Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2022 07:01 Viðureignin sem byrjaði þetta allt. Crystal Fuller/Saint Louis Chess Club Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. Í grunninn snýst málið um að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og án efa einn besti skákmaður síðari ára og mögulega allra tíma, tapaði nokkuð óvænt fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu. Fyrir viðureign þeirra félaga hafði Carlsen ekki verið sigraður í 53 viðureignum í röð. Heimsmeistarinn dró sig í kjölfarið úr keppni og gaf þar með mögulega frá sér fúlgur fjár. Síðan birti Carlsen færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann gaf til kynna að brögð væru í tafli. Niemann hafði áður gerst sekur um svindl og því fór annars rólegur skákheimur á hliðina. Eftir sigurinn á Carlsen, og umræðuna sem fylgdi, fór Niemann í viðtal þar sem hann opnaði sig upp á gátt varðandi vinnuna sem hann hefur lagt á sig til að verða betri skákmaður. Talaði hann um mistökin sem hann gerði aðeins tólf og sextán ára gamall en það var þá var hann staðinn að svindli. Eftir viðtalið tóku mörg afstöðu með Niemann og töldu að ef til vill væri Carlsen bara bitur yfir að hafa tapað gegn skákmanni sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Málinu er þó hvergi nærri lokið og hefur nú tekið gríðarlega óvænta stefnu. Nýjasta útspil þeirra sem telja Niemann hafa svindlað á uppruna sinn á veraldarvefnum og er lygilegt svo ekki sé meira sagt. Það fékk þó byr undir báða vængi þegar Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX ákvað að tjá sig á Twitter-síðu sinni. Orðrómurinn er sá að Niemann hafi verið með aðstoðarmann á sínum snærum sem hafi haft aðgang að sérstöku skákforriti sem segir til um hver sé besti leikurinn hverju sinni. Til að koma skilaboðum áleiðis til Niemann hafi hann sent dulkóðuð, titrandi, skilaboð í svokallaðar endaþarms-kúlur (e. anal beads) sem Niemann hafði sett upp í afturenda sinn á meðan skákin fór fram. Sem sagt: Aðstoðarmaðurinn sá hvað væri best að gera og sendi skilaboð. Kúlurnar titruðu og Niemann lék þann leik - færði þann taflmann - sem gaf honum mestar líkur á sigri. When Hans Niemann beat Magnus Carlsen, the world chess champion, on Sept. 4, he ended Carlsen s 53-game unbeaten streak. He also set into motion a debacle that has turned into one of the biggest chess scandals in years. https://t.co/N25rKKFGQQ— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Eðlilega hefur Niemann neitað þessum ásökunum. Hann segist vera til í að gera hvað sem er til að sanna að hann sé ekki að svindla. „Ef þeir vilja að ég klæðist spjörunum úr þá mun ég gera það. Mér er alveg sama af því ég veit að ég er saklaus. Ef ég þarf að tefla í lokuðum kassa án rafmagns þá get ég gert það, mér er alveg sama. Ég er hér til að vinna og það er eina markmið mitt,“ var svar Niemann við téðum orðrómum. Ef til vill hefði enginn tekið orðrómana alvarlega nema af því Musk tók undir þá. Hann virðist hafa séð að sér og eytt því sem hann setti inn á Twitter en veraldarvefurinn gleymir engu og það náðist skjáskot af tístinu áður en því var eytt. Tístið umrædda.Twitter@elonmusk Í kjölfar umræðunnar um mögulegt svindl Niemann tjáði Hikaru Nakamura sig um málið en hann er virtur skákmaður. Nakamura telur engar líkur á að Carlsen hafi hætt keppni á Sinquefield-mótinu nema hann hafi verið fullviss um að Niemann væri að svindla. Táningurinn Niemann hefur ásakað Nakamura og aðra um að reyna skemma feril sinn. „Það hlýtur að vera vandræðalegt fyrir heimsmeistarann að tapa gegn hálfvita eins og mér. Ég vorkenni honum,“ sagði Niemann í viðtali skömmu eftir að hafa sigrað Carlsen. Á laugardaginn var gaf Chris Bird, einn af dómurum Sinquefield-mótsins, út yfirlýsingu þess efnis að ekkert benti til þess að það væri maðkur í mysunni. Aðspurður hvort Niemann yrði boðið aftur í St. Louis skákklúbbinn þar sem mótið fer fram, sagði Bird svo vera og að táningurinn hefði þegar samþykkt að taka þátt í haustmóti klúbbsins og væri skráður til leiks. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Sjá meira
Í grunninn snýst málið um að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og án efa einn besti skákmaður síðari ára og mögulega allra tíma, tapaði nokkuð óvænt fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu. Fyrir viðureign þeirra félaga hafði Carlsen ekki verið sigraður í 53 viðureignum í röð. Heimsmeistarinn dró sig í kjölfarið úr keppni og gaf þar með mögulega frá sér fúlgur fjár. Síðan birti Carlsen færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann gaf til kynna að brögð væru í tafli. Niemann hafði áður gerst sekur um svindl og því fór annars rólegur skákheimur á hliðina. Eftir sigurinn á Carlsen, og umræðuna sem fylgdi, fór Niemann í viðtal þar sem hann opnaði sig upp á gátt varðandi vinnuna sem hann hefur lagt á sig til að verða betri skákmaður. Talaði hann um mistökin sem hann gerði aðeins tólf og sextán ára gamall en það var þá var hann staðinn að svindli. Eftir viðtalið tóku mörg afstöðu með Niemann og töldu að ef til vill væri Carlsen bara bitur yfir að hafa tapað gegn skákmanni sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Málinu er þó hvergi nærri lokið og hefur nú tekið gríðarlega óvænta stefnu. Nýjasta útspil þeirra sem telja Niemann hafa svindlað á uppruna sinn á veraldarvefnum og er lygilegt svo ekki sé meira sagt. Það fékk þó byr undir báða vængi þegar Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX ákvað að tjá sig á Twitter-síðu sinni. Orðrómurinn er sá að Niemann hafi verið með aðstoðarmann á sínum snærum sem hafi haft aðgang að sérstöku skákforriti sem segir til um hver sé besti leikurinn hverju sinni. Til að koma skilaboðum áleiðis til Niemann hafi hann sent dulkóðuð, titrandi, skilaboð í svokallaðar endaþarms-kúlur (e. anal beads) sem Niemann hafði sett upp í afturenda sinn á meðan skákin fór fram. Sem sagt: Aðstoðarmaðurinn sá hvað væri best að gera og sendi skilaboð. Kúlurnar titruðu og Niemann lék þann leik - færði þann taflmann - sem gaf honum mestar líkur á sigri. When Hans Niemann beat Magnus Carlsen, the world chess champion, on Sept. 4, he ended Carlsen s 53-game unbeaten streak. He also set into motion a debacle that has turned into one of the biggest chess scandals in years. https://t.co/N25rKKFGQQ— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Eðlilega hefur Niemann neitað þessum ásökunum. Hann segist vera til í að gera hvað sem er til að sanna að hann sé ekki að svindla. „Ef þeir vilja að ég klæðist spjörunum úr þá mun ég gera það. Mér er alveg sama af því ég veit að ég er saklaus. Ef ég þarf að tefla í lokuðum kassa án rafmagns þá get ég gert það, mér er alveg sama. Ég er hér til að vinna og það er eina markmið mitt,“ var svar Niemann við téðum orðrómum. Ef til vill hefði enginn tekið orðrómana alvarlega nema af því Musk tók undir þá. Hann virðist hafa séð að sér og eytt því sem hann setti inn á Twitter en veraldarvefurinn gleymir engu og það náðist skjáskot af tístinu áður en því var eytt. Tístið umrædda.Twitter@elonmusk Í kjölfar umræðunnar um mögulegt svindl Niemann tjáði Hikaru Nakamura sig um málið en hann er virtur skákmaður. Nakamura telur engar líkur á að Carlsen hafi hætt keppni á Sinquefield-mótinu nema hann hafi verið fullviss um að Niemann væri að svindla. Táningurinn Niemann hefur ásakað Nakamura og aðra um að reyna skemma feril sinn. „Það hlýtur að vera vandræðalegt fyrir heimsmeistarann að tapa gegn hálfvita eins og mér. Ég vorkenni honum,“ sagði Niemann í viðtali skömmu eftir að hafa sigrað Carlsen. Á laugardaginn var gaf Chris Bird, einn af dómurum Sinquefield-mótsins, út yfirlýsingu þess efnis að ekkert benti til þess að það væri maðkur í mysunni. Aðspurður hvort Niemann yrði boðið aftur í St. Louis skákklúbbinn þar sem mótið fer fram, sagði Bird svo vera og að táningurinn hefði þegar samþykkt að taka þátt í haustmóti klúbbsins og væri skráður til leiks.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Sjá meira