Sport

Hjörvar Steinn landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum

Kjartan Kjartansson skrifar
Hjörvar Steinn Grétarsson (t.v.) sigraði Sigurbjörn Björnsson (t.h.) í lokaumferð Íslandsmótsins og tryggði sér þannig Íslandsmeistaratitilinn.
Hjörvar Steinn Grétarsson (t.v.) sigraði Sigurbjörn Björnsson (t.h.) í lokaumferð Íslandsmótsins og tryggði sér þannig Íslandsmeistaratitilinn. Gunnar Björnsson

Nýr Íslandsmeistari í skák var krýndur í kvöld þegar Hjörvar Steinn Grétarsson landaði sigri í sinni skák í lokaumferð Íslandsmótsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjörvar Steinn verður Íslandsmeistari en hann hefur verið einn sterkasti skákmaður landsins.

Fyrir lokaumferðina í kvöld hafði Hjörvar hálfs vinnings forskot á Jóhann Hjartarson. Hefðu þeir endað jafnir hefði þurft aukakeppni á milli þeirra tveggja á morgun. Hjörvar Steinn tryggði sér titilinn með því að sigra Sigurbjörn Björnsson en Jóhann vann sína skák gegn Hannesi Hlífari Stefánssyni.

Jóhann endaði í öðru sæti á Íslandsmótinu og Guðmundur Kjartansson, fráfarandi Íslandsmeistari, í því þriðja. Bragi Þorfinnsson var fjórði. Vignir Vatnar Stefánsson náði sínum öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og vantar nú aðeins einn áfanga í viðbót til að verða útnefndur alþjóðlegur meistari, að því er segir í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands.


Tengdar fréttir

Ís­lands­mótið í skák: Bróðirinn gæti setið uppi með skömmina

Það getur verið afar auðmýkjandi að sitja við skákborðið og þurfa að horfast í augu við hvað maður getur verið ógurlega vitlaus. Slíka stund upplifði ég sterkt í gær þegar ég mætti hinum unga Alexander Mai í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í skák.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×