Skipulag

Fréttamynd

Fót­spor mann­virkja

Á árinu 2022 var gefinn út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi og markar útgáfan tímamót í sjálfbærniþróun mannvirkja. Í fyrsta sinn hafa Íslensk stjórnvöld og aðilar mannvirkjageirans fengið í hendurnar yfirlit yfir umhverfisáhrif mannvirkja á Íslandi sem gerir kleift að setja viðmið og markmið í átt að aukinni sjálfbærni.

Skoðun
Fréttamynd

Er gott að búa í Túnunum?

Vinkona mín skutlaði mér heim um daginn og kvaddi mig með þessum orðum: „Já, býrðu hér? Ég hef alltaf átt erfitt með að ímynda mér þetta hverfi sem íbúðarhverfi, hvað þá fjölskylduhverfi.“

Skoðun
Fréttamynd

Óttast frekar jarða­kaup út­lendinga því þeir vilji „vera í friði“

Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði.

Innlent
Fréttamynd

„Við viljum ekki hægja á umferðinni“

Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Málið sé bænum ekki til fram­dráttar

Raunir ungrar fjölskyldu sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra í Reykjanesbæ eru bænum ekki til framdráttar. Þetta segir bæjarfulltrúi minnihlutans. Málið verði að leysa.

Innlent
Fréttamynd

Orkuveitan nefnir niðurrif Árbæjarstíflu sem valkost

Niðurrif Árbæjarstíflu er meðal valkosta sem Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt fyrir borgaryfirvöld með ósk um samstarf um það sem kallað er „niðurlagningaráætlun Elliðaárvirkjunar“. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur fallist á að málið verði unnið áfram.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtæki áhugasöm um að byggja á Hólmsheiði

Borginni bárust 56 erindi eftir að hafa auglýst eftir fyrirtækjum sem væru áhugasöm um að byggja á Hólmsheiði. Heildarþörfin á svæðinu er 978 þúsund fermetrar lands undir atvinnuhúsnæði á 239 þúsund fermetrum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er það sem maður óttast“

Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­landið umdeilda sem stækkar við að minnka

Borgarland Reykjavíkurborgar mun minnka um 236 fermetra samþykki borgarráð nýtt deiluskipulag Sundlaugartúnsins í Vesturbæ borgarinnar. Engu að síður er ákvörðunin kynnt þannig að svokallað „opið borgarland“ muni með breytingunni stækka, þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi fyrir breytinguna gert ráð fyrir að um opið leiksvæði væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Girðingarnar fjar­lægðar en lóðir stækkaðar

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið.

Innlent
Fréttamynd

Borgin boðar breytingar í Skeifunni: „Auðvitað þarf að laga þetta“

Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í breytingar á samgönguleiðum í Skeifunni þar sem allir þvælast fyrir öllum og gangandi vegfarendur eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir svæðið eftir að breytast mikið á næstu árum. Vegfarendur eru ekki par sáttir með stöðuna í dag og einn segist beinlínis hata Skeifuna.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykki byggingar­á­forma vegna knatt­húss Hauka fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt ákvörðun byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar um samþykki byggingaráforma að Ásvöllum 1. Til stóð að reisa knatthús Hauka á lóðinni. Oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði segir málið til marks um lélega stjórnsýsluhætti í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut

Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025.

Innlent
Fréttamynd

Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar

Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er.

Innlent
Fréttamynd

„Við höfum engan á­huga á því að sjá iðnað á þessu svæði“

Bæjarstjóri í Kópavogi segir einhug innan bæjarstjórnarinnar um að mótmæla harðlega áformum Garðbæinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Stefnt er að því að byggja upp atvinnu- og verksmiðjuhverfi sem staðsett verður nánast í bakgarði eins stærsta hverfis Kópavogs, á Rjúpnahæð.

Innlent
Fréttamynd

„Það skortir alla skyn­semi í þetta“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu.

Innlent