Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 12:15 Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, sagði í janúar að von væri á tillögum að breytingum á húsinu. Ekkert hefur heyrst af þeim síðan. Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur fjarlægt umsagnir íbúa um fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í vöruskemmunni við Álfabakka 2a, sem borist höfðu í skipulagsgátt stofnunarinnar. Um var að ræða að minnsta kosti sex umsagnir. Fréttastofa leitaði svara hjá Skipulagsstofnun og var tjáð að umsagnirnar hefðu verið fjarlægðar þar sem viðkomandi hefðu skilað þeim inn í nafni Reykjavíkurborgar. Fyrir Skipulagsstofnun liggur að taka ákvörðun um það hvort kjötvinnslan þarf að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum en þar sem lög kveða ekki á um að leitað skuli umsagna íbúa var umsagna aðeins óskað frá þremur aðilum; Reykjavíkurborg, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Matvælastofnun. Viðkomandi þurfa hins vegar að skila umsögnum í gegnum skipulagsgáttina, þar sem allir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Þannig virðast íbúar hafa farið inn og valið Reykjavíkurborg í fellilista til að geta skilað inn umsögn. Spurður að því hvers vegna umsögnunum var ekki leyft að standa sagði Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun, að það mætti rekja til kerfisins. Ef umsögn hefði verið skilað inn undir nafni Reykjavíkurborgar, myndi borgin ekki fá sjálfvirka áminningu úr kerfinu um skilafrestinn. Umsagnafresturinn rennur út 15. apríl næstkomandi. Íbúar munu aðeins fá að tjá sig formlega um málið ef Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að kjötvinnslan eigi að fara í umhverfismat. Þá munu hagsmunaaðilar fá að koma sinni afstöðu á framfæri. Verkís hefur skilað inn skýrslu um kjötvinnsluna sem unnin var fyrir Álfabakka 2 ehf. en skýrslan var rýnd af Ara Péturssyni fyrir hönd Álfabakka 2 og Sveinbirni Sveinbirnssyni fyrir hönd Haga hf. Álfabakki 2 er eigandi hússins en Hagar hyggjast taka það á leigu. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Hagar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Um var að ræða að minnsta kosti sex umsagnir. Fréttastofa leitaði svara hjá Skipulagsstofnun og var tjáð að umsagnirnar hefðu verið fjarlægðar þar sem viðkomandi hefðu skilað þeim inn í nafni Reykjavíkurborgar. Fyrir Skipulagsstofnun liggur að taka ákvörðun um það hvort kjötvinnslan þarf að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum en þar sem lög kveða ekki á um að leitað skuli umsagna íbúa var umsagna aðeins óskað frá þremur aðilum; Reykjavíkurborg, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Matvælastofnun. Viðkomandi þurfa hins vegar að skila umsögnum í gegnum skipulagsgáttina, þar sem allir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Þannig virðast íbúar hafa farið inn og valið Reykjavíkurborg í fellilista til að geta skilað inn umsögn. Spurður að því hvers vegna umsögnunum var ekki leyft að standa sagði Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun, að það mætti rekja til kerfisins. Ef umsögn hefði verið skilað inn undir nafni Reykjavíkurborgar, myndi borgin ekki fá sjálfvirka áminningu úr kerfinu um skilafrestinn. Umsagnafresturinn rennur út 15. apríl næstkomandi. Íbúar munu aðeins fá að tjá sig formlega um málið ef Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að kjötvinnslan eigi að fara í umhverfismat. Þá munu hagsmunaaðilar fá að koma sinni afstöðu á framfæri. Verkís hefur skilað inn skýrslu um kjötvinnsluna sem unnin var fyrir Álfabakka 2 ehf. en skýrslan var rýnd af Ara Péturssyni fyrir hönd Álfabakka 2 og Sveinbirni Sveinbirnssyni fyrir hönd Haga hf. Álfabakki 2 er eigandi hússins en Hagar hyggjast taka það á leigu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Hagar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira