Fjölmiðlar

Fréttamynd

BBC ritskoðar vinsælt en óheflað jólalag

Yfirmenn bresku útvarpstöðvarinnar BBC Radio 1 hafa tekið ákvörðun um að ritskoðuð útgáfa eins vinsælasta jólalags Bretlands fari í loftið þessi jólin á útvarpsstöðinni.

Erlent
Fréttamynd

Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV

Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsleikritið „Kvartar í kommentakerfum“

Í Harmageddon á X-977 í morgun fór Frosti Logason yfir athugasemdir sem skrifaðar voru við fréttir um Kastljósviðtal Einars Þorsteinssonar við Má Kristjánsson, formann farsóttanefndar Landspítalans.

Lífið
Fréttamynd

Fjölmiðlar sem njóta trausts eru ekki sjálfsagður hlutur

Íslendingar fá fréttir um kórónuveirufarsóttina í hefðbundnum fjölmiðlum fremur en aðrar þjóðir og treysta þeim betur. Traustið er undirstaða árangurs í baráttu við veiruna. Á meðan eiga einkareknir fjölmiðlar í vök að verjast á tveimur vígstöðvum.

Skoðun
Fréttamynd

Jólalögin eru komin í loftið

Jólalögin eru komin í spilun á útvarpsstöðvum núna, mörgum til mikillar gleði þó einhverjum þyki þetta of snemmt. Létt Bylgjan 96.5 er orðin að jólastöð líkt og á hverju ári. 

Lífið
Fréttamynd

Táraðist í beinni eftir sigur Biden

Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna.

Lífið
Fréttamynd

Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu?

Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri.

Erlent
Fréttamynd

Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch

Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina.

Erlent
Fréttamynd

Johnny Depp tapar meið­yrða­máli gegn The Sun

Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið

Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“.

Innlent
Fréttamynd

Skotin fljúga á milli verð­launa­blaða­manns og rit­stjóra hans

Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamaður á The Intercept, miðli sem hann kom sjálfur að því að stofna. Hann segir ritstjóra fjölmiðilsins hafa reynt að ritskoða grein hans um Joe Biden. Aðalritstjóri blaðsins segist aðeins hafa verið að vinna vinnuna sína og skýtur föstum skotum að Greenwald í yfirlýsingu vegna brotthvarfs blaðamannsins.

Erlent
Fréttamynd

Kristmann Eiðsson látinn

Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans.

Innlent