Miður sín yfir minkafaraldri Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 22. desember 2022 20:31 Ásgeir Pétursson, minkabóndi. Vísir/Bjarni Mikið minkafár hefur verið í Mosfellsbæ á síðustu vikum en íbúar eru uggandi yfir fjölda minka í bænum sem hafa valdið talsverðum usla. Minkarnir hafa drepið hænur og dúfur og minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segist miður sín. Minkar hafa sést í miklum mæli í Mosfellsbæ að undanförnu og hefur hefur það komið af stað miklum umræðum hjá íbúum bæjarins sem eru slegnir yfir ástandinu. Dýrin hafa komist í hænsnakofa og drepið þar allt sem þeir hafa rekist á og eins komst minkur í dúfnakofa í bæjarfélaginu og drap heilar 39 dúfur á svipstundu. Minkar láta líka í sér heyra ef þeim er ógnað með háværi öskri. Fólk hefur jafnvel varað við því að börn séu látin sofa úti í vagni af ótta við minka. Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, ræddi við fréttastofu en segir fólki almennt ekki stafa mikil hætta af minknum. „Maður hefur heyrt að konur séu hræddar um það að þeir fari í barnavagna og svoleiðis. Vissulega geta þeir farið upp í barnavagna en þeir myndu nú ekkert fara að gera neitt við barnið,“ segir Steinar. Ásgeir Pétursson, minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segir minka hafa sloppið fyrir nokkru og segist miður sín. Það sé þó búið komast að því hvar vandinn lá. „Þetta er bara mjög erfitt og við erum í sjokki yfir þessu. Við vissum reyndar ekki um að það væri svona mikið af minkum sem hefðu sloppið út, og við vissum það ekki fyrr en Guðni á Hraðastöðum hringdi í mig og sagði „það er eitthvað að gerast hjá þér Ásgeir því ég er búinn að skjóta sjö aliminka.“ Ég var náttúrulega alveg steinhissa vegna þess að við förum yfirleitt alltaf yfir girðingar hérna og tékkum á því hvort það sé í lagi. Þegar að þetta varð þá fór ég strax út til þess að gá að þessu og labbaði hringinn í kringum búið og fann gat sem hafði myndast við það að jörðin var orðin svona beinfrosin að það hafði grjót stungist inn á milli, þannig að það kom gliðnun á milli nets sem er grafið í jörðu og nets sem er upp að blikki sem minkarnir eiga ekki að geta komist yfir,“ segir Ásgeir. Vísir/Bjarni Minkar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og finnast um allt höfuðborgarsvæðið, og Steinar meindýraeyðir segir þá vera að sjást meira en áður. „Það hefur verið það, hérna í Mosó og svo í Grafarvoginum. Bara síðustu vikur bara,“ segir Steinar. Mosfellsbær Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Minkar hafa sést í miklum mæli í Mosfellsbæ að undanförnu og hefur hefur það komið af stað miklum umræðum hjá íbúum bæjarins sem eru slegnir yfir ástandinu. Dýrin hafa komist í hænsnakofa og drepið þar allt sem þeir hafa rekist á og eins komst minkur í dúfnakofa í bæjarfélaginu og drap heilar 39 dúfur á svipstundu. Minkar láta líka í sér heyra ef þeim er ógnað með háværi öskri. Fólk hefur jafnvel varað við því að börn séu látin sofa úti í vagni af ótta við minka. Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, ræddi við fréttastofu en segir fólki almennt ekki stafa mikil hætta af minknum. „Maður hefur heyrt að konur séu hræddar um það að þeir fari í barnavagna og svoleiðis. Vissulega geta þeir farið upp í barnavagna en þeir myndu nú ekkert fara að gera neitt við barnið,“ segir Steinar. Ásgeir Pétursson, minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segir minka hafa sloppið fyrir nokkru og segist miður sín. Það sé þó búið komast að því hvar vandinn lá. „Þetta er bara mjög erfitt og við erum í sjokki yfir þessu. Við vissum reyndar ekki um að það væri svona mikið af minkum sem hefðu sloppið út, og við vissum það ekki fyrr en Guðni á Hraðastöðum hringdi í mig og sagði „það er eitthvað að gerast hjá þér Ásgeir því ég er búinn að skjóta sjö aliminka.“ Ég var náttúrulega alveg steinhissa vegna þess að við förum yfirleitt alltaf yfir girðingar hérna og tékkum á því hvort það sé í lagi. Þegar að þetta varð þá fór ég strax út til þess að gá að þessu og labbaði hringinn í kringum búið og fann gat sem hafði myndast við það að jörðin var orðin svona beinfrosin að það hafði grjót stungist inn á milli, þannig að það kom gliðnun á milli nets sem er grafið í jörðu og nets sem er upp að blikki sem minkarnir eiga ekki að geta komist yfir,“ segir Ásgeir. Vísir/Bjarni Minkar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og finnast um allt höfuðborgarsvæðið, og Steinar meindýraeyðir segir þá vera að sjást meira en áður. „Það hefur verið það, hérna í Mosó og svo í Grafarvoginum. Bara síðustu vikur bara,“ segir Steinar.
Mosfellsbær Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira