New York Times kaupir orðaleikinn vinsæla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2022 22:05 Orðaleikurinn Wordle hefur slegið í gegn undanfarin misseri. Photo by Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Bandaríska stórblaðið New York Times hefur keypt orðaleikinn Wordle, sem slegið hefur í gegn í netheimum undanfarin misseri. Þetta kemur fram í frétt á vef blaðsins þar sem segir að kaupverðið sé „lág sjö talna upphæð,“ sem þýðir að orðaleikurinn var keyptur á minnst eina milljón dollara, eða um 130 milljónir íslenskra króna. Bandaríski hugbúnaðarverkfræðingurinn Josh Wardle hannaði leikinn og gaf hann út í október. Athygli hefur vakið að leikurinn er hýstur á mjög einfaldri síða, án allra auglýsinga. Leikurinn snýst um það að finna fimm stafa orð dagsins og hafa notendur alls sex tilraunir til þess. Fá notendur vísbendingar um hvort þeir hafi giskað á rétta stafi eða staðsetningu þeirra. Samkvæmt tilkynningu New York Times eru notendur leiksins yfir milljón talsins Þar kemur einnig fram að í það minnsta fyrst um sinn verði leikurinn ókeypis og opinn fyrir nýja sem reynslumeiri notendur. Í yfirlýsingu frá hönnuði leiksins segist hann hæstánægður með að hafa samið við New York Times um að blaðið myndi kaupa leikinn. Segir hann að leikurinn verði enn opinn og ókeypis eftir að hann verði færður yfir á vef New York Times. An update on Wordle pic.twitter.com/TmHd0AIRLX— Josh Wardle (@powerlanguish) January 31, 2022 Markmiðið með kaupunum er að sögn Times að komast nær markmiði blaðsins um að næla sér í tíu milljón áskrifendur fyrir árið 2025. Áskrifendur að blaðinu, veffjölmiðli og hinum ýmsu undirsíðum í eigu félagsins eru nú um 8,4 milljónir. New York Times hefur vaxið töluvert að undanförnu, ekki síst með kaupum á samkeppnisaðilum og öðrum fjölmiðlum, nú síðast í janúar þegar blaðið keypti íþróttamiðilinn The Athletic fyrir háar fjárhæðir. Fjölmiðlar Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt á vef blaðsins þar sem segir að kaupverðið sé „lág sjö talna upphæð,“ sem þýðir að orðaleikurinn var keyptur á minnst eina milljón dollara, eða um 130 milljónir íslenskra króna. Bandaríski hugbúnaðarverkfræðingurinn Josh Wardle hannaði leikinn og gaf hann út í október. Athygli hefur vakið að leikurinn er hýstur á mjög einfaldri síða, án allra auglýsinga. Leikurinn snýst um það að finna fimm stafa orð dagsins og hafa notendur alls sex tilraunir til þess. Fá notendur vísbendingar um hvort þeir hafi giskað á rétta stafi eða staðsetningu þeirra. Samkvæmt tilkynningu New York Times eru notendur leiksins yfir milljón talsins Þar kemur einnig fram að í það minnsta fyrst um sinn verði leikurinn ókeypis og opinn fyrir nýja sem reynslumeiri notendur. Í yfirlýsingu frá hönnuði leiksins segist hann hæstánægður með að hafa samið við New York Times um að blaðið myndi kaupa leikinn. Segir hann að leikurinn verði enn opinn og ókeypis eftir að hann verði færður yfir á vef New York Times. An update on Wordle pic.twitter.com/TmHd0AIRLX— Josh Wardle (@powerlanguish) January 31, 2022 Markmiðið með kaupunum er að sögn Times að komast nær markmiði blaðsins um að næla sér í tíu milljón áskrifendur fyrir árið 2025. Áskrifendur að blaðinu, veffjölmiðli og hinum ýmsu undirsíðum í eigu félagsins eru nú um 8,4 milljónir. New York Times hefur vaxið töluvert að undanförnu, ekki síst með kaupum á samkeppnisaðilum og öðrum fjölmiðlum, nú síðast í janúar þegar blaðið keypti íþróttamiðilinn The Athletic fyrir háar fjárhæðir.
Fjölmiðlar Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent