Skák

Íslandsmótið í skák: Bróðirinn gæti setið uppi með skömmina
Það getur verið afar auðmýkjandi að sitja við skákborðið og þurfa að horfast í augu við hvað maður getur verið ógurlega vitlaus. Slíka stund upplifði ég sterkt í gær þegar ég mætti hinum unga Alexander Mai í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í skák.

Íslandsmótið í skák: Gleymdi af hvaða dýrategund þjálfarinn var
Í gær þurfti ég að sætta mig við tap gegn ungstirninu Vigni Vatnari og þurfti að horfast í augu við þá súrsætu martröð allra þjálfara að nemandinn sé kannski að taka fram úr í getu.

Íslandsmótið í skák: Blóðug barátta bræðra
Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullur tilhlökkunar að mæta að Braga bróður mínum á Íslandsmótinu

Íslandsmótið í skák: Eyddu vasapeningunum í humarveislu
Ég kalla hann eðludrenginn, vin minn og Íslandsmeistarann Guðmund Kjartansson. Ástæðan er sú að þegar tíminn styttist á klukkunni og pressan eykst þá á hann það til að breytast úr vinalegum og ljúfum skáksnillingi yfir í ógurlegt skriðdýr með kalt blóð.

Nepomniachtchi og Carlsen tefla um heimsmeistaratitilinn í nóvember
Rússneski stórmeistarinn Ian Nepomniachtchi sigraði í dag skákmót Alþjóðaskáksambandsins Candidate tournament og mun því mæta Norðmanninum og heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen í Dubai í nóvember næskomandi.

Íslandsmótið í skák: Moðreykur apaheilans felldi geithafurinn
Þegar maður leitar á Google eftir orðinu „apaheili“ þá blasir við mynd af undirrituðum í einhverskonar danshreyfingu við skákborðið.

Íslandsmótið í skák: Fórnarlamb með hvítlauksmaríneringu, grillað á teini
Eitt af því sem að hefur alltaf heillað mig við skákina er arfleifðin sem maður skilur eftir sig. Flestar skákir á alvöru mótum, eins og Íslandsmótinu í skák, eru slegnar inn í gagnagrunna og þar varðveitast þær um ókomna tíð.

Íslandsmótið í skák: Bölvun g-strengsins varð Birni að falli
Ekki þraukaði maður lengi taplaus á Íslandsmótinu í skák því annarri umferð tapaði ég fyrir stórmeistaranum Hannesi Hlífari. Við höfum marga hildi háð í gegnum tíðina sem enda yfirleitt með því að ég brýni öxi, held stuttan fyrirlestur um hvar þykkur háls bjarndýra er veikastur fyrir og leggst svo brosandi á höggstokkinn.

Íslandsmótið í skák: Mótið hefst með blóðsúthellingum
Það var ekki friðsemdinni fyrir að fara í fyrstu umferð Íslandsmótsins í skák í Kópavogi. Þvert á móti enduðu allar skákirnar með blóðsúthellingum sem er afar óvenjulegt í svo jöfnu móti. Staðan er því sú að fimm keppendur eru efstir og jafnir eftir fyrstu umferð en fimm aðrir neðstir.

Íslandsmótið í skák hefst í dag: Eina markmiðið að verða fyrir ofan litla bróður
Íslandsmótið í skák mun loks hefjast í dag, fimmtudaginn 22.apríl. Mótið var á dagskrá í marslok en allar áætlanir fóru í vaskinn þegar hertar sóttvarnaraðgerðir yfirvalda voru kynntar. En núna er lag þó að blikur séu á lofti í baráttunni gegn veirufjandanum.

Heimsmeistarinn loftar út fyrir kónginn
Magnus Carlsen, norski heimsmeistarinn í skák, hrókeraði nýlega í ástarlífi sínu þegar hann sleit samvistum við Elisabetu Lorentzen Djønne, kærustu sína til tveggja ára.

Hjörvar Steinn vann Íslandsbikarinn í skák
Hjörvar Steinn Grétarsson vann Íslandsbikarinn í skák í dag. Ásamt því að verða fimmtándi stórmeistari í sögu Íslands þá tryggði Hjörvar Steinn sér þátttökurétt á Heimsbikarmótinu sem fram fer í Sochi í Rússlandi í sumar.

Hjörvar vann Íslandsbikarinn í skák
Hjörvar Steinn Grétarsson vann Íslandsbikarinn í skák í dag og mun hann þar með keppa fyrir Íslands hönd á Heimsbikaramótinu í skák sem verður haldið í Sochi í Rússlandi í sumar.

Hjörvar Steinn bar sigur úr býtum í fyrri skák úrslitaeinvígsins
Hjörvar Steinn Grétarsson fór með sigur af hólmi í fyrri skák úrslitaeinvígsins á Íslandsbikarnum síðdegis í dag. Hann atti kappi við Hannes Hlífar Stefánsson og hófst viðureignin klukkan tvö í dag.

Úrslitaeinvígið í Íslandsbikarnum hafið
Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák.

Kom steininum upp á fjallið með bakið upp við vegg
Guðmundur Kjartansson er fimmtándi stórmeistari Íslands í skák eftir dramatískan sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Guðmundur var með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu skákinni. Tap hefði enn fremur þýtt að biðin eftir stórmeistaratign, sem þegar var orðin mjög löng, hefði færst aftur úr seilingarfjarlægð.

Bein útsending: Sálfræðistríð fremstu skákmanna landsins
Það gæti ráðist í kvöld hverjir mætast í úrslitaeinvígi Íslandsbikarsins í skák þegar seinni skákir undanúrslitanna verða tefldar klukkan 17. Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson leiða í undanúrslitaeinvígum sínum.

Ótrúleg yfirsjón ekki eins heldur tveggja stórmeistara
Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari í skák og blaðamaður, segir líklegt að Helgi Áss Grétarsson muni eiga svefnlausa mánuði eftir ótrúlegt klúður í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Helgi Áss hefði getað mátað í tveimur leikjum en yfirsást möguleikinn.

Fischer komst ekki í aðra skákina vegna ágangs ljósmyndara
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari sá um Bobby Fischer og aðstoðarfólk þegar það dvaldi á Hótel Loftleiðum vegna einvígis aldarinnar. Hann segir hér sögu sem er mikilvægt púsl í söguna.

Magnus Carlsen leggur dóm á The Queen's Gambit
„Ég myndi gefa þessu fimm stjörnur af sex mögulegum,“ segir Magnus og heldur áfram.

Merkilegt hvernig talan 64 markar örlög Fischers
Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar.

Guðmundur Íslandsmeistari í þriðja sinn
Guðmundur Kjartansson varð í gær Íslandsmeistari í skák í þriðja sinn þegar mótinu lauk í Álftanesskóla.

Skákmaður hrakti keppinaut sinn á flótta um Elliðaárdal
Dómstóll Skáksambands Íslands hefur áminnt skákmann fyrir óíþróttamannslega hegðun á Brim-mótaröðinni fyrr í sumar.

Einn besti skákmaður í heimi kennir Fjallinu að tefla
Það er ekki bara í lyftingarsalnum sem Hafþór Júlíus Björnsson er að bæta sig því hann er einnig að bæta á sig öðrum skrautfjöðrum.

Skák og menning
Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson skrifar um stöðu skákarinnar.

Einn besti bridgespilari þjóðarinnar fallinn fyrir Covid-19
Sigurður Sverrisson flugvirki féll í valinn eftir harða baráttu við hinn skæða sjúkdóm.

Áskorendamótið í Katrínarborg slegið af í bili
Ekki lengur hægt að ábyrgjast að keppendur komist heim.

Feigðarflan FIDE? Teflt eins og enginn sé morgundagurinn í Rússlandi
Andrúmsloftið í Katrínarborg, þar sem Áskorendamótið stendur yfir, er orðið lævi blandið.

Áskorendamótið í skák: Bragðarefurinn frá Bryansk á toppnum
Enn hefur veiran ekki náð að spilla skákveislunni í Katrínarborg.

Skákin á tímum Kóróna-veirunnar: Nær Giri að smita Ding?
Áskorendamótið í skák fer nú fram í Katrínarborg. Hrafn Jökulsson fylgist grannt með gangi mála, mótið sjálft fer vel af stað en teflt er við sérstakar aðstæður.