Tíkin Wanna fannst eftir átta daga leit í fönn í hlíðum Ingólfsfjalls Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 11:04 Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana. Aðsend Mikil gleði er á heimili í Hveragerði þessa dagana eftir að tíkin Wanna fannst eftir að hafa verið týnd í átta sólarhringa og fimm klukkustundir í bruna gaddi og miklum snjó. Wanna er tveggja ára gömul Pug tík, sem er innflutt frá Austurríki og átti hvolpa fyrir fjórum mánuðum. „21. desember eftir snjó mikla nótt hleypi ég hundunum út í gerði og Wanna, ásamt Aryu gerðu sér lítið fyrir og stukku út úr gerðinu og fóru að skoða sig um. Arya fór framan við húsið þar sem hún sást strax en Wanna skoðaði sig um á bak við og hvarf svo bara út í buskann,” segir Ósk Guðvarðardóttir, eigandi hundanna þegar hún rifjar upp atburðarásina. „Á þessum átta sólarhringum voru við að labba og rekja spor sem komu og fóru vegna mikils snjós og alltaf bætti í. Við fengum hjálp með leitarhundum þrisvar sinnum, fengum dróna með hitamyndavél, ásamt venjulegum dróna og allir voru svo duglegir við leitina, hver einasti dagur var tekinn í leit frá morgni til kvölds,” bætir Ósk við. Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana.Aðsend Það var svo 29. desember, sem Ósk fékk draumasímtalið. „Já, fæ ég símtal um að sést hafi til hennar með hita sjónauka í um 6 km frá heimili hennar í hlíðum Ingólfsfjalls, fjarri stöðum sem við höfðum leitað. Þegar ég og dóttir mín komumst upp fjallið þá var hún búin að gera sér bæli í snjónum og öll út í klaka, mjög grönn og þreytt. Hún er þvílík hetja og sterk tík og var mjög ánægð að koma heim og við enn ánægðari að fá hana á lífi heim,” segir Ósk. Wanna fór beint til dóttur sinnar eftir að hún fannst.Aðsend Wanna var með smá kulsár á fótum og andliti, grönn og mikið svöng þegar hún fannst. Það fyrsta sem hún gerði var að stökkva til dóttir sinnar og leggjast hjá henni. „Við erum óendanlega þakklát þeim sem löbbuðu með okkur þvers og kruss yfir skurði, gil og fjöll í erfiðum aðstæðum. Wanna er algjör hetja og við óendalega þakklát að fá hana heim,” segir alsæll hundaeigandi í Hveragerði. Wanna fannst hér á þessu svæði í hlíðum Ingólfsfjalls. Hún hafði gert sér bæli í snjónum.Aðsend Hveragerði Hundar Dýr Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Wanna er tveggja ára gömul Pug tík, sem er innflutt frá Austurríki og átti hvolpa fyrir fjórum mánuðum. „21. desember eftir snjó mikla nótt hleypi ég hundunum út í gerði og Wanna, ásamt Aryu gerðu sér lítið fyrir og stukku út úr gerðinu og fóru að skoða sig um. Arya fór framan við húsið þar sem hún sást strax en Wanna skoðaði sig um á bak við og hvarf svo bara út í buskann,” segir Ósk Guðvarðardóttir, eigandi hundanna þegar hún rifjar upp atburðarásina. „Á þessum átta sólarhringum voru við að labba og rekja spor sem komu og fóru vegna mikils snjós og alltaf bætti í. Við fengum hjálp með leitarhundum þrisvar sinnum, fengum dróna með hitamyndavél, ásamt venjulegum dróna og allir voru svo duglegir við leitina, hver einasti dagur var tekinn í leit frá morgni til kvölds,” bætir Ósk við. Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana.Aðsend Það var svo 29. desember, sem Ósk fékk draumasímtalið. „Já, fæ ég símtal um að sést hafi til hennar með hita sjónauka í um 6 km frá heimili hennar í hlíðum Ingólfsfjalls, fjarri stöðum sem við höfðum leitað. Þegar ég og dóttir mín komumst upp fjallið þá var hún búin að gera sér bæli í snjónum og öll út í klaka, mjög grönn og þreytt. Hún er þvílík hetja og sterk tík og var mjög ánægð að koma heim og við enn ánægðari að fá hana á lífi heim,” segir Ósk. Wanna fór beint til dóttur sinnar eftir að hún fannst.Aðsend Wanna var með smá kulsár á fótum og andliti, grönn og mikið svöng þegar hún fannst. Það fyrsta sem hún gerði var að stökkva til dóttir sinnar og leggjast hjá henni. „Við erum óendanlega þakklát þeim sem löbbuðu með okkur þvers og kruss yfir skurði, gil og fjöll í erfiðum aðstæðum. Wanna er algjör hetja og við óendalega þakklát að fá hana heim,” segir alsæll hundaeigandi í Hveragerði. Wanna fannst hér á þessu svæði í hlíðum Ingólfsfjalls. Hún hafði gert sér bæli í snjónum.Aðsend
Hveragerði Hundar Dýr Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira