Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar 3. október 2025 16:00 Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu bænda á Íslandi og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar. Þannig er ætlunin að tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ýtt undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Þessi áform eru bæði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, sem og í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands til ársins 2040 þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggt verði með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað er skv. EES-löggjöf. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að skilyrði þess að félag teljist til framleiðendafélags verði skilgreind sérstaklega. Meginatriðið er að slík félög séu undir beinum yfirráðum bænda. Að auki er lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði falið að hafa eftirlit með félögunum og leggja mat á hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða á þessum tímapunkti hvaða fyrirtæki munu uppfylla skilyrði til að geta orðið framleiðendafélög og það háð mati í hverju tilfelli fyrir sig. Ný ákvæði um söfnunarskyldu og heimtökukostnað Þá er lagt til að sett verði á söfnunarskylda afurðastöðva og framleiðendafélaga sem fara með a.m.k. 40% markaðshlutdeild í viðkomandi búgrein á markaði. Jafnframt er lögð sú skylda á slíkar afurðastöðvar eða framleiðendafélög að þær taki ekki hærra gjald af bændum vegna heimtekinna afurða en sem nemur raunkostnaði, en hingað til hefur hvorki verið ákvæði um söfnunarskyldu né skilyrði um heimtökukostnað í búvörulögum. Samhliða er lagt til að breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga vorið 2024 og gáfu kjötafurðastöðum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum verði felldar brott. Auk þess er lagt að ákvæði 71. gr. búvörulaga um heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til sameininga og ýmis konar samstarfs verði fellt brott 1. júlí 2027. Þar sem lagðar eru til heimildir fyrir bændur og félög þeirra til að eiga með sér samstarf er fyrrnefnt ákvæði óþarft, verði frumvarpið að lögum. Þó er lagt upp með að veita rúman aðlögunartíma að þessari tilteknu breytingu, svo að þeir aðilar sem starfað hafa á grundvelli 71. gr. hafi svigrúm til að bregðast við. Tilgangur frumvarpsins er ekki síst að lögfesta almennar samstarfsheimildir óháðar búgreinum. Ég vil hvetja alla þá sem kunna að hafa hagsmuni af þessu máli, þ.m.t. bændur og neytendur, sem og aðra áhugasama til þess að koma sjónarmiðum sínum um drög frumvarpsins á framfæri í samráðsgátt, en umsagnarfrestur er til og með 17. október nk. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu bænda á Íslandi og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar. Þannig er ætlunin að tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ýtt undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Þessi áform eru bæði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, sem og í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands til ársins 2040 þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggt verði með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað er skv. EES-löggjöf. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að skilyrði þess að félag teljist til framleiðendafélags verði skilgreind sérstaklega. Meginatriðið er að slík félög séu undir beinum yfirráðum bænda. Að auki er lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði falið að hafa eftirlit með félögunum og leggja mat á hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða á þessum tímapunkti hvaða fyrirtæki munu uppfylla skilyrði til að geta orðið framleiðendafélög og það háð mati í hverju tilfelli fyrir sig. Ný ákvæði um söfnunarskyldu og heimtökukostnað Þá er lagt til að sett verði á söfnunarskylda afurðastöðva og framleiðendafélaga sem fara með a.m.k. 40% markaðshlutdeild í viðkomandi búgrein á markaði. Jafnframt er lögð sú skylda á slíkar afurðastöðvar eða framleiðendafélög að þær taki ekki hærra gjald af bændum vegna heimtekinna afurða en sem nemur raunkostnaði, en hingað til hefur hvorki verið ákvæði um söfnunarskyldu né skilyrði um heimtökukostnað í búvörulögum. Samhliða er lagt til að breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga vorið 2024 og gáfu kjötafurðastöðum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum verði felldar brott. Auk þess er lagt að ákvæði 71. gr. búvörulaga um heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til sameininga og ýmis konar samstarfs verði fellt brott 1. júlí 2027. Þar sem lagðar eru til heimildir fyrir bændur og félög þeirra til að eiga með sér samstarf er fyrrnefnt ákvæði óþarft, verði frumvarpið að lögum. Þó er lagt upp með að veita rúman aðlögunartíma að þessari tilteknu breytingu, svo að þeir aðilar sem starfað hafa á grundvelli 71. gr. hafi svigrúm til að bregðast við. Tilgangur frumvarpsins er ekki síst að lögfesta almennar samstarfsheimildir óháðar búgreinum. Ég vil hvetja alla þá sem kunna að hafa hagsmuni af þessu máli, þ.m.t. bændur og neytendur, sem og aðra áhugasama til þess að koma sjónarmiðum sínum um drög frumvarpsins á framfæri í samráðsgátt, en umsagnarfrestur er til og með 17. október nk. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun