Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 09:00 Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Ég fagna því að umræða um gæði og fagurfræði í uppbyggingu er komin í tísku. Hingað til hefur umtal um hraða og magn tröllriðið allri umfjöllun um uppbyggingu ásamt því sjónarmiði að hið opinbera eigi ekki að flækjast fyrir frjálsu flæði uppbyggingaraðila. Það hefur verið stemning fyrir ákveðinni ofurtrú á að markaðurinn leysi þetta og viti best. Að það þurfi helst að einfalda byggingarreglugerð, fækka takmörkunum, flýta fyrir. Flokkar til hægri hafa talað hvað mest fyrir þessari nálgun. Þegar ég talaði um þörfina fyrir aukna áherslu á gæði fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 þá var áhuginn nánast enginn. Gæði í uppbyggingu er mér hjartans mál. Risastórt smáatriði sem skiptir öllu máli. Ég fer einmitt fyrir vinnu við borgarhönnunarstefnu sem fjallar um gæði byggðar og þurfti á sínum tíma að hafa töluvert fyrir því að fá að hefja þá vinnu vegna efasemdaradda. Vinnan gengur út á að tryggja birtu, lágmarksgæði og að hugað sé að því hvernig byggingin mætir umhverfi sínu sem og sögulegu samhengi byggðarinnar. Sömuleiðis höfum við samþykkt að auka gagnsæi í skipulagsgögnum með þrívíddarteikningum svo áhrif uppbyggingar á nánasta umhverfi liggi fyrir myndrænt og skýrt við ákvarðanatöku. Í nýjum samstarfssáttmála þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni er sett í forgang að tryggja gæði í uppbyggingu og það er virkilega ánægjulegt. Markaðurinn er um margt ágætur en ég hef trú á að eðlilegt sé að setja honum skýran ramma með borgarhönnunarstefnu. Jafnframt er í vinnslu ljósvistarkafli sem á að bæta inn í byggingarreglugerð en það er á forræði ríkisins enda gildir byggingareglugerð allsstaðar. Það er gríðarlega mikilvæg vinna og vonandi klárast hún fljótt og örugglega. Við þurfum öll að vanda okkur og beita þeim leiðum sem okkur eru færar til að tryggja gæði. Ég er sannarlega að gera það og góð leið er þessi heildstæða stefnumótun sem ég er að vinna. Skýr viðmið skapa meiri fyrirsjáanleika fyrir uppbyggingaaðila og ég trúi því að borgarhönnunarstefna geti stutt við skilvirkt og gott samstarf milli uppbyggingaraðila og stjórnvalda. Ég hef einnig gripið ófá verkefnin og snúið þeim til betri vegar í umhverfis- og skipulagsráði. Það er nauðsynlegt að umræðan um gæði hreyfi líka við uppbyggingaraðilum. Ég hef heyrt arkitekta tala um að þeirra metnaður sé stundum takmarkaður af uppbyggingaraðilunum sjálfum sem hafi þá lítinn smekk fyrir slíku og telji þetta vera pjatt. Vonandi verður þessi umræða til þess að allir angar geirans geri betur. Ég held áfram að þjóna íbúum með grænni borgarþróun í þágu öryggis og velferðar fyrir okkur öll, nú í nýju samstarfi. Sem og með metnaði fyrir stóru smáatriðunum sem gera gæfumuninn - í þágu aukinna gæða. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Ég fagna því að umræða um gæði og fagurfræði í uppbyggingu er komin í tísku. Hingað til hefur umtal um hraða og magn tröllriðið allri umfjöllun um uppbyggingu ásamt því sjónarmiði að hið opinbera eigi ekki að flækjast fyrir frjálsu flæði uppbyggingaraðila. Það hefur verið stemning fyrir ákveðinni ofurtrú á að markaðurinn leysi þetta og viti best. Að það þurfi helst að einfalda byggingarreglugerð, fækka takmörkunum, flýta fyrir. Flokkar til hægri hafa talað hvað mest fyrir þessari nálgun. Þegar ég talaði um þörfina fyrir aukna áherslu á gæði fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 þá var áhuginn nánast enginn. Gæði í uppbyggingu er mér hjartans mál. Risastórt smáatriði sem skiptir öllu máli. Ég fer einmitt fyrir vinnu við borgarhönnunarstefnu sem fjallar um gæði byggðar og þurfti á sínum tíma að hafa töluvert fyrir því að fá að hefja þá vinnu vegna efasemdaradda. Vinnan gengur út á að tryggja birtu, lágmarksgæði og að hugað sé að því hvernig byggingin mætir umhverfi sínu sem og sögulegu samhengi byggðarinnar. Sömuleiðis höfum við samþykkt að auka gagnsæi í skipulagsgögnum með þrívíddarteikningum svo áhrif uppbyggingar á nánasta umhverfi liggi fyrir myndrænt og skýrt við ákvarðanatöku. Í nýjum samstarfssáttmála þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni er sett í forgang að tryggja gæði í uppbyggingu og það er virkilega ánægjulegt. Markaðurinn er um margt ágætur en ég hef trú á að eðlilegt sé að setja honum skýran ramma með borgarhönnunarstefnu. Jafnframt er í vinnslu ljósvistarkafli sem á að bæta inn í byggingarreglugerð en það er á forræði ríkisins enda gildir byggingareglugerð allsstaðar. Það er gríðarlega mikilvæg vinna og vonandi klárast hún fljótt og örugglega. Við þurfum öll að vanda okkur og beita þeim leiðum sem okkur eru færar til að tryggja gæði. Ég er sannarlega að gera það og góð leið er þessi heildstæða stefnumótun sem ég er að vinna. Skýr viðmið skapa meiri fyrirsjáanleika fyrir uppbyggingaaðila og ég trúi því að borgarhönnunarstefna geti stutt við skilvirkt og gott samstarf milli uppbyggingaraðila og stjórnvalda. Ég hef einnig gripið ófá verkefnin og snúið þeim til betri vegar í umhverfis- og skipulagsráði. Það er nauðsynlegt að umræðan um gæði hreyfi líka við uppbyggingaraðilum. Ég hef heyrt arkitekta tala um að þeirra metnaður sé stundum takmarkaður af uppbyggingaraðilunum sjálfum sem hafi þá lítinn smekk fyrir slíku og telji þetta vera pjatt. Vonandi verður þessi umræða til þess að allir angar geirans geri betur. Ég held áfram að þjóna íbúum með grænni borgarþróun í þágu öryggis og velferðar fyrir okkur öll, nú í nýju samstarfi. Sem og með metnaði fyrir stóru smáatriðunum sem gera gæfumuninn - í þágu aukinna gæða. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar