Landbúnaður

Fréttamynd

Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur

Í gær uppgötvaðist að hundar hafi gengið lausir í Borgarfirði og drepið kindur eða flæmt þær úti í skurði. Á bænum Höll í Þverárhlíð fann Grétar Þór Reynisson bóndi níu dauðar kindur í gær og eina helsærða.

Innlent
Fréttamynd

Færri börn undir eftir­liti vegna E.coli en enn fimm á gjör­gæslu

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður.  Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur

Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. 

Skoðun
Fréttamynd

Land­búnaður og kosningar

Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið.

Skoðun
Fréttamynd

Slátur og stuð í fé­lags­heimilinu á Blöndu­ósi

Það stendur mikið til á Blönduósi á morgun sunnudag því þá ætla íbúar staðarins og í sveitunum þar í kring að koma saman í félagsheimilinu og taka slátur. Búist er við góðri mætingu þar sem allir hjálpast að og njóta samverunnar í leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Rollubingó og hrútasýning á Flúðum

Allir glæsilegustu hrútar í Hrunamannahreppi komu fram á hrútasýningu á Flúðum þar sem þeir voru þuklaðir í bak og fyrir til að finna út hver væri með bestu lærin, bakið og bringuna. Þá vakti rollubingó sýningarinnar mikla kátínu gesta.

Innlent
Fréttamynd

Bændur eru skilvísir með greiðslu lána sinna

Bændur geta nú fengið 90% lán hjá Byggðastofnun og hefur það gert ungu fólki kleyft að hefja búskap. Á þessu ári er búið að samþykkja ellefu slík lán vegna kynslóðaskipta í sveitum landsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir bændur mjög skilvísa lánveitendur.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Nýir tímar í land­búnaði

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hótel Selfossi í tilefni af Degi landbúnaðarins í dag. Dagskráin hefst kl. 9:30 í dag og hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Slátur­gerð, Sherry og súkku­laði á Hellu

Eitt af haustverkum margra heimila er að taka slátur til að eiga í kistunni í vetur og myndast oft skemmtileg stemming við sláturgerðina. Á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu er alltaf tekið slátur þar sem heimilismenn eru í aðalhlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Það er töff að vera sauðfjárbóndi

Íslenska sauðkindin er í mikilli sókn um þessar mundir ef marka má áhuga fólks á viðburðum þar sem hún er til sýnis eins og fjárlitasýningu í Rangárþingi ytra.

Lífið
Fréttamynd

Minnkandi losun en um­­­fram út­hlutanir Ís­lands

Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Ullarvika til heiðurs ís­lensku sauð­kindinni

Það verður mikið um að vera á Suðurlandi næstu sjö daga þegar íslenska ullin er annars vegar því sérstök ullarvika er að hefjast með fjölbreyttri dagskrá eins og fjárlitasýningu, spunasamkeppni og tískusýningu.

Innlent
Fréttamynd

Um 100 þúsund fjár slátrað á Sel­fossi

Um hundrað og tíu erlendir starfsmenn komu sérstaklega til landsins til að vinna í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi, margir vanir slátrar og fólk, sem hefur komið oft áður til að vinna í sláturtíðinni. Um hundrað þúsund fjár verður slátrað nú í haust í sláturhúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Lífræni dagurinn er í dag

Lífræni dagurinn er haldinn í dag en þá gefst áhugasömum kostur á að kynna sér allt um lífræna ræktun á nokkrum stöðum á landinu. Eins og staðan er í dag er aðeins eitt prósent af vörum lífrænar á Íslandi, en stefnt er á að sú tala verði komin upp í tíu prósent árið 2040.

Innlent
Fréttamynd

Hefur verið með kindur í Reykja­vík í 67 ár

Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Daun­ill þróun í metan­losun mann­kynsins

Losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans hefur aldrei aukist hraðar en um þessar mundir þrátt fyrir loforð ríkja um að koma böndum á hana. Hún er sögð auka hættuna á að hnattræn hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér.

Erlent
Fréttamynd

Tölum um sam­keppni í land­búnaði

Síðan frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum gekk í gildi á vordögum hafa umræður verið háværar í fjölmiðlum um spillingu, einokun og hagsmunapot formanns atvinnuveganefndar á málinu. Síðast í gær fór Kastljós RÚV vandlega yfir meintan glæpaferil málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Bjóða bændum þyrluflug í smala­mennsku fyrir slikk

Þyrluflugfélagið HeliAir Iceland hefur boðist til að létta bændum við Eyjafjörð smalamennskuna þetta haustið. Bændum býðst þyrluflug upp á fjöll og lengst inn í dali Tröllaskaga fyrir tvöþúsund krónur túrinn á mann.

Innlent
Fréttamynd

Mikil fagnaðar­læti vegna hænu í Hvera­gerði

Mikil gleði braust út á heimili mæðgna í Hveragerði í vikunni þegar hænan Sóley skilaði sér heim eftir að hafa verið týnd í átta daga. Mæðgurnar voru búnir að gefa það upp bátinn að Sóley fyndist á lífi en það ótrúlega gerðist, hún kom sprelllifandi heim.

Lífið
Fréttamynd

Al­þingi fyrir sér­hags­muni?

Nú líður að nýju þingi í sögu lýðveldisins, en fá mál vöktu meiri athygli við þinglok síðastliðið vor en kaup Kaupfélags Skagfirðinga, KS, á öllu hlutafé í kjötiðnaðarfyrirtækinu Norðlenska á Akureyri.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsundir lítra af kjöt­súpu á Hvols­velli

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu.

Lífið