Fastan og fótboltinn fari vel saman Valur Páll Eiríksson skrifar 14. apríl 2023 08:00 Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, hefur fastað síðan 22. mars og klárar 21. apríl, þegar Ramadan lýkur. Vísir/Sigurjón Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni. Kamel er Dani af írökskum uppruna og samdi við Keflavík í vetur. Hann hefur nú fastað síðan 22. mars síðastliðinn, þegar Ramadan hófst, en hvernig gengur það fyrir sig? „Það byrjar frá sólarupprás til sólarlags, þá föstum við. Enginn matur og engir drykkir. Fólk heldur að þetta snúist bara um það en það er meira. Allur líkaminn og öll sálin fastar, hugurinn og hjartað. Hvað get ég sagt? Maður kemur hreinn út úr þessu þegar það er búið. Svo þetta er mjög áhugavert,“ segir Kamel í samtali við Stöð 2. Erfitt fyrst en eykur svo á kraft En hvaða áhrif hefur það á hann sem íþróttamann? „Í byrjun er ég dálítið slappur og þreyttur, svimar kannski aðeins fyrstu dagana. En eftir það er ég endurnærður, mér finnst ég kraftmeiri og mér líður vel. Það er skrýtið að segja að manni líði vel þegar maður hvorki borðar né drekkur þennan mánuð en mér líður í rauninni vel,“ segir Kamel sem jafnframt fagnar þá nýju reglunum sem kynntar voru í gær. „Þær hafa mikla þýðingu, þær hjálpa mikið og þær draga úr álaginu á leikmönnunum. Þeir þurfa ekki rjúka burt í miðjum leik til að fá sér eitthvað að borða eða drekka. Það mun hjálpa þeim mikið í framtíðinni. En það eru ekki svo margir dagar eftir af þessum föstumánuði en í framtíðinni mun þetta hjálpa mörgum leikmönnum.“ segir Kamel. Fær mikinn stuðning Hann segir þá liðsfélaga sína og starfslið Keflavíkur hafa stutt sig vel síðustu vikur. „Já, þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning. Liðsfélagar, þjálfarar og allir í kringum félagið hafa sýnt mér mikinn stuðning og ég er þakklátur fyrir það.“ Þrátt fyrir föstuna skoraði Kamel og var besti maður vallarins er Keflavík vann 2-1 sigur á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar síðustu helgi. Hann fagnar því að hafa komist vel af stað. „Auðvitað. Það vilja allir byrja vel. Það er enn sérstakara þegar það er nýtt félag og ný deild að byrja vel en við stóðum okkur vel. Við reyndum að gera okkar besta og okkur tókst það að lokum. Það mikilvægasta er að vinna og ná árangri.“ Kamel var þá býsna kalt á meðan viðtal var tekið við hann í stillu og fimm gráðu hita. Hann ber Íslandi þó vel söguna. „Ísland er sérstakt. Ég kann vel við það. Það er öðruvísi. En ég kann vel við mig. Þetta er ný reynsla fyrir mig. Ég hef bara heyrt góða hluti um landið og deildina.“ segir Kamel. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan og í þeim neðri má sjá helstu atvikin úr leik Keflavíkur við Fylki síðustu helgi. Keflavík mætir KR í annarri umferð Bestu deildar karla á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin. Fótbolti Besta deild karla Keflavík ÍF Trúmál Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Kamel er Dani af írökskum uppruna og samdi við Keflavík í vetur. Hann hefur nú fastað síðan 22. mars síðastliðinn, þegar Ramadan hófst, en hvernig gengur það fyrir sig? „Það byrjar frá sólarupprás til sólarlags, þá föstum við. Enginn matur og engir drykkir. Fólk heldur að þetta snúist bara um það en það er meira. Allur líkaminn og öll sálin fastar, hugurinn og hjartað. Hvað get ég sagt? Maður kemur hreinn út úr þessu þegar það er búið. Svo þetta er mjög áhugavert,“ segir Kamel í samtali við Stöð 2. Erfitt fyrst en eykur svo á kraft En hvaða áhrif hefur það á hann sem íþróttamann? „Í byrjun er ég dálítið slappur og þreyttur, svimar kannski aðeins fyrstu dagana. En eftir það er ég endurnærður, mér finnst ég kraftmeiri og mér líður vel. Það er skrýtið að segja að manni líði vel þegar maður hvorki borðar né drekkur þennan mánuð en mér líður í rauninni vel,“ segir Kamel sem jafnframt fagnar þá nýju reglunum sem kynntar voru í gær. „Þær hafa mikla þýðingu, þær hjálpa mikið og þær draga úr álaginu á leikmönnunum. Þeir þurfa ekki rjúka burt í miðjum leik til að fá sér eitthvað að borða eða drekka. Það mun hjálpa þeim mikið í framtíðinni. En það eru ekki svo margir dagar eftir af þessum föstumánuði en í framtíðinni mun þetta hjálpa mörgum leikmönnum.“ segir Kamel. Fær mikinn stuðning Hann segir þá liðsfélaga sína og starfslið Keflavíkur hafa stutt sig vel síðustu vikur. „Já, þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning. Liðsfélagar, þjálfarar og allir í kringum félagið hafa sýnt mér mikinn stuðning og ég er þakklátur fyrir það.“ Þrátt fyrir föstuna skoraði Kamel og var besti maður vallarins er Keflavík vann 2-1 sigur á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar síðustu helgi. Hann fagnar því að hafa komist vel af stað. „Auðvitað. Það vilja allir byrja vel. Það er enn sérstakara þegar það er nýtt félag og ný deild að byrja vel en við stóðum okkur vel. Við reyndum að gera okkar besta og okkur tókst það að lokum. Það mikilvægasta er að vinna og ná árangri.“ Kamel var þá býsna kalt á meðan viðtal var tekið við hann í stillu og fimm gráðu hita. Hann ber Íslandi þó vel söguna. „Ísland er sérstakt. Ég kann vel við það. Það er öðruvísi. En ég kann vel við mig. Þetta er ný reynsla fyrir mig. Ég hef bara heyrt góða hluti um landið og deildina.“ segir Kamel. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan og í þeim neðri má sjá helstu atvikin úr leik Keflavíkur við Fylki síðustu helgi. Keflavík mætir KR í annarri umferð Bestu deildar karla á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin.
Fótbolti Besta deild karla Keflavík ÍF Trúmál Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03