Vottar Jehóva tapa dómsmáli í Noregi Örn Svavarsson skrifar 3. maí 2023 11:45 Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins. Rétt fyrir jólin í fyrra, 22.12.22, var í ljósi nýju trúfélagslaganna réttur Votta Jehóva til að skrá sig sem löglegt trúfélag, afnuminn. Ástæðan er einföld, trúfélagið fer á svig við lögin, með fyrirmælum um að safnaðarmeðlimur sem kýs að yfirgefa félagið, eða er hreinlega rekinn af einni ástæðu eða annarri, skuli hunsaður með öllu. Í ritum trúfélagsins sem og á heimasíðu þess eru leiðbeiningar um hvernig einangra skuli útskúfaða frá samneyti við sitt venslafólk, meira að segja ungt fólk sem alið hefur allan sinn aldur innan vébanda safnaðarins, jafnvel unglinga. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsákvörðunar fyrir söfnuðinn eru fyrst og fremst, að þeim er meinað um ríkisstyrk sem öll skráð trúfélög fá, líkt og hérlendis. Eins og gefur að skilja voru norskir Vottar Jehóva ósáttir við þessa stöðu og fengu viku síðar, þann 28.12., lögbann á ákvörðun ráðuneytisins og fóru í mál við ríkið/Barna- og fjölskylduráðuneytið. Dómur féll í málinu þann 26. apríl s.l. Niðurstaðan er afdráttarlaus, lögbanninu var hnekkt. Útskúfunin brýtur gegn ákvæði laganna um frelsi til að yfirgefa trúfélag án afleiðinga af hálfu félagsins. Bent er á í dómnum að slík hunsun hafi í raun alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir hinn útskúfaða, heldur ekki síður fyrir innansafnaðarfólk, sem gert er að hunsa góðan vin og ættingja. Varðandi börn felur útskúfunin í sér neikvæðan félagslegan yfirgang og andlega valdbeitingu sem brýtur á réttindum barnsins, segir Liv Inger Gjone Gabrielsen, lögmaður ráðuneytisins. Hún hnykkir á því að afleiðingar þessara aðgerða safnaðarmeðlima gagnvart brottreknum geta verið afar alvarlegar. Hverjum safnaðarmeðlimi er ljóst að yfirgefi hann söfnuðinn tapar hann sambandi við fjölskyldu og vini sem hann hefur alist upp með og/eða varið ævinni með að hluta eða öllu leyti. Þessi staðreynd er ekkert annað en hindrun, segir í dómnum. Síðan er jafnframt hnykkt á í dómnum, að nýju lögin eru afdráttarlaus hvað varðar, að trúfélög megi ekki leggja hindranir eða setja skilyrði fyrir því að fólk segi sig úr félaginu. Vottarnir sitja uppi með um 20 til 30 milljóna króna (ísl) málskostnað og umfram allt, árlegt átekjutap upp á um 200 milljónir (ísl) í töpuðum ríkisstyrk. Höfundur er fyrrverandi félagi í Vottum Jehova. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins. Rétt fyrir jólin í fyrra, 22.12.22, var í ljósi nýju trúfélagslaganna réttur Votta Jehóva til að skrá sig sem löglegt trúfélag, afnuminn. Ástæðan er einföld, trúfélagið fer á svig við lögin, með fyrirmælum um að safnaðarmeðlimur sem kýs að yfirgefa félagið, eða er hreinlega rekinn af einni ástæðu eða annarri, skuli hunsaður með öllu. Í ritum trúfélagsins sem og á heimasíðu þess eru leiðbeiningar um hvernig einangra skuli útskúfaða frá samneyti við sitt venslafólk, meira að segja ungt fólk sem alið hefur allan sinn aldur innan vébanda safnaðarins, jafnvel unglinga. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsákvörðunar fyrir söfnuðinn eru fyrst og fremst, að þeim er meinað um ríkisstyrk sem öll skráð trúfélög fá, líkt og hérlendis. Eins og gefur að skilja voru norskir Vottar Jehóva ósáttir við þessa stöðu og fengu viku síðar, þann 28.12., lögbann á ákvörðun ráðuneytisins og fóru í mál við ríkið/Barna- og fjölskylduráðuneytið. Dómur féll í málinu þann 26. apríl s.l. Niðurstaðan er afdráttarlaus, lögbanninu var hnekkt. Útskúfunin brýtur gegn ákvæði laganna um frelsi til að yfirgefa trúfélag án afleiðinga af hálfu félagsins. Bent er á í dómnum að slík hunsun hafi í raun alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir hinn útskúfaða, heldur ekki síður fyrir innansafnaðarfólk, sem gert er að hunsa góðan vin og ættingja. Varðandi börn felur útskúfunin í sér neikvæðan félagslegan yfirgang og andlega valdbeitingu sem brýtur á réttindum barnsins, segir Liv Inger Gjone Gabrielsen, lögmaður ráðuneytisins. Hún hnykkir á því að afleiðingar þessara aðgerða safnaðarmeðlima gagnvart brottreknum geta verið afar alvarlegar. Hverjum safnaðarmeðlimi er ljóst að yfirgefi hann söfnuðinn tapar hann sambandi við fjölskyldu og vini sem hann hefur alist upp með og/eða varið ævinni með að hluta eða öllu leyti. Þessi staðreynd er ekkert annað en hindrun, segir í dómnum. Síðan er jafnframt hnykkt á í dómnum, að nýju lögin eru afdráttarlaus hvað varðar, að trúfélög megi ekki leggja hindranir eða setja skilyrði fyrir því að fólk segi sig úr félaginu. Vottarnir sitja uppi með um 20 til 30 milljóna króna (ísl) málskostnað og umfram allt, árlegt átekjutap upp á um 200 milljónir (ísl) í töpuðum ríkisstyrk. Höfundur er fyrrverandi félagi í Vottum Jehova.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar