Trúmál

Fréttamynd

For­setinn byrjar bingó í Kola­portinu

Kolaportsmessa dagsins verður sérlega hátíðleg en sjálfur forseti Íslands mun heiðra messugesti með nærveru sinni. Að lokinni messu mun forsetinn draga fyrstu kúluna í bingói sem er sérhannað til að kenna íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Kannski er meira á bak við lífið en efnið lætur uppi

Lengi vel var það mál margra að með nútímavæðingu mannlegs lífs, aukinni tæknivæðingu, vísindalegri þekkingu og veraldarhyggju almennt myndi trú og trúhneigð óhjákvæmilega þoka hratt og örugglega og á endanum hverfa úr mannlegu samfélagi. Hinn upplýsti maður þyrfti ekki á neinni guðstrú að halda og væri hann upplýstur og menntaður yfirleitt mundi hann ekki vilja trú af neinum toga.

Skoðun
Fréttamynd

Vísbendingar um undanþágur fyrir of ungar brúðir vegna trúar

Þingmaður Pírata hefur fengið ábendingar um að beiðnir um undanþágur til dómsmálaráðuneytisins vegna of lágs giftingaraldurs hafi komið til vegna trúarlegra ástæðna. Margir kristnir söfnuðir líta á kynlíf fyrir hjónaband sem synd og því giftast safnaðarmeðlimir oft nokkuð ungir. Von er á skýrslu um undanþágurnar á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Smára­kirkja hafnar því að vera sér­trúar­söfnuður

Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi

Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Flúðu trúarof­beldi í sér­trúar­söfnuðum á Ís­landi

Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða.

Innlent
Fréttamynd

Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé

Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað

Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 

Innlent
Fréttamynd

Skírði sóknarbörnin vitlaust í sextán ár

Kaþólskur prestur í Arizona í Bandaríkjunum gerði reginmistök við störf sín í sextán ár. Hann skírði sóknarbörnin vitlaust og telur kaþólska kirkjan nú að allir þeir sem hann skírði séu ekki skírðir í Guðs augum.

Erlent
Fréttamynd

„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“

Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fjölgar mest í Sið­mennt

Frá byrjun desember hefur fjölgun meðlima í trúfélögum verið mest hjá Siðmennt, en þar hefur fjölgað um 649 meðlimi eða 16,1 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Felix predikar á nýársdag í Vídalínskirkju

Áramótin verða með öðruvísi hætti í ár en kórónuveirufaraldurinn setur annað árið í röð strik í reikninginn. Engar brennur verða til að mynda á höfuðborgarsvæðinu og hefur biskup tekið þá ákvörðun að aflýsa helgihaldi. Biskupsritari segir mikilvægt að bregðast við óvenjulegum og krefjandi aðstæðum í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Um kristna menningu (hug­leiðingar um jól)

Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv.

Skoðun
Fréttamynd

Frans páfi biður fyrir enda­lokum far­aldurs

Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur.

Erlent
Fréttamynd

„Stíga inn í nú­tímann“ og streyma helgi­haldi

Helgihald skipar eðli málsins samkvæmt stóran sess í hátíðarhöldum almennings yfir jólin. Tvísýnt hefur verið um fjölmenna viðburði vegna kórónuveirufaraldursins og trúarathafnir eru þar engin undantekning. Messum í dag, aðfangadag, verður streymt en einnig verður unnt taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa.

Innlent
Fréttamynd

Von á miklum fjölda við útför Fjölnis

Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn.

Innlent