Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 20:16 Kötturinn sem þjóðin elskar, Diego, varð fyrir bíl í gærmorgun og er nokkuð slasaður. Hulda Sigrún Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Það er óhætt að segja að kötturinn Diego sé sá frægasti og jafnvel ástsælasti á landinu. Hann fór að vekja athygli á hverfissíðum á Facebook fyrir nokkrum árum fyrir að vera ólarlaus á vappi sínu um Skeifuna og höfðu margir áhyggjur af því að þarna væri týndur köttur á ferli. Svo er ekki, Diego á fjölskyldu í 108 Reykjavík. Aðdáendahópur Diegos hefur stækkað ört og eru nú tæplega tíu þúsund eru í Facebook-aðdáendahópnum Spottaði Diego. Diego hefur vanið komu sína í Skeifuna undanfarin ár og meðal annars heimsótt Hagkaup og A4. Nú hefur hins vegar orðið hlé þar á. Diego lenti í umferðaróhappi í gær. Og kveðjur frá aðdáendum hafa hrannast inn. Eigandi Diegós segir í samtali við fréttastofu að hann sé illa haldinn. Með rifna vöðva, slitin liðbönd, ljót sár á fæti og hann hafi dottið úr lið. Diegó undirgekkst aðgerð í gær sem gekk vel en þarf að dvelja nokkra daga á dýraspítala og gangast undir aðra aðgerð. Dýralæknakostnaður hefur því hrannast upp en vinir Diegós hafa ekki látið sitt hjá liggja og stofnað styrktarreikning. A4 og Dominos, verslanirnar tvær sem Diego heimsækir hvað mest hafa lagt hundrað þúsund krónur hvor til lækniskostnaðarins. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir Diego. Hefur fólk verið að spyrja útí Diego í dag? „Já, fólk hefur erið að koma og spyrja um hann. Hvort við höfum einhverjar fleiri fréttir að færa og það hafa mjög margir komið og spurt um hann,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. Samfélagið í Skeifunni muni sakna Diego næstu daga. „Hann er stór hluti af þessu lífi í Skeifunni og bara mjög sorglegt ða vita af því að við munum ekki hitta hann á næstu dögum. Hann er mjög duglegur að koma að heimsækja okkur og vera hérna hjá okkur. Við bara biðjum fallega til hans og vonum að allt gangi sem best.“ Að neðan má sjá umfjöllun um Diego þegar fréttastofa leit til hans í A4 í fyrra. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Samgönguslys Kötturinn Diegó Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Það er óhætt að segja að kötturinn Diego sé sá frægasti og jafnvel ástsælasti á landinu. Hann fór að vekja athygli á hverfissíðum á Facebook fyrir nokkrum árum fyrir að vera ólarlaus á vappi sínu um Skeifuna og höfðu margir áhyggjur af því að þarna væri týndur köttur á ferli. Svo er ekki, Diego á fjölskyldu í 108 Reykjavík. Aðdáendahópur Diegos hefur stækkað ört og eru nú tæplega tíu þúsund eru í Facebook-aðdáendahópnum Spottaði Diego. Diego hefur vanið komu sína í Skeifuna undanfarin ár og meðal annars heimsótt Hagkaup og A4. Nú hefur hins vegar orðið hlé þar á. Diego lenti í umferðaróhappi í gær. Og kveðjur frá aðdáendum hafa hrannast inn. Eigandi Diegós segir í samtali við fréttastofu að hann sé illa haldinn. Með rifna vöðva, slitin liðbönd, ljót sár á fæti og hann hafi dottið úr lið. Diegó undirgekkst aðgerð í gær sem gekk vel en þarf að dvelja nokkra daga á dýraspítala og gangast undir aðra aðgerð. Dýralæknakostnaður hefur því hrannast upp en vinir Diegós hafa ekki látið sitt hjá liggja og stofnað styrktarreikning. A4 og Dominos, verslanirnar tvær sem Diego heimsækir hvað mest hafa lagt hundrað þúsund krónur hvor til lækniskostnaðarins. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir Diego. Hefur fólk verið að spyrja útí Diego í dag? „Já, fólk hefur erið að koma og spyrja um hann. Hvort við höfum einhverjar fleiri fréttir að færa og það hafa mjög margir komið og spurt um hann,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. Samfélagið í Skeifunni muni sakna Diego næstu daga. „Hann er stór hluti af þessu lífi í Skeifunni og bara mjög sorglegt ða vita af því að við munum ekki hitta hann á næstu dögum. Hann er mjög duglegur að koma að heimsækja okkur og vera hérna hjá okkur. Við bara biðjum fallega til hans og vonum að allt gangi sem best.“ Að neðan má sjá umfjöllun um Diego þegar fréttastofa leit til hans í A4 í fyrra.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Samgönguslys Kötturinn Diegó Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira