Aðgerðum gegn fjölmiðlum á Íslandi fari fjölgandi Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 21. janúar 2022 20:45 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands Vísir/Vilhelm Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamanna félags Íslands, segir félagið líta atvikið alvarlegum augum og vonast til þess að lögreglan geri slíkt hið sama. „Þetta er ekki eins og hvert annað innbrot, þetta er innbrot í fjölmiðil, með virðist vera þann ásetning að hafa áhrif á starfsemi miðilsins, að lama starfsemi hans og eyða út efni sem þegar hefur verið skrifað,“ segir hún. Aðgerðir gegn fjölmiðlum áhyggjuefni Sigríður Dögg segir aðgerðir gegn fjölmiðlum á Íslandi hafa sést í auknum mæli að undanförnu og að það sé áhyggjuefni út af fyrir sig. „Við sjáum aðför Samherja gegn Kveiksmönnum, gegn Helga Seljan, þar sem var njósnað um fólk og því fylgt eftir, skipulögð áróðursstarfsemi gegn þeim. En þetta er af öðrum og jafnvel enn alvarlegri toga þegar um er að ræða innbrot í fjölmiðil og skemmdarverk hreinlega,“ segir hún. „Manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs telur að um skipulagða atlögu gegn miðlinum hafi verið að ræða. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. Eðli málsins samkvæmt er Reyni illa brugðið eftir atburði næturinnar. „Það eina sem ég get sagt er að manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt eða stunginn í bakið. En ég heiti því að við munum ná í gaurinn á hinum endanum.“ Rætt var við þau Reyni og Sigríði Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan: Fjölmiðlar Lögreglumál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamanna félags Íslands, segir félagið líta atvikið alvarlegum augum og vonast til þess að lögreglan geri slíkt hið sama. „Þetta er ekki eins og hvert annað innbrot, þetta er innbrot í fjölmiðil, með virðist vera þann ásetning að hafa áhrif á starfsemi miðilsins, að lama starfsemi hans og eyða út efni sem þegar hefur verið skrifað,“ segir hún. Aðgerðir gegn fjölmiðlum áhyggjuefni Sigríður Dögg segir aðgerðir gegn fjölmiðlum á Íslandi hafa sést í auknum mæli að undanförnu og að það sé áhyggjuefni út af fyrir sig. „Við sjáum aðför Samherja gegn Kveiksmönnum, gegn Helga Seljan, þar sem var njósnað um fólk og því fylgt eftir, skipulögð áróðursstarfsemi gegn þeim. En þetta er af öðrum og jafnvel enn alvarlegri toga þegar um er að ræða innbrot í fjölmiðil og skemmdarverk hreinlega,“ segir hún. „Manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs telur að um skipulagða atlögu gegn miðlinum hafi verið að ræða. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. Eðli málsins samkvæmt er Reyni illa brugðið eftir atburði næturinnar. „Það eina sem ég get sagt er að manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt eða stunginn í bakið. En ég heiti því að við munum ná í gaurinn á hinum endanum.“ Rætt var við þau Reyni og Sigríði Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan:
Fjölmiðlar Lögreglumál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira