Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 10:52 Brimbrettafélagið hefur mótmælt harðlega fyrirhugðum framkvæmdum og segja þær munu eyðileggja einstakt íþróttasvæði. Getty Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá máli Brimbrettafélags Íslands, sem kærði ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð landfyllingar við Suðurvararbryggju. Fréttastofa hefur fjallað nokkuð um málið en Brimbrettafélagið segir fyrirhugaðar framkvæmdir munu spilla öldusvæði sem sé einstakt á landsvísu. Úrskurðarnefndin fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við gerð landfyllingarinnar 12. febrúar síðastliðinn, á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að Brimbrettafélagið hefði, lögum samkvæmt, ekki rétt til að kæra ákvörðun bæjarstjórnar þar sem Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin væri ekki háð umhverfisáhrifum. Lögin gerðu aðeins ráð fyrir kæruaðild vegna framkvæmda sem væru háðar umhverfisáhrifum. Skipti þá engu þótt umrædd ákvörðun Skipulagsstofnunar hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar. Þá hefðu við meðferð málsins ekki komið fram neinar upplýsingar um að Brimbrettafélagið hefði yfir að ráða aðstöðu eða réttindum til brimbrettaiðkunar í grennd við framkvæmdasvæðið. „Verður ekki ráðið að kærandi eigi einstaklega og lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun umfram aðra. Verður ekki heldur séð að félagsmenn í kæranda eða umtalsverður hluti þeirra, eigi slíka beinna, sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls, þannig þeim verði játuð kæruaðild,“ segir meðal annars í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur einnig kveðið upp bráðabirgðaúrskurð varðandi kröfur Brimbrettafélags Íslands um frestun réttaráhrifa, í tengslum við kæru félagsins vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um að landfyllingin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í málinu væri eingöngu deilt um lögmæti ákvörðunar Skipulagsstofnunar en ákvörðunin sem slík fæli ekki í sér sjálfstæða heimild til að hefja framkvæmdir. Þannig væru ekki skilyrði fyrir hendi til að fresta réttaráhrifum hennar. Það sé í raun undir framkvæmdaraðila komið hvort hann kjósi að bíða úrskurðar nefndarinnar í umræddu máli. Kröfu Brimbrettafélagsins væri því hafnað. Tengd skjöl 25_2025_Þorlákshafnarhöfn_PDF30KBSækja skjal 26_2025_ÞorlákshafnarhöfnPDF98KBSækja skjal Ölfus Aldan í Þorlákshöfn Skipulag Hafið Deilur um iðnað í Ölfusi Brimbretti Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað nokkuð um málið en Brimbrettafélagið segir fyrirhugaðar framkvæmdir munu spilla öldusvæði sem sé einstakt á landsvísu. Úrskurðarnefndin fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við gerð landfyllingarinnar 12. febrúar síðastliðinn, á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að Brimbrettafélagið hefði, lögum samkvæmt, ekki rétt til að kæra ákvörðun bæjarstjórnar þar sem Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin væri ekki háð umhverfisáhrifum. Lögin gerðu aðeins ráð fyrir kæruaðild vegna framkvæmda sem væru háðar umhverfisáhrifum. Skipti þá engu þótt umrædd ákvörðun Skipulagsstofnunar hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar. Þá hefðu við meðferð málsins ekki komið fram neinar upplýsingar um að Brimbrettafélagið hefði yfir að ráða aðstöðu eða réttindum til brimbrettaiðkunar í grennd við framkvæmdasvæðið. „Verður ekki ráðið að kærandi eigi einstaklega og lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun umfram aðra. Verður ekki heldur séð að félagsmenn í kæranda eða umtalsverður hluti þeirra, eigi slíka beinna, sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls, þannig þeim verði játuð kæruaðild,“ segir meðal annars í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur einnig kveðið upp bráðabirgðaúrskurð varðandi kröfur Brimbrettafélags Íslands um frestun réttaráhrifa, í tengslum við kæru félagsins vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um að landfyllingin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í málinu væri eingöngu deilt um lögmæti ákvörðunar Skipulagsstofnunar en ákvörðunin sem slík fæli ekki í sér sjálfstæða heimild til að hefja framkvæmdir. Þannig væru ekki skilyrði fyrir hendi til að fresta réttaráhrifum hennar. Það sé í raun undir framkvæmdaraðila komið hvort hann kjósi að bíða úrskurðar nefndarinnar í umræddu máli. Kröfu Brimbrettafélagsins væri því hafnað. Tengd skjöl 25_2025_Þorlákshafnarhöfn_PDF30KBSækja skjal 26_2025_ÞorlákshafnarhöfnPDF98KBSækja skjal
Ölfus Aldan í Þorlákshöfn Skipulag Hafið Deilur um iðnað í Ölfusi Brimbretti Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira