Segir Mannlíf hafa brotið fjölmiðlalög Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2022 18:20 Róbert Wessman Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjárfrestingafélaginu Aztiq sem Róbert Wessman leiðir sem send var á fjölmiðla fyrr í dag. Í tilkynningunni segir að Róbert hafi fengið staðfestar upplýsingar um að fyrirtækið Skrúðás, sem væri í eigu Halldórs, hafi greitt eiganda Sólartúns „háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert,“ eins og segir orðrétt í tilkynningunni. Fjölmiðillinn Mannlíf sé í meirihlutaeigu Sólartúns og í tilkynningunni segir að Mannlíf hafi áður verið í eigu Halldórs. Því er einnig haldið fram að fjölmiðillinn hafi skrifað hátt í sjötíu greinar um Róbert og félög honum tengd „í þeim tilgangi einum að rýra trúverðugleika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir, þar á meðal Aztiq.“ Í tilkynningunni segir að Mannlíf hafi misst allan trúverðugleika sem fjölmiðill með því að taka á móti þessum greiðslum. Fjölmiðillinn hafi ítrekað verið vís að því að brjóta siðareglur Blaðamannafélags Íslands og fjölmiðlalög. „Að auki hefur háttsemin sett umfjöllun annars fjölmiðils sem Sólartún á í annarlegt ljós. Öll skrif þessara miðla um málefni Róberts Wessman ættu því að detta dauð og ómerk niður,“ segir í tilkynningunni sem er undirrituð af Láru Ómarsdóttur upplýsingafulltrúa Aztiq áður fréttamanns á Ríkisútvarpinu. Tilkynningin í heild sinni: Ritstjóri og eigandi Mannlífs vís um brot á fjölmiðlalögum! Róbert Wessman, sem leiðir fjárfestingafélagið Aztiq, hefur sent Fjölmiðlanefnd bréf þar sem hann fer þess á leit við nefndina að hún skoði sérstaklega greiðslur félagsins Skúðáss til Sólartúns á liðnu ári. Áður hafði Róbert kært umfjöllun Mannlífs, sem er í meirihlutaeigu Sólartúns, til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Þá hefur Róbert tilkynnt ranga skráningu Sólartúns í fyrirtækjaskrá til Skattrannsóknarstjóra en félagið er skráð sem ferðaþjónustufyrirtæki. Jafnframt hefur verið send ábending til Neytendastofu þar sem Mannlíf (Sólartún) kann að hafa gerst brotlegt við lög varðandi kostað efni. Frá því í janúar árið 2021, eða allt frá því að fyrrum samstarfsfélagi Róberts Wessman, Halldór Kristmannsson, lét af störfum hjá Alvogen, hefur Mannlíf skrifað hátt í 70 greinar um Róbert og félög honum tengd í þeim tilgangi einum að rýra trúverðugleika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir, þar á meðal Aztiq. Þess ber að geta að Mannlíf var áður í eigu Halldórs Kristmannssonar. Í fyrstu vöknuðu grunsemdir um að Halldór væri að láta Mannlífi í té gögn í þessum tilgangi en í byrjun janúar árs 2022 fékk Róbert staðfestar upplýsingar um að Skrúðás sem er í eigu Halldórs væri að greiða eiganda Sólartúns háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert. Hefur þeim verið komið áfram til Fjölmiðlanefndar. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur Sólartún gefið út á liðnu ári reikninga til Skrúðás fyrir textaskrif og aðstoð við textaskrif og nema greiðslur Skrúðáss til Sólartúns tugum milljóna króna í fyrra. Í samskiptum við ritstjóra Mannlífs undanfarið ár hefur Róbert líkt og samstarfsfólk hans margoft reynt að leiðrétta og koma á framfæri ábendingum til Mannlífs án árangurs. Rangar fréttir hafa ekki verið leiðréttar, ekki hefur verið leitað viðbragða við fréttum og sjaldnast hefur verið haft samband áður en fréttir birtust á vef Mannlífs. Það er ljóst að Mannlíf hefur misst allan trúverðugleika sem fjölmiðill með því að taka á móti þessum greiðslum. Ítrekað hefur fjölmiðillinn verið vís um að brjóta á siðareglum Blaðamannafélags Íslands og á fjölmiðlalögum. Að auki hefur háttsemin sett umfjöllun annars fjölmiðils sem Sólartún á í annarlegt ljós. Öll skrif þessara miðla um málefni Róberts Wessman ættu því að detta dauð og ómerk niður. Fyrir hönd Aztiq, Lára Ómarsdóttir Fjölmiðlar Reykjavík Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Skrifstofa Mannlífs eftir harðsvírað innbrot: „Ekki menn ruglaðir af dópi, þetta eru útsendarar“ Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Reyni Traustasyni ritstjóra er illa brugðið; honum líður eins og honum hafi verið misþyrmt, stunginn í bakið. Hér sé um verk útsendara að ræða. 21. janúar 2022 13:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjárfrestingafélaginu Aztiq sem Róbert Wessman leiðir sem send var á fjölmiðla fyrr í dag. Í tilkynningunni segir að Róbert hafi fengið staðfestar upplýsingar um að fyrirtækið Skrúðás, sem væri í eigu Halldórs, hafi greitt eiganda Sólartúns „háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert,“ eins og segir orðrétt í tilkynningunni. Fjölmiðillinn Mannlíf sé í meirihlutaeigu Sólartúns og í tilkynningunni segir að Mannlíf hafi áður verið í eigu Halldórs. Því er einnig haldið fram að fjölmiðillinn hafi skrifað hátt í sjötíu greinar um Róbert og félög honum tengd „í þeim tilgangi einum að rýra trúverðugleika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir, þar á meðal Aztiq.“ Í tilkynningunni segir að Mannlíf hafi misst allan trúverðugleika sem fjölmiðill með því að taka á móti þessum greiðslum. Fjölmiðillinn hafi ítrekað verið vís að því að brjóta siðareglur Blaðamannafélags Íslands og fjölmiðlalög. „Að auki hefur háttsemin sett umfjöllun annars fjölmiðils sem Sólartún á í annarlegt ljós. Öll skrif þessara miðla um málefni Róberts Wessman ættu því að detta dauð og ómerk niður,“ segir í tilkynningunni sem er undirrituð af Láru Ómarsdóttur upplýsingafulltrúa Aztiq áður fréttamanns á Ríkisútvarpinu. Tilkynningin í heild sinni: Ritstjóri og eigandi Mannlífs vís um brot á fjölmiðlalögum! Róbert Wessman, sem leiðir fjárfestingafélagið Aztiq, hefur sent Fjölmiðlanefnd bréf þar sem hann fer þess á leit við nefndina að hún skoði sérstaklega greiðslur félagsins Skúðáss til Sólartúns á liðnu ári. Áður hafði Róbert kært umfjöllun Mannlífs, sem er í meirihlutaeigu Sólartúns, til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Þá hefur Róbert tilkynnt ranga skráningu Sólartúns í fyrirtækjaskrá til Skattrannsóknarstjóra en félagið er skráð sem ferðaþjónustufyrirtæki. Jafnframt hefur verið send ábending til Neytendastofu þar sem Mannlíf (Sólartún) kann að hafa gerst brotlegt við lög varðandi kostað efni. Frá því í janúar árið 2021, eða allt frá því að fyrrum samstarfsfélagi Róberts Wessman, Halldór Kristmannsson, lét af störfum hjá Alvogen, hefur Mannlíf skrifað hátt í 70 greinar um Róbert og félög honum tengd í þeim tilgangi einum að rýra trúverðugleika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir, þar á meðal Aztiq. Þess ber að geta að Mannlíf var áður í eigu Halldórs Kristmannssonar. Í fyrstu vöknuðu grunsemdir um að Halldór væri að láta Mannlífi í té gögn í þessum tilgangi en í byrjun janúar árs 2022 fékk Róbert staðfestar upplýsingar um að Skrúðás sem er í eigu Halldórs væri að greiða eiganda Sólartúns háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert. Hefur þeim verið komið áfram til Fjölmiðlanefndar. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur Sólartún gefið út á liðnu ári reikninga til Skrúðás fyrir textaskrif og aðstoð við textaskrif og nema greiðslur Skrúðáss til Sólartúns tugum milljóna króna í fyrra. Í samskiptum við ritstjóra Mannlífs undanfarið ár hefur Róbert líkt og samstarfsfólk hans margoft reynt að leiðrétta og koma á framfæri ábendingum til Mannlífs án árangurs. Rangar fréttir hafa ekki verið leiðréttar, ekki hefur verið leitað viðbragða við fréttum og sjaldnast hefur verið haft samband áður en fréttir birtust á vef Mannlífs. Það er ljóst að Mannlíf hefur misst allan trúverðugleika sem fjölmiðill með því að taka á móti þessum greiðslum. Ítrekað hefur fjölmiðillinn verið vís um að brjóta á siðareglum Blaðamannafélags Íslands og á fjölmiðlalögum. Að auki hefur háttsemin sett umfjöllun annars fjölmiðils sem Sólartún á í annarlegt ljós. Öll skrif þessara miðla um málefni Róberts Wessman ættu því að detta dauð og ómerk niður. Fyrir hönd Aztiq, Lára Ómarsdóttir
Ritstjóri og eigandi Mannlífs vís um brot á fjölmiðlalögum! Róbert Wessman, sem leiðir fjárfestingafélagið Aztiq, hefur sent Fjölmiðlanefnd bréf þar sem hann fer þess á leit við nefndina að hún skoði sérstaklega greiðslur félagsins Skúðáss til Sólartúns á liðnu ári. Áður hafði Róbert kært umfjöllun Mannlífs, sem er í meirihlutaeigu Sólartúns, til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Þá hefur Róbert tilkynnt ranga skráningu Sólartúns í fyrirtækjaskrá til Skattrannsóknarstjóra en félagið er skráð sem ferðaþjónustufyrirtæki. Jafnframt hefur verið send ábending til Neytendastofu þar sem Mannlíf (Sólartún) kann að hafa gerst brotlegt við lög varðandi kostað efni. Frá því í janúar árið 2021, eða allt frá því að fyrrum samstarfsfélagi Róberts Wessman, Halldór Kristmannsson, lét af störfum hjá Alvogen, hefur Mannlíf skrifað hátt í 70 greinar um Róbert og félög honum tengd í þeim tilgangi einum að rýra trúverðugleika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir, þar á meðal Aztiq. Þess ber að geta að Mannlíf var áður í eigu Halldórs Kristmannssonar. Í fyrstu vöknuðu grunsemdir um að Halldór væri að láta Mannlífi í té gögn í þessum tilgangi en í byrjun janúar árs 2022 fékk Róbert staðfestar upplýsingar um að Skrúðás sem er í eigu Halldórs væri að greiða eiganda Sólartúns háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert. Hefur þeim verið komið áfram til Fjölmiðlanefndar. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur Sólartún gefið út á liðnu ári reikninga til Skrúðás fyrir textaskrif og aðstoð við textaskrif og nema greiðslur Skrúðáss til Sólartúns tugum milljóna króna í fyrra. Í samskiptum við ritstjóra Mannlífs undanfarið ár hefur Róbert líkt og samstarfsfólk hans margoft reynt að leiðrétta og koma á framfæri ábendingum til Mannlífs án árangurs. Rangar fréttir hafa ekki verið leiðréttar, ekki hefur verið leitað viðbragða við fréttum og sjaldnast hefur verið haft samband áður en fréttir birtust á vef Mannlífs. Það er ljóst að Mannlíf hefur misst allan trúverðugleika sem fjölmiðill með því að taka á móti þessum greiðslum. Ítrekað hefur fjölmiðillinn verið vís um að brjóta á siðareglum Blaðamannafélags Íslands og á fjölmiðlalögum. Að auki hefur háttsemin sett umfjöllun annars fjölmiðils sem Sólartún á í annarlegt ljós. Öll skrif þessara miðla um málefni Róberts Wessman ættu því að detta dauð og ómerk niður. Fyrir hönd Aztiq, Lára Ómarsdóttir
Fjölmiðlar Reykjavík Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Skrifstofa Mannlífs eftir harðsvírað innbrot: „Ekki menn ruglaðir af dópi, þetta eru útsendarar“ Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Reyni Traustasyni ritstjóra er illa brugðið; honum líður eins og honum hafi verið misþyrmt, stunginn í bakið. Hér sé um verk útsendara að ræða. 21. janúar 2022 13:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
„Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59
Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45
Skrifstofa Mannlífs eftir harðsvírað innbrot: „Ekki menn ruglaðir af dópi, þetta eru útsendarar“ Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Reyni Traustasyni ritstjóra er illa brugðið; honum líður eins og honum hafi verið misþyrmt, stunginn í bakið. Hér sé um verk útsendara að ræða. 21. janúar 2022 13:00