Lífið

Fréttablaðið og RÚV féllu í gildru Twitter-trölls

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fréttablaðið og RÚV féllu í gildru Twitter-trölls sem skrifaði undir nafni Will Ferrell.
Fréttablaðið og RÚV féllu í gildru Twitter-trölls sem skrifaði undir nafni Will Ferrell. Vísir

Fréttablaðið og Ríkisútvarpið féllu í gildru Twitter-trölls þegar miðlarnir greindu frá því í gærkvöldi að bandaríski leikarinn og Íslandsvinurinn Will Ferrell hefði áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison. 

Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að bandaríski stórleikarinn Will Ferrell hafi spurt á Twitter hvort hann gæti ekki flutt framlag Íslands í Eurovision þetta árið. RÚV gerði það sömuleiðis og vísuðu miðlarnir báðir í tíst aðgangsins @OfficialWilllF, sem skrifar undir nafni leikarans. 

Ferrell lék og skrifaði kvikmyndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þar sem hann lék íslenskan keppanda í Eurovision og vakti mikla lukku. Ferrell er mikill Eurovision-aðdáandi en eiginkona hans Viveca Paulin er sænsk. 

Twitter-tröll eru ekkert nýtt fyrirbæri. Frá því að samfélagsmiðillin hóf göngu sína hefur það verið nokkuð vinsælt að skrifa undir nafni einhvers annars í gríni. Fólk var ekki lengi að fatta að Will Ferrell sjálfur hefði ekki óskað eftir að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni. 

Fréttablaðið og RÚV leiðréttu misskilninginn í gærkvöldi eftir að netverjar bentu á mistökin á Twitter. 

Fréttablaðið leiðrétti misskilninginn um klukkutíma eftir að upprunalega fréttin var birt.Skjáskot

Ætli við verðum ekki að bíða og sjá hvort Ferrell muni sækjast eftir þessu mikilvæga hlutverki í raun en keppendur í Söngvakeppni sjónvarpsins verða kynntir næsta laugardag. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.