Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2025 15:58 Eyjólfur Ingvi Bjarnason er formaður stjórnar hjá deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Formaður stjórnar segir vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagi í landinu og segir verð fyrir dilkakjöt ekki standa undir þeim kostnaði sem falli til við framleiðsluna, jafnvel að teknu tilliti til stuðningskerfa. Reiknuð verðhækkun fyrir kindakjöt sem kynnt hefur verið fyrir komandi haust er 2,2 prósent fyrir dilkakjöt og 1 prósent fyrir fullorðið, en ársverðbólga síðustu tólf mánuði er um fjögur prósent. „Skilaboðin sem við sauðfjárbændur fáum eru svolítið þau að menn eigi að halda áfram að draga saman seglin. En það sem við verðum líka að hafa í huga er að það er alls staðar samdráttur í framleiðslu erlendis líka.“ „Þannig ef að við framleiðum ekki nóg af kjöti hér innanlands er heldur ekkert offramboð erlendis,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Hækkun fylgi ekki verðlagi Hann segir að þar sem verðhækkunin fylgi ekki almennu verðlagi í landinu sé um að ræða verðrýrnun frá síðasta ári. Nýju verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafa verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi greinarinnar til framtíðar. Eyjólfur heldur því til haga að verðhækkanir hafi verið í takt við verðlagsþróun hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem verð hækkaði um 4 prósent fyrir dilkajöt og 4,3 prósent fyrir fullorðið. Hjá öðrum afurðarstöðvum hafi verð hækkað um 1,6 prósent fyrir dilkakjöt og 0 prósent fyrir fullorðið. Eyjólfur segir að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis hafi ekki gengið í gegn að fullu, þar sem dómsmál hafi tafið fyrir mögulegum hagræðingaraðgerðum sem til hafi staðið að ráðast í. „Við skorum á afurðastöðvar að endurskoða útgefin verð, og senda þau skilaboð að menn eigi að halda áfram að stunda búskap, það er það sem þetta snýst um,“ segir Eyjólfur. Nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði Í tilkynningu Bændasamtakanna segir að á síðustu árum hafi tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016 - 2017. „Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum. Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.“ „Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Reiknuð verðhækkun fyrir kindakjöt sem kynnt hefur verið fyrir komandi haust er 2,2 prósent fyrir dilkakjöt og 1 prósent fyrir fullorðið, en ársverðbólga síðustu tólf mánuði er um fjögur prósent. „Skilaboðin sem við sauðfjárbændur fáum eru svolítið þau að menn eigi að halda áfram að draga saman seglin. En það sem við verðum líka að hafa í huga er að það er alls staðar samdráttur í framleiðslu erlendis líka.“ „Þannig ef að við framleiðum ekki nóg af kjöti hér innanlands er heldur ekkert offramboð erlendis,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Hækkun fylgi ekki verðlagi Hann segir að þar sem verðhækkunin fylgi ekki almennu verðlagi í landinu sé um að ræða verðrýrnun frá síðasta ári. Nýju verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafa verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi greinarinnar til framtíðar. Eyjólfur heldur því til haga að verðhækkanir hafi verið í takt við verðlagsþróun hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem verð hækkaði um 4 prósent fyrir dilkajöt og 4,3 prósent fyrir fullorðið. Hjá öðrum afurðarstöðvum hafi verð hækkað um 1,6 prósent fyrir dilkakjöt og 0 prósent fyrir fullorðið. Eyjólfur segir að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis hafi ekki gengið í gegn að fullu, þar sem dómsmál hafi tafið fyrir mögulegum hagræðingaraðgerðum sem til hafi staðið að ráðast í. „Við skorum á afurðastöðvar að endurskoða útgefin verð, og senda þau skilaboð að menn eigi að halda áfram að stunda búskap, það er það sem þetta snýst um,“ segir Eyjólfur. Nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði Í tilkynningu Bændasamtakanna segir að á síðustu árum hafi tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016 - 2017. „Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum. Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.“ „Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira