Erlent

Ská­k­vél­menni fingur­braut sjö ára barn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vélmenni svipað því og braut fingur unga skákmannsins.
Vélmenni svipað því og braut fingur unga skákmannsins. EPA/Yuri Kochetkov

Skákvélmenni fingurbraut sjö ára dreng í Moskvu í síðustu viku. Sergey Lazarev, formaður rússneska skáksambandsins, segir atvikið ekki vera gott.

Atvikið náðist á myndband en þar sést þegar vélmennið grípur um fingur unga skákmannsins þegar hann er að færa taflmann sinn. Drengurinn kallar eftir aðstoð og hlaupa fjórir menn að honum til að koma fingrinum úr klóm vélmennisins.

Í samtali við Tass-fréttaveituna í Rússlandi segir Lazarev að vélmennið hafi leikið nokkra leiki við aðra keppendur fyrr um daginn án vandræða.

Drengurinn var að keppa á skákmóti í Moskvu þegar atvikið átti sér stað en samkvæmt BBC náði hann að klára keppnisdaginn þrátt fyrir meiðslin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×