Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júlí 2022 11:15 Kötlusetur fagnar þessum 50 ára merka viðburði með skáksýningu og hraðskákmóti á morgun, laugardaginn 9. júlí í Vík í Mýrdal. Aðsend Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. Eins og allir ættu að vita þá tókust á fulltrúar risaveldanna á tímum kalda stríðsins, Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer og Sovéski heimsmeistarinn Boris Spassky á skákborðinu. Skákmennirnir háðu einstaka orrustu á Íslandi, sem um leið varð einn af hápunktum kalda stríðsins. Rússar höfðu haldið heimsmeistaratitlinum í skák samfleytt í 24 ár og varð Bobby Fischer fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vinna heimsmeistaratitilinn í skák frá upphafi keppninnar 1866. Það mun allt snúast meira og minna um skák í Vík í Mýrdal laugardaginn 9. júlí.Aðsend Albert Cañagueral var ungur námsmaður að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku þegar einvígið fór fram. Ævintýrin höfðu dregið hann alla leið á Hnífsdal að vinna í fiski og þar var hann þegar spænskir fjölmiðlar báðu hann um að vera þeirra augu og eyru á staðnum. Albert gerði það og meira til, og nú 50 árum síðar rifjar hann upp í sýningunni í Kötlusetri einvígið, en ekki síst upplifunina af því að vera viðstaddur þennan merka viðburð. Sýningin um Einvígi aldarinnar verður opin í Kötlusetrinu fram á haust fyrir alla áhugasama.Aðsend Við opnunina munu Guðmundur G. Þórarinsson, þáverandi formaður Skáksambands Íslands og framkvæmdarstjóri einvígisins, ávarpa gesti og Friðrik Ólafsson, fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák og eini íslenski skákmeistarinn sem hefur lagt að velli Bobby Fisher mun segja nokkur orð um upphaf skáklistarinnar. Ljúf tónlist verður í boði hæfileikaríkra tónlistarmanna á svæðinu og boðið verður upp á léttar veitingar. Einvígi aldarinnar Mýrdalshreppur Skák Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Eins og allir ættu að vita þá tókust á fulltrúar risaveldanna á tímum kalda stríðsins, Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer og Sovéski heimsmeistarinn Boris Spassky á skákborðinu. Skákmennirnir háðu einstaka orrustu á Íslandi, sem um leið varð einn af hápunktum kalda stríðsins. Rússar höfðu haldið heimsmeistaratitlinum í skák samfleytt í 24 ár og varð Bobby Fischer fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vinna heimsmeistaratitilinn í skák frá upphafi keppninnar 1866. Það mun allt snúast meira og minna um skák í Vík í Mýrdal laugardaginn 9. júlí.Aðsend Albert Cañagueral var ungur námsmaður að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku þegar einvígið fór fram. Ævintýrin höfðu dregið hann alla leið á Hnífsdal að vinna í fiski og þar var hann þegar spænskir fjölmiðlar báðu hann um að vera þeirra augu og eyru á staðnum. Albert gerði það og meira til, og nú 50 árum síðar rifjar hann upp í sýningunni í Kötlusetri einvígið, en ekki síst upplifunina af því að vera viðstaddur þennan merka viðburð. Sýningin um Einvígi aldarinnar verður opin í Kötlusetrinu fram á haust fyrir alla áhugasama.Aðsend Við opnunina munu Guðmundur G. Þórarinsson, þáverandi formaður Skáksambands Íslands og framkvæmdarstjóri einvígisins, ávarpa gesti og Friðrik Ólafsson, fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák og eini íslenski skákmeistarinn sem hefur lagt að velli Bobby Fisher mun segja nokkur orð um upphaf skáklistarinnar. Ljúf tónlist verður í boði hæfileikaríkra tónlistarmanna á svæðinu og boðið verður upp á léttar veitingar.
Einvígi aldarinnar Mýrdalshreppur Skák Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira