Sungið og sungið í Tungnaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2025 20:05 Sungið af mikilli innlifun í Tungnaréttum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. Það er stór réttarhelgi á Suðurlandi og allir í hátíðaskapi. Lömbin koma væn af fjalli og bændur alsælir með sumarið. Fjöldi fólks mætti í Hrunaréttir í gær eins og alltaf og kepptust bændur og þeirra fólk við að draga féð í sína dilka. „Þetta er bara gleðidagur, það er gott veður og féð er vænt og allir kátir held ég. Lömbin eru frekar góð í ár enda er þetta er búið að vera gott sumar, það er búið að vera hlýtt og rigningasamt,” segir Jón Bjarnason, fjallkóngur Hrunamanna. Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna með dóttir sína, Ólöfu Björk, tveggja ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki skemmtilegt í réttunum? „Jú, það er helvíti gaman. Það er skemmtilegast að draga rollurnar og reka svo heim,” segir Steinn Steinar Steinarsson, væntanlegur sauðfjárbóndi. Ætlar þú kannski að verða sauðfjárbóndi? „Nei, ekki alveg.” En hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kúabóndi,” segir Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára væntanlegur kúabóndi, sem var í Hrunaréttum. Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára, sem ætlar sér að verða kúabóndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Skeiðamanna í Reykjaréttum í morgun segir féð koma vænt og fallegt af fjalli þetta haustið. „Mér líst bara vel á þetta, féð er fallegt og leitirnar gengu mjög vel. Þetta gæti verið kringum fimm þúsund fjár í réttunum,“ segir Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur. Ágúst Ingi Ketilsson, annar af fjallkóngum Reykjarétta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líka góð stemning í Tungnaréttum í morgun, ótrúlega mikið af fólki og allir í svo góðu skapi enda stór og mikill og stór hátíðisdagur í sveitinni. Einkennislag Tungurétta og Tungnamanna var að sjálfsögðu sungið í réttunum, Kristján í Stekkholti, hvað annað. Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sauðfé Landbúnaður Réttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Það er stór réttarhelgi á Suðurlandi og allir í hátíðaskapi. Lömbin koma væn af fjalli og bændur alsælir með sumarið. Fjöldi fólks mætti í Hrunaréttir í gær eins og alltaf og kepptust bændur og þeirra fólk við að draga féð í sína dilka. „Þetta er bara gleðidagur, það er gott veður og féð er vænt og allir kátir held ég. Lömbin eru frekar góð í ár enda er þetta er búið að vera gott sumar, það er búið að vera hlýtt og rigningasamt,” segir Jón Bjarnason, fjallkóngur Hrunamanna. Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna með dóttir sína, Ólöfu Björk, tveggja ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki skemmtilegt í réttunum? „Jú, það er helvíti gaman. Það er skemmtilegast að draga rollurnar og reka svo heim,” segir Steinn Steinar Steinarsson, væntanlegur sauðfjárbóndi. Ætlar þú kannski að verða sauðfjárbóndi? „Nei, ekki alveg.” En hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kúabóndi,” segir Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára væntanlegur kúabóndi, sem var í Hrunaréttum. Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára, sem ætlar sér að verða kúabóndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Skeiðamanna í Reykjaréttum í morgun segir féð koma vænt og fallegt af fjalli þetta haustið. „Mér líst bara vel á þetta, féð er fallegt og leitirnar gengu mjög vel. Þetta gæti verið kringum fimm þúsund fjár í réttunum,“ segir Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur. Ágúst Ingi Ketilsson, annar af fjallkóngum Reykjarétta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líka góð stemning í Tungnaréttum í morgun, ótrúlega mikið af fólki og allir í svo góðu skapi enda stór og mikill og stór hátíðisdagur í sveitinni. Einkennislag Tungurétta og Tungnamanna var að sjálfsögðu sungið í réttunum, Kristján í Stekkholti, hvað annað.
Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sauðfé Landbúnaður Réttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira