Ísbirnir drepast í massavís við Hudsonflóa Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 13:33 Ísbjörn við Hudsonflóa í Kanada. Þeim hefur fækkað mjög þar á undanförnum árum. AP/Sean Kilpatrick Ísbirnir við Hudsonflóa í Kanada eru að deyja í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt hjá birnum og húnum en fækkun ísbjarna á svæðinu hefur valdið miklum áhyggjum meðal vísindamanna. Samkvæmt talningu sem framkvæmd var í fyrra voru 618 ísbirnir við flóann. Árið 2016 voru þeir 842. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur ísbjörnum fækkað um helming en fækkunin er að miklu leyti rakin til undanhalds hafíss. Vísindamaður sem rannsakað hefur ísbirni á svæðinu í tæpa fjóra áratugi sagði í samtali við AP fréttaveituna að fækkunin væri mun umfangsmeiri en búist var við. Ísbirnir nota ísinn til að veiða seli og önnur dýr þar sem þeir bíða við göt á ísbreiðunni eftir því að selir koma upp til að anda. Undanfarin ár hafa veðurfarsbreytingar af mannavöldum leitt til þess að ísinn frýs seinna á árinu og leysist upp fyrr og því hafa ísbirnir minni aðgang að fæðu. Selir eru gífurleg mikilvægir ísbjörnum því þeir fá svo mikla orku úr fitu þeirra. Einn leiðtoga talningarinnar segir að lengi hafi verið búist við því að breytingarnar myndu hafa mest áhrif á birnur og húna. Hratt stækkandi húnar þurfa mikla orku og birnur verja stórum hluta orkuforða þeirra í húnana. Þessi þróun er talin ógna tilvist ísbjarna á svæðinu þar sem ungir ísbirnir deyja í massavís. Leita meira í byggð Í nýlegri frétt BBC var fjallað um bæinn Churchill í Manitoba, sem liggur við Hudsonflóa, en honum er iðulega lýst sem ísbjarnahöfuðborg heimsins. Íbúar þar eru með sérstakar ruslafötur sem ísbirnir komast ekki í og bílar eru yfirleitt ólæstir svo fólk á göngu geti auðveldlega leitað sér skjóls rambi það á ísbjörn í bænum. Samhliða minni aðgengi ísbjarna að fæðu út á flóanum hafa fleiri ísbirnir leitað til byggða að fæðu. Í þeirri frétt kom fram að vísindamenn búast við því að miðað við núverandi þróun verði hafísinn orðinn svo lítill árið 2050 að ísbirnir muni hverfa frá Hudsonflóa. Kanada Dýr Loftslagsmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Samkvæmt talningu sem framkvæmd var í fyrra voru 618 ísbirnir við flóann. Árið 2016 voru þeir 842. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur ísbjörnum fækkað um helming en fækkunin er að miklu leyti rakin til undanhalds hafíss. Vísindamaður sem rannsakað hefur ísbirni á svæðinu í tæpa fjóra áratugi sagði í samtali við AP fréttaveituna að fækkunin væri mun umfangsmeiri en búist var við. Ísbirnir nota ísinn til að veiða seli og önnur dýr þar sem þeir bíða við göt á ísbreiðunni eftir því að selir koma upp til að anda. Undanfarin ár hafa veðurfarsbreytingar af mannavöldum leitt til þess að ísinn frýs seinna á árinu og leysist upp fyrr og því hafa ísbirnir minni aðgang að fæðu. Selir eru gífurleg mikilvægir ísbjörnum því þeir fá svo mikla orku úr fitu þeirra. Einn leiðtoga talningarinnar segir að lengi hafi verið búist við því að breytingarnar myndu hafa mest áhrif á birnur og húna. Hratt stækkandi húnar þurfa mikla orku og birnur verja stórum hluta orkuforða þeirra í húnana. Þessi þróun er talin ógna tilvist ísbjarna á svæðinu þar sem ungir ísbirnir deyja í massavís. Leita meira í byggð Í nýlegri frétt BBC var fjallað um bæinn Churchill í Manitoba, sem liggur við Hudsonflóa, en honum er iðulega lýst sem ísbjarnahöfuðborg heimsins. Íbúar þar eru með sérstakar ruslafötur sem ísbirnir komast ekki í og bílar eru yfirleitt ólæstir svo fólk á göngu geti auðveldlega leitað sér skjóls rambi það á ísbjörn í bænum. Samhliða minni aðgengi ísbjarna að fæðu út á flóanum hafa fleiri ísbirnir leitað til byggða að fæðu. Í þeirri frétt kom fram að vísindamenn búast við því að miðað við núverandi þróun verði hafísinn orðinn svo lítill árið 2050 að ísbirnir muni hverfa frá Hudsonflóa.
Kanada Dýr Loftslagsmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira