er átt við próf þar sem fólk getur sannreynt hreinleika vímuefna til að sjá hvort þau séu menguð af fentanýli. Undanfarið hafa borist sögur af vímuefnum sem hafa verið blönduð með fentanýli og eru því mun hættulegri en þau ættu að vera. Nýlega stofnuðu tveir vinir sem höfðu báðir unnið í neyðarskýlum fyrir heimilislausa fyrirtækið Varlega sem selur ýmiss konar vímuefnapróf sem gera fólki kleift að athuga sín eigin vímuefni. Vantar fjölbreyttari viðhaldsmeðferðir og meðferðarnálganir „SÁÁ hefur fengið að vera dómínerandi sérfræðivald í langan tíma og mér finnst þurfa að bjóða upp á fjölbreyttari meðferðarnálgun og aðgengi að fjölbreyttari viðhaldsmeðferðum,“ segir Kristján og nefnir að notendur sjálfir hafi kallað eftir því. Eina viðhaldsmeðferðin sem er í boði núna við ópíóðafíkn sé framkvæmd með Suboxone. „Það er meðferðarlyfið sem SÁÁ er með og þau eru með einkaleyfi á því. Það eru margir búnir að vera að berjast fyrir öðruvísi viðhaldsmeðferðum með methodone-i eða contalgin-i,“ segir Kristján. Undanfarið segist Kristján aðallega hafa hitt vini sína í jarðarförum. Hann telur heilbrigðisþjónustu þurfa að vera miklu framvirkari en hún sé núna. Hann sjái unga menn sem þurfi hjálp en séu ófærir um að sækja hana sjálfir.Aðsent Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón og eru notaðar til að halda niðri fráhvörfum. Búprenorfínið blekkir heilinn til þess að halda að hann sé að fá heilan ópíóðaskammt á meðan naloxónið bælir niður ópíóða-viðtakana. Það er misjafnt hvernig Suboxone-meðferð verkar á fólk, sumir hafa lýst því að hún virki alls ekki fyrir þá á meðan hún fer jafnvel illa í aðra. Kristján telur einnig að aðferðarfræði SÁÁ við viðhaldsmeðferðirnar sé ábótavant. „Maður þekkir til þess að ungir strákar sem eru í kringum mann sem hafa verið á Suboxone-meðferð lenda í því að fá bakslag og taka önnur efni. Þá eru þeir komnir í hættu að missa aðgang að meðferðinni,“ segir Kristján. „Það þarf þess vegna fjölbreyttari viðhaldsmeðferðir og meðferðir við vímuefnavanda. En líka greiðara aðgengi að skaðaminnkandi úrræðum og bjargráðum,“ segir Kristján og bætir við að skaðlega löggjöfin sé stærsti þátturinn í ástandinu. „Á meðan þessi efni eru svona ólögleg þá gerast hlutirnir svona.“ Fólk eigi ekki að vera refsað af því það leitar sér aðstoðar Kristján nefni í því samhengi vin sinn sem lést nýlega úr ofskammti og aðdragandann að andláti hans. „Hann var það sem samfélagið myndi kalla fúnkerandi vímuefnanotanda. Hann var hræddur við að leita sér aðstoðar af því hann var hræddur við viðbrögð samfélagsins. Þetta þarf að breytast.“ „Þú átt ekki að vera brennimerktur í kerfinu og þér refsað af því þú leitaðir þér aðstoðar,“ segir Kristján. „Svo finnst mér líka að fíkni- og áfallameðferð ætti að vera meira niðurgreidd. Ég finn fyrir því núna eftir að hafa misst þennan æskuvin minn nýverið. Það er fullt af strákum í kringum hann sem þurfa gríðarlega mikið á áfallameðferð að halda en eiga ekki efni á henni,“ segir Kristján. „Ópíóðafaraldurinn er líka birtingarmynd á einhverju öðru,“ segir Kristján og finnst þess vegna þurfa að taka á þessu heildrænt. Það þurfi að reyna að komast til botns í því hvers vegna svona mikið af ungu fólki, sérstaklega drengjum leiðist út í svona mikla vímuefnaneyslu. Vantar framvirka þjónustu sem grípi fólk betur Kristján segir þörf á breytingum á löggjöfinni og vitundavakningu meðal fólks. Það sem þurfi líka að breytast sé heilbrigðisþjónustan, geðheilbrigðiskerfið og það hvernig kerfið bregst við ofskömmtunum fólks. Þjónustan verði að vera framvirk og niðurgreidd. „Eins og þetta er núna þarft þú að sækja þér þjónustuna en hún ætti í rauninni að koma til þín,“ segir Kristján um það hvernig heilbrigðisþjónustan virkar í dag. Hann tekur æskuvin sinn sem lést nýlega aftur sem dæmi. „Hérna er ungur maður sem lést vegna ofskömmtunar. Nú þurfum við að skoða nærumhverfi hans og hjálpa þeim sem standa í kringum í hann. Þeir þurfa áfallameðferð núna. Og þeir eiga ekki að þurfa að sækja sér hana sjálfir. Nærumhverfið hefur ekkert endilega færnina eða hæfnina til að sækja sér aðstoðina,“ segir Kristján. Þess vegna þurfi þjónustan að vera „framvirk, niðurgreidd, aðgengileg og ekki síður viðurkennd“. Aðeins þannig sé hægt að bregðast við ástandinu.
Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Tengdar fréttir „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 „Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00 Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27 Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. 27. apríl 2023 12:04 Hefur sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu Bubbi Morthens segist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári þar sem allir látnu hafi fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir ópíóðafaraldur geisa hér á landi. 23. apríl 2023 17:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18
„Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00
Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27
Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. 27. apríl 2023 12:04
Hefur sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu Bubbi Morthens segist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári þar sem allir látnu hafi fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir ópíóðafaraldur geisa hér á landi. 23. apríl 2023 17:31