Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 09:00 Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Ég fagna því að umræða um gæði og fagurfræði í uppbyggingu er komin í tísku. Hingað til hefur umtal um hraða og magn tröllriðið allri umfjöllun um uppbyggingu ásamt því sjónarmiði að hið opinbera eigi ekki að flækjast fyrir frjálsu flæði uppbyggingaraðila. Það hefur verið stemning fyrir ákveðinni ofurtrú á að markaðurinn leysi þetta og viti best. Að það þurfi helst að einfalda byggingarreglugerð, fækka takmörkunum, flýta fyrir. Flokkar til hægri hafa talað hvað mest fyrir þessari nálgun. Þegar ég talaði um þörfina fyrir aukna áherslu á gæði fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 þá var áhuginn nánast enginn. Gæði í uppbyggingu er mér hjartans mál. Risastórt smáatriði sem skiptir öllu máli. Ég fer einmitt fyrir vinnu við borgarhönnunarstefnu sem fjallar um gæði byggðar og þurfti á sínum tíma að hafa töluvert fyrir því að fá að hefja þá vinnu vegna efasemdaradda. Vinnan gengur út á að tryggja birtu, lágmarksgæði og að hugað sé að því hvernig byggingin mætir umhverfi sínu sem og sögulegu samhengi byggðarinnar. Sömuleiðis höfum við samþykkt að auka gagnsæi í skipulagsgögnum með þrívíddarteikningum svo áhrif uppbyggingar á nánasta umhverfi liggi fyrir myndrænt og skýrt við ákvarðanatöku. Í nýjum samstarfssáttmála þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni er sett í forgang að tryggja gæði í uppbyggingu og það er virkilega ánægjulegt. Markaðurinn er um margt ágætur en ég hef trú á að eðlilegt sé að setja honum skýran ramma með borgarhönnunarstefnu. Jafnframt er í vinnslu ljósvistarkafli sem á að bæta inn í byggingarreglugerð en það er á forræði ríkisins enda gildir byggingareglugerð allsstaðar. Það er gríðarlega mikilvæg vinna og vonandi klárast hún fljótt og örugglega. Við þurfum öll að vanda okkur og beita þeim leiðum sem okkur eru færar til að tryggja gæði. Ég er sannarlega að gera það og góð leið er þessi heildstæða stefnumótun sem ég er að vinna. Skýr viðmið skapa meiri fyrirsjáanleika fyrir uppbyggingaaðila og ég trúi því að borgarhönnunarstefna geti stutt við skilvirkt og gott samstarf milli uppbyggingaraðila og stjórnvalda. Ég hef einnig gripið ófá verkefnin og snúið þeim til betri vegar í umhverfis- og skipulagsráði. Það er nauðsynlegt að umræðan um gæði hreyfi líka við uppbyggingaraðilum. Ég hef heyrt arkitekta tala um að þeirra metnaður sé stundum takmarkaður af uppbyggingaraðilunum sjálfum sem hafi þá lítinn smekk fyrir slíku og telji þetta vera pjatt. Vonandi verður þessi umræða til þess að allir angar geirans geri betur. Ég held áfram að þjóna íbúum með grænni borgarþróun í þágu öryggis og velferðar fyrir okkur öll, nú í nýju samstarfi. Sem og með metnaði fyrir stóru smáatriðunum sem gera gæfumuninn - í þágu aukinna gæða. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Ég fagna því að umræða um gæði og fagurfræði í uppbyggingu er komin í tísku. Hingað til hefur umtal um hraða og magn tröllriðið allri umfjöllun um uppbyggingu ásamt því sjónarmiði að hið opinbera eigi ekki að flækjast fyrir frjálsu flæði uppbyggingaraðila. Það hefur verið stemning fyrir ákveðinni ofurtrú á að markaðurinn leysi þetta og viti best. Að það þurfi helst að einfalda byggingarreglugerð, fækka takmörkunum, flýta fyrir. Flokkar til hægri hafa talað hvað mest fyrir þessari nálgun. Þegar ég talaði um þörfina fyrir aukna áherslu á gæði fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 þá var áhuginn nánast enginn. Gæði í uppbyggingu er mér hjartans mál. Risastórt smáatriði sem skiptir öllu máli. Ég fer einmitt fyrir vinnu við borgarhönnunarstefnu sem fjallar um gæði byggðar og þurfti á sínum tíma að hafa töluvert fyrir því að fá að hefja þá vinnu vegna efasemdaradda. Vinnan gengur út á að tryggja birtu, lágmarksgæði og að hugað sé að því hvernig byggingin mætir umhverfi sínu sem og sögulegu samhengi byggðarinnar. Sömuleiðis höfum við samþykkt að auka gagnsæi í skipulagsgögnum með þrívíddarteikningum svo áhrif uppbyggingar á nánasta umhverfi liggi fyrir myndrænt og skýrt við ákvarðanatöku. Í nýjum samstarfssáttmála þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni er sett í forgang að tryggja gæði í uppbyggingu og það er virkilega ánægjulegt. Markaðurinn er um margt ágætur en ég hef trú á að eðlilegt sé að setja honum skýran ramma með borgarhönnunarstefnu. Jafnframt er í vinnslu ljósvistarkafli sem á að bæta inn í byggingarreglugerð en það er á forræði ríkisins enda gildir byggingareglugerð allsstaðar. Það er gríðarlega mikilvæg vinna og vonandi klárast hún fljótt og örugglega. Við þurfum öll að vanda okkur og beita þeim leiðum sem okkur eru færar til að tryggja gæði. Ég er sannarlega að gera það og góð leið er þessi heildstæða stefnumótun sem ég er að vinna. Skýr viðmið skapa meiri fyrirsjáanleika fyrir uppbyggingaaðila og ég trúi því að borgarhönnunarstefna geti stutt við skilvirkt og gott samstarf milli uppbyggingaraðila og stjórnvalda. Ég hef einnig gripið ófá verkefnin og snúið þeim til betri vegar í umhverfis- og skipulagsráði. Það er nauðsynlegt að umræðan um gæði hreyfi líka við uppbyggingaraðilum. Ég hef heyrt arkitekta tala um að þeirra metnaður sé stundum takmarkaður af uppbyggingaraðilunum sjálfum sem hafi þá lítinn smekk fyrir slíku og telji þetta vera pjatt. Vonandi verður þessi umræða til þess að allir angar geirans geri betur. Ég held áfram að þjóna íbúum með grænni borgarþróun í þágu öryggis og velferðar fyrir okkur öll, nú í nýju samstarfi. Sem og með metnaði fyrir stóru smáatriðunum sem gera gæfumuninn - í þágu aukinna gæða. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun