Segir Mannlíf hafa brotið fjölmiðlalög Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2022 18:20 Róbert Wessman Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjárfrestingafélaginu Aztiq sem Róbert Wessman leiðir sem send var á fjölmiðla fyrr í dag. Í tilkynningunni segir að Róbert hafi fengið staðfestar upplýsingar um að fyrirtækið Skrúðás, sem væri í eigu Halldórs, hafi greitt eiganda Sólartúns „háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert,“ eins og segir orðrétt í tilkynningunni. Fjölmiðillinn Mannlíf sé í meirihlutaeigu Sólartúns og í tilkynningunni segir að Mannlíf hafi áður verið í eigu Halldórs. Því er einnig haldið fram að fjölmiðillinn hafi skrifað hátt í sjötíu greinar um Róbert og félög honum tengd „í þeim tilgangi einum að rýra trúverðugleika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir, þar á meðal Aztiq.“ Í tilkynningunni segir að Mannlíf hafi misst allan trúverðugleika sem fjölmiðill með því að taka á móti þessum greiðslum. Fjölmiðillinn hafi ítrekað verið vís að því að brjóta siðareglur Blaðamannafélags Íslands og fjölmiðlalög. „Að auki hefur háttsemin sett umfjöllun annars fjölmiðils sem Sólartún á í annarlegt ljós. Öll skrif þessara miðla um málefni Róberts Wessman ættu því að detta dauð og ómerk niður,“ segir í tilkynningunni sem er undirrituð af Láru Ómarsdóttur upplýsingafulltrúa Aztiq áður fréttamanns á Ríkisútvarpinu. Tilkynningin í heild sinni: Ritstjóri og eigandi Mannlífs vís um brot á fjölmiðlalögum! Róbert Wessman, sem leiðir fjárfestingafélagið Aztiq, hefur sent Fjölmiðlanefnd bréf þar sem hann fer þess á leit við nefndina að hún skoði sérstaklega greiðslur félagsins Skúðáss til Sólartúns á liðnu ári. Áður hafði Róbert kært umfjöllun Mannlífs, sem er í meirihlutaeigu Sólartúns, til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Þá hefur Róbert tilkynnt ranga skráningu Sólartúns í fyrirtækjaskrá til Skattrannsóknarstjóra en félagið er skráð sem ferðaþjónustufyrirtæki. Jafnframt hefur verið send ábending til Neytendastofu þar sem Mannlíf (Sólartún) kann að hafa gerst brotlegt við lög varðandi kostað efni. Frá því í janúar árið 2021, eða allt frá því að fyrrum samstarfsfélagi Róberts Wessman, Halldór Kristmannsson, lét af störfum hjá Alvogen, hefur Mannlíf skrifað hátt í 70 greinar um Róbert og félög honum tengd í þeim tilgangi einum að rýra trúverðugleika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir, þar á meðal Aztiq. Þess ber að geta að Mannlíf var áður í eigu Halldórs Kristmannssonar. Í fyrstu vöknuðu grunsemdir um að Halldór væri að láta Mannlífi í té gögn í þessum tilgangi en í byrjun janúar árs 2022 fékk Róbert staðfestar upplýsingar um að Skrúðás sem er í eigu Halldórs væri að greiða eiganda Sólartúns háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert. Hefur þeim verið komið áfram til Fjölmiðlanefndar. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur Sólartún gefið út á liðnu ári reikninga til Skrúðás fyrir textaskrif og aðstoð við textaskrif og nema greiðslur Skrúðáss til Sólartúns tugum milljóna króna í fyrra. Í samskiptum við ritstjóra Mannlífs undanfarið ár hefur Róbert líkt og samstarfsfólk hans margoft reynt að leiðrétta og koma á framfæri ábendingum til Mannlífs án árangurs. Rangar fréttir hafa ekki verið leiðréttar, ekki hefur verið leitað viðbragða við fréttum og sjaldnast hefur verið haft samband áður en fréttir birtust á vef Mannlífs. Það er ljóst að Mannlíf hefur misst allan trúverðugleika sem fjölmiðill með því að taka á móti þessum greiðslum. Ítrekað hefur fjölmiðillinn verið vís um að brjóta á siðareglum Blaðamannafélags Íslands og á fjölmiðlalögum. Að auki hefur háttsemin sett umfjöllun annars fjölmiðils sem Sólartún á í annarlegt ljós. Öll skrif þessara miðla um málefni Róberts Wessman ættu því að detta dauð og ómerk niður. Fyrir hönd Aztiq, Lára Ómarsdóttir Fjölmiðlar Reykjavík Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Skrifstofa Mannlífs eftir harðsvírað innbrot: „Ekki menn ruglaðir af dópi, þetta eru útsendarar“ Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Reyni Traustasyni ritstjóra er illa brugðið; honum líður eins og honum hafi verið misþyrmt, stunginn í bakið. Hér sé um verk útsendara að ræða. 21. janúar 2022 13:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjárfrestingafélaginu Aztiq sem Róbert Wessman leiðir sem send var á fjölmiðla fyrr í dag. Í tilkynningunni segir að Róbert hafi fengið staðfestar upplýsingar um að fyrirtækið Skrúðás, sem væri í eigu Halldórs, hafi greitt eiganda Sólartúns „háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert,“ eins og segir orðrétt í tilkynningunni. Fjölmiðillinn Mannlíf sé í meirihlutaeigu Sólartúns og í tilkynningunni segir að Mannlíf hafi áður verið í eigu Halldórs. Því er einnig haldið fram að fjölmiðillinn hafi skrifað hátt í sjötíu greinar um Róbert og félög honum tengd „í þeim tilgangi einum að rýra trúverðugleika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir, þar á meðal Aztiq.“ Í tilkynningunni segir að Mannlíf hafi misst allan trúverðugleika sem fjölmiðill með því að taka á móti þessum greiðslum. Fjölmiðillinn hafi ítrekað verið vís að því að brjóta siðareglur Blaðamannafélags Íslands og fjölmiðlalög. „Að auki hefur háttsemin sett umfjöllun annars fjölmiðils sem Sólartún á í annarlegt ljós. Öll skrif þessara miðla um málefni Róberts Wessman ættu því að detta dauð og ómerk niður,“ segir í tilkynningunni sem er undirrituð af Láru Ómarsdóttur upplýsingafulltrúa Aztiq áður fréttamanns á Ríkisútvarpinu. Tilkynningin í heild sinni: Ritstjóri og eigandi Mannlífs vís um brot á fjölmiðlalögum! Róbert Wessman, sem leiðir fjárfestingafélagið Aztiq, hefur sent Fjölmiðlanefnd bréf þar sem hann fer þess á leit við nefndina að hún skoði sérstaklega greiðslur félagsins Skúðáss til Sólartúns á liðnu ári. Áður hafði Róbert kært umfjöllun Mannlífs, sem er í meirihlutaeigu Sólartúns, til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Þá hefur Róbert tilkynnt ranga skráningu Sólartúns í fyrirtækjaskrá til Skattrannsóknarstjóra en félagið er skráð sem ferðaþjónustufyrirtæki. Jafnframt hefur verið send ábending til Neytendastofu þar sem Mannlíf (Sólartún) kann að hafa gerst brotlegt við lög varðandi kostað efni. Frá því í janúar árið 2021, eða allt frá því að fyrrum samstarfsfélagi Róberts Wessman, Halldór Kristmannsson, lét af störfum hjá Alvogen, hefur Mannlíf skrifað hátt í 70 greinar um Róbert og félög honum tengd í þeim tilgangi einum að rýra trúverðugleika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir, þar á meðal Aztiq. Þess ber að geta að Mannlíf var áður í eigu Halldórs Kristmannssonar. Í fyrstu vöknuðu grunsemdir um að Halldór væri að láta Mannlífi í té gögn í þessum tilgangi en í byrjun janúar árs 2022 fékk Róbert staðfestar upplýsingar um að Skrúðás sem er í eigu Halldórs væri að greiða eiganda Sólartúns háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert. Hefur þeim verið komið áfram til Fjölmiðlanefndar. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur Sólartún gefið út á liðnu ári reikninga til Skrúðás fyrir textaskrif og aðstoð við textaskrif og nema greiðslur Skrúðáss til Sólartúns tugum milljóna króna í fyrra. Í samskiptum við ritstjóra Mannlífs undanfarið ár hefur Róbert líkt og samstarfsfólk hans margoft reynt að leiðrétta og koma á framfæri ábendingum til Mannlífs án árangurs. Rangar fréttir hafa ekki verið leiðréttar, ekki hefur verið leitað viðbragða við fréttum og sjaldnast hefur verið haft samband áður en fréttir birtust á vef Mannlífs. Það er ljóst að Mannlíf hefur misst allan trúverðugleika sem fjölmiðill með því að taka á móti þessum greiðslum. Ítrekað hefur fjölmiðillinn verið vís um að brjóta á siðareglum Blaðamannafélags Íslands og á fjölmiðlalögum. Að auki hefur háttsemin sett umfjöllun annars fjölmiðils sem Sólartún á í annarlegt ljós. Öll skrif þessara miðla um málefni Róberts Wessman ættu því að detta dauð og ómerk niður. Fyrir hönd Aztiq, Lára Ómarsdóttir
Ritstjóri og eigandi Mannlífs vís um brot á fjölmiðlalögum! Róbert Wessman, sem leiðir fjárfestingafélagið Aztiq, hefur sent Fjölmiðlanefnd bréf þar sem hann fer þess á leit við nefndina að hún skoði sérstaklega greiðslur félagsins Skúðáss til Sólartúns á liðnu ári. Áður hafði Róbert kært umfjöllun Mannlífs, sem er í meirihlutaeigu Sólartúns, til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Þá hefur Róbert tilkynnt ranga skráningu Sólartúns í fyrirtækjaskrá til Skattrannsóknarstjóra en félagið er skráð sem ferðaþjónustufyrirtæki. Jafnframt hefur verið send ábending til Neytendastofu þar sem Mannlíf (Sólartún) kann að hafa gerst brotlegt við lög varðandi kostað efni. Frá því í janúar árið 2021, eða allt frá því að fyrrum samstarfsfélagi Róberts Wessman, Halldór Kristmannsson, lét af störfum hjá Alvogen, hefur Mannlíf skrifað hátt í 70 greinar um Róbert og félög honum tengd í þeim tilgangi einum að rýra trúverðugleika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir, þar á meðal Aztiq. Þess ber að geta að Mannlíf var áður í eigu Halldórs Kristmannssonar. Í fyrstu vöknuðu grunsemdir um að Halldór væri að láta Mannlífi í té gögn í þessum tilgangi en í byrjun janúar árs 2022 fékk Róbert staðfestar upplýsingar um að Skrúðás sem er í eigu Halldórs væri að greiða eiganda Sólartúns háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert. Hefur þeim verið komið áfram til Fjölmiðlanefndar. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur Sólartún gefið út á liðnu ári reikninga til Skrúðás fyrir textaskrif og aðstoð við textaskrif og nema greiðslur Skrúðáss til Sólartúns tugum milljóna króna í fyrra. Í samskiptum við ritstjóra Mannlífs undanfarið ár hefur Róbert líkt og samstarfsfólk hans margoft reynt að leiðrétta og koma á framfæri ábendingum til Mannlífs án árangurs. Rangar fréttir hafa ekki verið leiðréttar, ekki hefur verið leitað viðbragða við fréttum og sjaldnast hefur verið haft samband áður en fréttir birtust á vef Mannlífs. Það er ljóst að Mannlíf hefur misst allan trúverðugleika sem fjölmiðill með því að taka á móti þessum greiðslum. Ítrekað hefur fjölmiðillinn verið vís um að brjóta á siðareglum Blaðamannafélags Íslands og á fjölmiðlalögum. Að auki hefur háttsemin sett umfjöllun annars fjölmiðils sem Sólartún á í annarlegt ljós. Öll skrif þessara miðla um málefni Róberts Wessman ættu því að detta dauð og ómerk niður. Fyrir hönd Aztiq, Lára Ómarsdóttir
Fjölmiðlar Reykjavík Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Skrifstofa Mannlífs eftir harðsvírað innbrot: „Ekki menn ruglaðir af dópi, þetta eru útsendarar“ Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Reyni Traustasyni ritstjóra er illa brugðið; honum líður eins og honum hafi verið misþyrmt, stunginn í bakið. Hér sé um verk útsendara að ræða. 21. janúar 2022 13:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
„Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59
Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45
Skrifstofa Mannlífs eftir harðsvírað innbrot: „Ekki menn ruglaðir af dópi, þetta eru útsendarar“ Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Reyni Traustasyni ritstjóra er illa brugðið; honum líður eins og honum hafi verið misþyrmt, stunginn í bakið. Hér sé um verk útsendara að ræða. 21. janúar 2022 13:00