Dýr

Fréttamynd

Man ekki eftir svo alvarlegu broti

Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar.

Innlent
Fréttamynd

Hundurinn Píla loks fundin eftir björgun úr ótrúlegum aðstæðum

Um tuttugu björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði voru að störfum í kvöld við erfiðar aðstæður í Ófæru, þar sem unnið var að því að koma hundinum Pílu niður heilu og höldnu. Píla hafði verið týnd í nærri þrjár vikur en kajakræðari kom auga á hana í dag. Hún komst í langþráðan faðm eigenda sinna í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast lóga 2.000 hömstrum vegna Covid-smits

Yfirvöld í Hong Kong hyggjast aflífa um það bil 2.000 hamstra eftir að SARS-CoV-2 fannst á ellefu dýrum í gæludýraverslun í borginni. Sýnin voru tekin af 178 dýrum verslunarinnar eftir að starfsmaður greindist með Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Rósalind rektor öll

Kötturinn Rósalind rektor, sem var þekktur af flestum sem hafa sótt Háskóla Íslands á síðustu árum, er öll. 

Lífið
Fréttamynd

Vatnið í eyranu reyndist vera kakka­lakki

Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér.

Erlent
Fréttamynd

Á­lits­gerð um heildar­blóð­magn ís­lenska hestsins, magn og tíðni blóð­töku og mögu­leg á­hrif hennar á fyl­fullar hryssur, út frá sjónar­miðum dýra­lækna­vísinda og dýra­verndar

Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Dýra­garði lokað eftir að úlfar sluppu út

Dýragarði í Suður-Frakklandi hefur verið lokað tímabundið eftir að níu úlfum tókst að sleppa út fyrir girðingu í garðinum. Garðurinn var opinn þegar atvikið átti sér stað en engan sakaði.

Erlent
Fréttamynd

Bannað að nota lím- og drekkingargildrur

Notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra og það er óheimilt að bera út eitur eða nota músagildrur fyrir hagamýs utanhúss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun vegna frétta um óvanalega mikinn músagang.

Innlent
Fréttamynd

Bjarndýr sem skortir jólaanda réðst á Rúdólf

Bjarndýr náðist á myndband ráðast á uppblásið hreindýr í Kaliforníu í vikunni. Á meðan húnninn réðst á Rúdólf fylgdist móðir hans með árás afkvæmis síns og virtist nokkrum sinnum við það að koma húninum til hjálpar.

Lífið