Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2025 12:12 Allir eru velkomnir á Hvolsvöll um helgina til að taka þátt í Kjötsúpuhátíðinni miklu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjötsúpa mun flæða um Hvolsvöll og næsta nágrenni um helgina því Kjötsúpuhátíð stendur yfir á svæðinu þar sem allir geta fengið eins mikið af ókeypis kjötsúpa eins og þeir geta í sig látið. Fjölmörg skemmtiatriði verða einnig í boði og risa grillveisla í dag svo eitthvað sé nefnt. Kjötsúpuhátíðin hófst formlega á miðvikudagskvöld þar sem bændurnir á bænum Stóru Mörk undir Eyjafjöllum buðu öllum, sem vildu í kjötsúpu heim til sín og mættu um 300 manns þangað. Sóli Hólm var með uppistand í risa tjaldi á miðbæjartúninu á Hvolsvelli á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi var súpurölt þar sem íbúar og gestir fóru á milli húsa til að smakka á kjötsúpu eða einhverri annari súputegund. Sigmundur Páll Jónsson er markaðs- og kynningarstjóri Rangárþings eystra og veit því allt um Kjötsúpuhátíðina. „Á eftir klukkan 14:00 hefst fjölskylduhátíðin inn í tjaldinu á miðbæjartúninu en þar verða til dæmis strákarnir í Væb og Anna í Frozen og allskonar. Svo eru viðburðir um allan bæ. Það eru tónleikar í Unu og það voru tónleikar í Eldstó á fimmtudaginn og svo verður ball með Stuðlabandinu í kvöld og engin önnur en Guðrún Árný ætlar að hita upp með brekkusöng í kvöld,“ segir Sigmundur. Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarstjóri Rangárþings eystra, sem er allt í öllu varðandi Kjötsúpuhátíðina á Hvolsvelli um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigmundur segir að það sé frítt inn á alla viðburði á hátíðinni og það kunni gestir sérstaklega vel að meta. „Við viljum bara sýna fram á það hversu gott er að búa í Rangárþingi eystra og íbúar taka virkan þátt í öllu,“ segir hann. Og kjötsúpa flæðir yfir allt hér eða hvað? „Já, já, Kjötsúpan flæðir um allt og það eru reyndar allskonar súpur en mjög mikið af kjötsúpu og það er kjöt í súpunni“, tekur Sigmundur skýrt fram skellihlæjandi. Kjötsúpuhátíðin verður 20 ára á næsta ári og þá segir að Sigmundur að hátíðin verði sérstaklega vegleg og flott. En hversu mikilvægt er að halda svona bæjarhátíð eins og á Hvolsvelli? „Þetta er gríðarlega mikilvægt, bara hrista saman fólkið þannig að fólk finni fyrir því að við stöndum saman öll hérna í að gera bæinn okkar skemmtilegan og fallegan og þetta hristir saman göturnar í skreytingum og bjóða upp á súpur. Þetta er gríðarlega mikilvægt,“ segir Sigmundur Páll. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum við Kjötsúpupottinn en á milli 200 og 300 manns komu á bæinn á fimmtudagskvöld til að fá sér ókeypis Kjötsúpu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Menning Landbúnaður Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Kjötsúpuhátíðin hófst formlega á miðvikudagskvöld þar sem bændurnir á bænum Stóru Mörk undir Eyjafjöllum buðu öllum, sem vildu í kjötsúpu heim til sín og mættu um 300 manns þangað. Sóli Hólm var með uppistand í risa tjaldi á miðbæjartúninu á Hvolsvelli á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi var súpurölt þar sem íbúar og gestir fóru á milli húsa til að smakka á kjötsúpu eða einhverri annari súputegund. Sigmundur Páll Jónsson er markaðs- og kynningarstjóri Rangárþings eystra og veit því allt um Kjötsúpuhátíðina. „Á eftir klukkan 14:00 hefst fjölskylduhátíðin inn í tjaldinu á miðbæjartúninu en þar verða til dæmis strákarnir í Væb og Anna í Frozen og allskonar. Svo eru viðburðir um allan bæ. Það eru tónleikar í Unu og það voru tónleikar í Eldstó á fimmtudaginn og svo verður ball með Stuðlabandinu í kvöld og engin önnur en Guðrún Árný ætlar að hita upp með brekkusöng í kvöld,“ segir Sigmundur. Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarstjóri Rangárþings eystra, sem er allt í öllu varðandi Kjötsúpuhátíðina á Hvolsvelli um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigmundur segir að það sé frítt inn á alla viðburði á hátíðinni og það kunni gestir sérstaklega vel að meta. „Við viljum bara sýna fram á það hversu gott er að búa í Rangárþingi eystra og íbúar taka virkan þátt í öllu,“ segir hann. Og kjötsúpa flæðir yfir allt hér eða hvað? „Já, já, Kjötsúpan flæðir um allt og það eru reyndar allskonar súpur en mjög mikið af kjötsúpu og það er kjöt í súpunni“, tekur Sigmundur skýrt fram skellihlæjandi. Kjötsúpuhátíðin verður 20 ára á næsta ári og þá segir að Sigmundur að hátíðin verði sérstaklega vegleg og flott. En hversu mikilvægt er að halda svona bæjarhátíð eins og á Hvolsvelli? „Þetta er gríðarlega mikilvægt, bara hrista saman fólkið þannig að fólk finni fyrir því að við stöndum saman öll hérna í að gera bæinn okkar skemmtilegan og fallegan og þetta hristir saman göturnar í skreytingum og bjóða upp á súpur. Þetta er gríðarlega mikilvægt,“ segir Sigmundur Páll. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum við Kjötsúpupottinn en á milli 200 og 300 manns komu á bæinn á fimmtudagskvöld til að fá sér ókeypis Kjötsúpu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Menning Landbúnaður Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira